Feykir


Feykir - 17.01.2007, Qupperneq 10

Feykir - 17.01.2007, Qupperneq 10
lO Feykir 03/2007 Feykir og Hinrik Már Jónsson gera upp árið 2006 Eitft glæsilegasta ár sem hestaunnendur hafa upplifad Hinrik Már Jónsson, hestadómari, gerði upp árið 2006 hvað hestamennsku varðar. Árið var gott í hestamennskunni og því ekki erfitt að finna hápunktana en þeir voru margir. Landsmót, íslandsmót ásamt flölda smærri móta. Glæsilegir hestar komu fram á sjónar- sviðið og efnilegir knapar urðu góðir. Hvítasunna frá Sauðárkróki. Landsmótið á Vindheimamelum Landsmótið var án efa hápunktur ársins 2006. Það er óhætt að segja að mótið hafi aldreiveriðglæsilegra,bæðihvað varðar umgjörð og hestakost. Landmótið er tvískipt; annars vegar kynbótahlutinn og hins vegar gæðingakeppnin. Kynbótahlutinn 1 hestur kom óvænt og sló hraustlega í gegn, Stáli frá Kjarri, hann hlaut hæstu einkunn sem nokkur stóðhestur hefur hlotið. Stáli sem er 7 vetra kom fyrst fram 4 vetra en slasaðist síðan og kom ekkert aftur fram fyrr en á Landsmóti. Knapi á honum var Daníel Jónsson og þeir stigu ekki eitt feilspor á þessu móti. Stáli er heilsteyptur, allar gangtegundir góðar, hann er bara alvöru gæðingur. Annan áhugaverðan mætti nefna, Sæ frá Bakkakoti. Hann stóð efstur fyrir afkvæmi til fyrstu verðlauna. Það kom í ljós í haust þegar nýtt kynbótamat var gefið út að hann var búinn að ryðja föður sínum Orra frá Þúfu úr efsta sæti í kynbótamati. Spennandi merar voru: Hvítasunna frá Sauðárkróki frá Guðmundi Sveinssyni, bæði einstaklega gott hross og síðan er liturinn einstakur. Leirljós, hvítfext, blesótt. Dögg frá Breiðholti, Orradóttir, draumahross í útliti og hæfileikum. Auðvitað var fullt af öðrum góðum en þessar stóðu uppúr. Mynd: Timaritið HESTAR/ Axei Jón Gæðingakeppnin Gæðingakeppnin var veisla út í gegn. Þrír efstu í A flokki voru einstakir og hefði hver þeirra sem var getað staðið efstur. Geisli frá Sælukoti, knapi var Steingrímur Jónsson, það sem einkennir þennan hest er mikil útgeislun. Þóroddur frá Þórodds- stöðum, knapi Daníel Jónsson, það sem einkennir þennan hest er einstaklega gott tölt og fallegt fas. Kraftur frá Bringu, knapi Þórarinn Eymundsson, það sem einkennir þennan hest er einstakurfótaburðurogfrábær tamning og reiðmennska. B flokkur gæðinga Þar einvígi tveggja hesta. Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Hlýs frá Vatnsleysu. Þar stóð Hlýr uppi sem sigurvegari en hann átti betri dag í úrslitunum og var það það eina sem skildi þá að. Geysilega jafnir hestar. Að lokum varðandi Lands- mótið verður að nefna sigur Sigurbjörns Bárðarsonar og Gruns frá Oddhóli en það voru nokkuð óvænt úrslit. Það voru önnur hross búin að vera að standa sig betur á mótum sumarsins en þeir félagar toppuðu á réttum tíma. íslandsmótið íslandsmótið var ekki síðra mót og þar var Þórarinn Eymundsson maður mótsins. Hann vann það afrek að sigra bæði í töltkeppni og fimmgang á sama hesti sem var Kraftur frá Bringu. Að vinna tölt og fimmgang er óvenjulegt og ekki líklegt að það verið endurtekið. Mjög fáir sem stíla upp á það að keppa í þessum greinum með sama hestinn. Olil Arnble sigraði í fjórgang á Suðra frá Holtsmúla í þriðja ef ekki fjórða skipti á Islandsmóti. Það er örugglega hægt að segja að breiddin í úrvals hrossum er orðin miklu meiri en var bara fyrir fjórum árum. Eins og sést á því að það var mikill fjöldi af graðhestum sem voru að fá einkunn yfir 8,40 í hæfileikum en enginn tekur eftir þeim samt. Þeir fá litla notkun og eru ekki seldir út fyrir stórar upphæðir. Fyrir 10 árum síðan voru það bara örfáir hestar sem náðu eða fóru yfir þessa einkunn. Að lokum Það er örugglega eitthvað sem gleymist í svona úttekt og það sem Hinrik finnst standa upp úr er ekki endilega það sem stendur upp úr hjá næsta manni. Framundan er spennandi ár. Heimsmeistaramót í Hol- landi í byrjun ágúst. Úrtakan eru tvö mót síðast í júní og má eiga von á spennandi úrtökumótum. Mig myndi þykja gaman að sjá Kraft og Þórarinn mæta í úrtöku þó að auðvitað verði eftirsjá af þessum hesti úr landi. Reiðhöllinn Svaðastaðir SKAGFIRSKA MÓTARÖÐIN 2007 Dagskrá vetrarins: 23. febrúar Tölt og f jórgangur 2. mars Fimmgangur, skeiö og heldrimannaflokkur 23. mars Fimmgangur, skeió og heldrimannaflokkur 30. mars Tölt og fjórgangur 7. apríl Urslitakeppni 14. apríl Mót fyrir börn, unglinga og ungmenni Keppnisfyrirkomulag: Keppt verbur í tölti, 4gangi, Sgangi, skeiöi og heldrimannaflokki. Keppt verður í 3 flokkum í tölti og 4gangi og 2 flokkum í 5gangi. 1. flokki sem ætlaður er atvinnumönnum og mikið keppnisvönum Opnum flokki sem ætlaður er áhugamönnum. Unglinga- og ungmennaflokki. I 1. flokki er einn keppandi inná í einu en í hinum flokkunum tveir og er stjórnað af þul. Ekki verður keppt í fimmgangi í unglinga- og ungmennaflokki. Skeiðkeppnin er í einum flokki og í heldrimannaflokki er dæmt eftir gæðingakeppnisskala. Skráningargjald er kr. 1000 á hverja skráningu. Keppt verður um stigahæsta knapann í samanlögðu tölti, 4gangi og 5gangi í flokkunum þremur. Þar sem öll mót vetrarins telja að úrslitunum meðtöldum. 1. sæti gefur 12stig, 2. sæti 10 stig, 3. sæti 8stig, 4. sæti 5stig og 5sæti 3 stig. Verði sami knapi með tvo hesta á topp fimm fær hann aðeins stig á hærra sætið. Úrslitin fara fram 7. apríl og verða A úrslit í öllum flokkum og skeib. í úrslitin mæta þeir fimm hestai í hverri grein sem hlotib hafa hæstu einkunnir vetrarins. Tíu fljótustu skeiðhestarnir mæta. Stemninsmynd fré Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Mynd: Feykir/ÁG

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.