Feykir


Feykir - 17.01.2007, Qupperneq 2

Feykir - 17.01.2007, Qupperneq 2
2 Feykir 03/2007 Lögreglan á Sauðárkróki Aukið umferðareftirlit Lögreglan á Sauðárkróki hefur verið með stóraukið umferðareftirlit frá því um áramót. Einn bíll hefur verið á ferðinni og til þess að byrja með einbeitir hann sér að óskoðuðum og ótryggðum bílum auk hefðbundins eftir- lits. Strangt er tekið á notkun öryggisbelta og fylgst með farsímanotkun ökumanna. Búið er að sekta nokkra fyrir að aka unr á óskoðuðum eða ótryggðunr ökutækjum. Einn maður sinnir þessu eftirliti eins og er og er hann með myndavél í bílnum sér til stuðnings og hefur því einnig verið tekið á hraðakstri. Gert er ráð fyrir, með hækkandi sól, að fjölga lögreglumönnum í unrferðar- eftirliti upp í tvo. Leiðari í minningu góðrar stúlku Árið 2006 verður lengi í minnum haftsökum allra þeirra hræðilegu bílslysa sem dundu á þjóðinni. Sjálfhef ég of oft grátið vini og ættingja sem horfið hafa alltof fljótt.Þessi vika er mér sérstaklega erfið þvíJyrir ári síðan lést vinkona okkarjjölskyldunnar, dóttir vina okkar, aðeins tæplega 18 ára. Hún Þórey okkar var hvers manns hugljúfi, vinsæll þjálfari, vinurvina sinna, engill í mannsmynd. Hún var líka stúlkan semfór svo hægt og hljótt, stúlkan sem þorði ekki að keyra hratt. Stúlkan sem í hálku og við erfiðar aðstæður missti augnablik stjórn á bílnum. Dýrkeypt augnablik og allt í einu varð allt svart. Samfélagið í sorg og ungmenni okkar litla bæjar áttu um sárt að binda. Það var erfiðara en hægt er að lýsa að horfa framan í litlu dóttur okkar og segja henni aðfyrirmyndin hennar værifarin. Ég vona að ég þurfi aldrei aftur að upplifa svona dag. Ég vona að hún Þórey okkar hafi ekkifarið til einskis og að ótímabært andlát hennar verði okkur hinum vakning. Lögreglan á Sauðárkróki hefur stóraukið umferðareftirlit og erþað vel. Lögreglan á Blönduósi er tilfyrirmyndar hvað umferðareftirlit varðar en meira þarf til. Viðþurfum öll að taka okkur á. Liggur okkur svona á? Sendum ungmennin okkar ekki ein afstað við aðstæður sem þeim eru ef til vill ofviða. Lifum hvern dag i sátt við okkur sjálf og umhverfi okkar. Minnug þess að á morgun gætiþað verið ofseint. Umferðin hefur tekið ofmörg líf ofmörg tár hafa fallið, sorgin bankað uppá á ofmörgum heimilum. Hægjum á okkur, ökum varlega. Tökum höndum saman ogfækkum slysum. Látum árið 2006 aldrei endurtaka sig. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent. is 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðérkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Örn Þórarinsson Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 295 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Stórbætt aðstaða fyrir ferðamenn á Hveravöllum Fyrirhuguð er bygging hálendismiðstöðvar Björn Þór Kristjánsson framkvæmdastjóri Hveravalla- félagsins, sem rekur ferðaþjónustuna á Hveravöllum, er formaður teymis sem komið hefur verið á laggirnar og á að fjalla um framtíðarþróun og uppbyggingu á Hveravallasvæðinu. Auk Björns Þórs eru í teyminu Jón Gíslason fyrir Húnavatnshrepp, Björn Magnússon formaður stjórnar Hveravallafélagsins, Valur Þór Hilmarsson Ferðamálastofu fyrir hönd Samgönguráðu- neytis, Trausti Baldursson Umhverfisstofhun og Einar Bollason og Þorleit'ur Þór Jónsson fyrir Samtök Ferðaþjónustunnar. I teyminu starfar einnig Haukur Suska- Garðarsson ásamt öðrum atvinnráðgjöfum SSNV Atvinnuþróunar. Björn Þór segir mikla aukn- ingu ferðamanna á Hvera- völlum frá ári til árs í kjölfar fjölgun ferðamanna til íslands og betri samgangna um Kjalveg. Því sé nauðsynlegt að auka þjónustu við gesti og standa þannig að málum að umhverfið hljóti ekki skaða af aukinni umferð. Gestir á Hveravöllum sumarið 2007 voru um 47.000 talsins. Á Hveravöllum er boðið upp á gistingu í tveimur