Feykir


Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 13.12.2006, Blaðsíða 3
46/2006 Feykir 3 Einar Oddur Kristjánsson athafnamaður á Flateyri og alþingismaður í spjalli við Feyki ..... sannleikurinn um þessa svo kölludu Þjóðarsátt er sá aö launþegar þessa lands eiga heiðurinn afhenni ásamt bændastéttinni..." Myndir.ÁG Einar Oddur Kristjánsson, fiskverkandi og útgerðar- maður, á Sólbakka við Önundarfjörð varð þjóð- þekktur í aðdraganda hinna svo nefndu Þjóðarsáttar- samninga fyrir tæpum 20 árum. Hann var þá í forsvari fyrir samtök vinnuveitenda og hlaut viðurnefnið "bjargvætturinn frá Flateyri" sem hann segir sjálfur að hafi í upphafi verið sagt í háði. Einar Odddur settist á þing f)TÍr Sjálfstæðisflokkinn 1995. Hann hefur ekki farið dult með skoðanir sínar á efnahags- og þjóðmálum og verið áberandi í störfiim sínum sem varafor- maður fjárlaganefndar Alþingis undanfarin ár. - „Ég er Vestfirðingur og Breiðfirðingur að langfeðgatali eins og sést þegar litið er á mig, segir hann. Við erunr svírasverir og herðabreiðir. Þegar við sitjum mætti halda að við værum mjög myndarlegir menn, en þegar við stöndum upp gerist tiltölulega lítið. Þetta er breiðfirska lagið. Kallar eins og ég passa betur í bátana en aðrir menn." Einar Oddur segir að þegar hann kom á þing 1995 hafi Vilhjálmur Egilsson farið þess á leit við sig að taka sæti í efnhahags- og viðskiptanefnd en Vilhjálmur gengdi þá formennsku í nefndinni. - „Ég var í nefndinni með honum í ijögur ár. Það var átakatími. Við endurskoðuðum alla Hðskiptalöggjöf landsins, Þegar rætt er það velmegunar- skeið sem hér hefur ríkt undan- farin áratug gleymist oft að grundvöllurinn að því var lagður með því að koma hér á einhverri frjálslyndustu við- skiptalöggjöf sem þekkist í Evrópu." -Varla hefur þessi endur- skoðun á viðskiptalöggjöfinni verið einföld í framkvæmd? „Þó að ýmsir hefðu efasemdir um að við Vilhjálmur værum þarna á réttri leið voru margir sem höfðu mikinn skilning á þessari vinnu. Þegar ég rifja upp þessa tíma get ég ekki látið hjá líða að geta um þann hógværa og prúða mann, Halldór Krist- jánsson, bankasjtóra Lands- bankans, sem þá var ráðu- neytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðune^'tsins. Hann hafði djúpan skilning á því sem við vorum að gera og ég efast um að við hefðum getað þetta án hans tilstilli." -Voru ekki efasemdir um málið í Sjálfstæðisflokknum? - Það er ekki til siðs að segja ffá því sem talað er um þar. Nei, okkur var treyst. Vilhjálmur Egilsson er einstaklega laginn maður. Hann fór vel með vald sitt sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar og af miklum klókindum eins og honum einum er lagið. Eftir kosningarnar 1999 var ég beðinn um að fara yfir í fjárlaganefnd og hef verið vara- formaður hennar síðan. Efna- hagslífið hefur gengið vel og við höfum rekið hér mjög ákveðna og ábyrga pólitík, sem felst í því að láta ríkissjóð njóta tekju- uppsveiflunnar í þjóðfélaginu. Ríkið hefur tekið til sín auknar skatttekjur, sem við höfum nýtt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Skuldugur ríkissjóð- ur er vanmáttugur ef á reynir í hagstjórninni. Það geta komið verri tímar en nú og þá þarf ríkissjóður að geta gripið inní. Lengi fram eftir síðustu öld ríkti hér efnahagsleg óstjórn. Nú er Island til fyrirmyndar að þessu leyti og einungis ríki eins og Noregur og Sviss sem geta státað af því að eiga jafn skuldléttan ríkissjóð og ísland. -Þú fórst tiltölulega seint í landsmálapólitíkina? „Ég hef alla tíð verið mikill sjálfstæðismaður. Fimm sinnum stýrði ég kjörnefnd flokksins f)TÍr uppstillingar og prófkjör á Vestfjörðum. Sjálfur ætlaði ég mér ekki að fara á Alþingi. En í gegnum störf mín fýrir Vinnu- veitendasamtökin þvældist ég einhvernveginn inní þetta. Ég hafði verið í fiskverkun og útgerð í þrjátíu ár og tók þá ákvörðun rúmlega fimmtugur að breytatil." -Þú fékkst viðurnefnið “bjargvætturinn” í aðdraganda Þjóðarsáttar- samninganna. „Ég tók ungur sæti í stjórn Vinnuveitendasambands Is- lands. Árið 1988 bað vinur minn Þorsteinn Pálsson mig að veita forstöðu efnahagsneftid, sem var kölluð forstjóranefndin. Þá fékk ég þetta viðurnefni “bjargvætturinn”. Ég leit alltaf þannig á að það hefði verið sett fram mér til háðungar - þessi maður myndi seint bjarga nokkrum sköpuðum hlut. Þannig leit ég á það og þetta var þannig, þó að allir séu búnir að gleyma því núna. Félagar míninr og vinir í VSl, forsvarsmenn í iðnaði, verslun og útgerð, mynduðu samtök um að skora á mig að taka að mér formennsku í sambandinu. Mér fannst ég ekki eiga annarra kosta völ en að verða við því. Þetta voru erfiðir tímar. Fólk var langþreytt og uppgefið á verðbólgu og óstjórn í efnahagsmálum. Ég var búinn að horfa upp á það í tuttugu ár að hvorki gekk né rak við að bæta afkomu fýrir- tækjanna og auka kaupmátt launþega. Allir voru þreyttir á þessu ástandi og margir tilbúnir til að leggja töluvert á sig til þess að binda enda á þetta niður- lægingartímabil í efnahags- sögunni. Ég hélt á þessum tíma margar áróðursræður um að m)mdu allir græða á því að ganga samhentir til þess verks að ná verðbólgunni niður. Launþegahreyfingin var þá undir forystu Ásmundar Stefánssonar og vinar míns Guðmundar I. Guðmunds- sonar. Hinir almennu félags- menn fýlgdu þessum mönnum, enda sterkir leiðtogar. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja kom til liðs við okkur en Ögmundur Jónasson var þá að stíga sín fýrstu skref sem formaður þeirra. Það hafa verið skrifaðar bækur um þetta tímabil. Mér finnst ekki mikið um þær frásagnir. Ég hef ekki tjáð mig mikið um þetta en sannleikurinn um þessa svo kölluðu Þjóðarsátt er sá að launþegar þessa lands eiga heiðurinn af henni ásamt bændastéttinni sem lagði verulega af mörkum til þess að ná þessu saman. Það var staðfastur vilji launþegahreyf- ingarinnar á íslandi, að komast út úr þessum vítahring. Þess vegna var þetta hægt. Þetta er sannleikurinn og þarf ekki að segja meira um það. -Kemur til greina að skrifa bók um Þjóðarsáttina og það sem gerðst þar á bak við tjöldin? „Nei, það held ég ekki. Ég er búinn að segja allt sem þarf að segja um Þjóðarsáttina. Þetta var launþegum og bændum að þakka. -Þú hefur tekið þátt í mörgum nýsköpunar-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.