skálum. Ráðgert er að byggja hálendismiðstöð þar sem m.a. verður veitingaaðstaða fyrir dagsgesti og þá sem eru í gistingu. Einnigeru hugmyndir um gestastofu í húsinu sem gerirgreinfyrirumhverfisvernd, náttúru og sögu Hveravalla. - Hvergi er betra að koma til skila boðskap urn umhverfisvernd á hálendinu, en á svæðinu sjálfu, segir Björn Þór. Hönnun hálendismið- stöðvar gerir í framhaldi ráð fyrir auknu gistirými til að nrögulegt sé að anna eftirspurn og mæta kröfurn viðskiptavina. Undanfarin ár hefur ekki verið landvarsla á Hveravöllum á vegum hins opinbera. Vonir standa til þess að úr því verði bætt nú, því þörfin hefur aldrei verið meiri. Ópera Skagafjarðar ræðst í stórvirki Ætla að sýna La Traviata 30 meölimir óperukórsins æfa nú af krafti ítölsku óperuna La Traviata en ætlunin er aó frumsýna verkið á Sæluvikunni i vor. Búið er að manna flest hlutverk nema hvað eftir á að finna söngvara í tvö hlutverk. Að öðru leyti eru aðalhlutverk í höndunt Alexöndru Cherny- shovu, Ara Jóhanns Sigurðs- sonar, Þórhalls Þórðarsonar, Sigurðar Skagfjörð, írisar Baldvinsdóttur og Sigríðar M Ingimarsdóttur. Að öllum líkindum verður verkið sett upp í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og stefnir hópurinn á að sýna verkið tvisvar sinnurn. Alexandra hefur faglega urnsjón með verkefninu enda hugmyndin hennar. Hún fékk eiginmann sinn, Jón Hilntars- son, til þess að hafa yfirumsjón yfir allri annarri frantkvæmd. - það má því segja að hér sé urn fjölskylduverkefni að ræða en flest kvöld fara í það þessa dagana, segir Alexandra. Kórinn æfir tvisvar í viku og einsöngv'arar einu sinni og segir Alexandra að æfingar gangi vel þó auðvitað sé unt kreijandi verkefni að ræða fyrir flesta þar sem verkið sé á Itölsku. molar Blönduós Sýslumaðurinn á Blönduósi óskaði á dögunum eftir umsögn bæjarráðs um leyfi samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði. Þar sótti Kári Kárason fyrir hönd Knattspyrnudeildar Hvatar um leyfi til jbess að reka veitingastofu, greiðasölu og félagsheimili að Húnabraut 6. Var erindið samþykkt og byggingafulltrúa falið að ganga frá svari. Þá var tekið fyrir erindi frá Hirti Karli Einarssyni sem sótti fyrir hönd 2 Átta ehf, um framkvæmdaleyfí vegna fjölskyldu- skemmti-, og afþreyingargarðs. Lagt var til að framkvæmdaleyfi verði veitt í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa. Sýsiumaðurinn á Blönduósi óskaði á dögunum eftir umsögn bæjarráðs um leyfi samkvæmt lögum um veitinga- og gististaði. Þarsótti Kári Kárason fyrirhönd Knattspyrnudeildar Hvatar um leyfi til þess að reka veitingastofu, greiðasölu og félagsheimili að Húnabraut 6. Varerindið samþykktog byggingafulltrúa falið að ganga frá svari. Þá var tekið fyrir erindi frá Hirti Karli Einarssyni sem sótti fyrir hönd 2 Átta ehf, um framkvæmdaleyfi vegna fjölskyldu- skemmti-, og afþreyingargarðs. Lagtvartil að framkvæmdaleyfi verði veitt í samræmi við tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa. Skagafjörður Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar var lagt fram bréf frá stjóm Umf. Neista á Hofsósi, dagsett3. janúar 200 7, þar sem skýrt er frá fyrirhugaðri sölu á fasteigninni Túngötu 4 á Hofsósi. Sveitafélagið á forkaupsrétt á fasteigninni og samþykkti Byggðarráð að nýta ekki þann rétt. Á sama fundi varlagt fram bréffrá Ferðaþjónustunni Steinsstöðum, dagsett 7. janúar2007, þar sem gert er tilboð í fasteignir sveitarfélagsins nr. 3, 5, og 7 við Lækjarbakka í Steinstaðahverfi. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í desember var Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar tiinefnd sem aðalmaður í stjóm Bjargráðasjóðs ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni borgarstjóra í Reykjavík.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.