Feykir - 16.05.2007, Blaðsíða 1
Láttu ekki vandræðin
verða til vandræða
Ibúðalánasjóður
www.ils.is
N 1 Arbær opnar að nýju innan skamms og eru iðnaðarmenn í óða önn við að Ijúka endurbótum á húsnæðinu. A myndinni eru Þröstur
Jónsson, stöðvarstjóri Nl. Guðmundur Svavarsson og Einar Guðmannasson, yfirsmiður, en þeir eru báir frá Trésmiðjunni Ýr.
Síðari umræða um ársreikning Svf Skagafjardar ogstofnana fyrir árið 2006
Sigurjón Þórðarson liggur undir feldi
Hefur ekki tekið
neina ákvörðun
Sigurjón Þórðarson hefur
ekki tekið ákvörðun
um það hvort hann
snúi aftur í starf sitt
sem framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Norður-
lands vestra.
Sigurjón var í tímabundnu
leyfi frá starfi sínu en honum
býðst einnig að taka við starfi
framkvæmdastjóraþingflokks
Frjálslynda flokksins. -Ég hef
ekki tekið ákvörðun um það
hvar ég geri en mig langar
í hvoru tveggja. Snúi ég
aftur norður þýðir það líka
að ég mun draga mig út úr
stjórnmálum en mig langar
til þess að halda áfram baráttu
minni gegn vitleysiskvótakerfi
núverandi stjórnvalda. Ég
mun því skoða mín mál í
rólegheitunum. Ég er að fara
til Skotlands í boði breskra
sjómanna sem hafa áhuga
á að heyra um kerfið hér og
okkar hugmyndir til bóta.
Sjálfur er ég sannfærður um
að með óbreyttum hætti mun
Grímsey fara í eyða innan
fárra ára og ég sé enga ástæðu
til annars en að ætla að þetta
kerfi haldi áfram að valda
byggðum landsins skaða,
segir Sigurjón Þórðarson.
Allir vildu Lilju kveðið hafa
Niourstoour rekstrarreiknmgs arsins 2006 voru iagóar
fyrir síðari umræðu sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar í síðustu viku. Eins og áður hefur komið fram eru
niðurstöður reikningsins jákvæðari en áætlanir höfðu gert
ráð fyrir.
Á fundinum kom í ljós
að hin jákvæða niðurstaða er
öllum stjórnmálaflokkum í
firðinum að þakka. Alla vega
mátti lesa þessa niðurstöðu úr
bókunum fulltrúa meiri- og
minnihluta sveitarstjórnar.
Páll Dagbjartsson, fulltrúi
sjálfstæðismanna kvaddis sér
fyrstur hljóðs og lagði fram
bókun þar sem fram kemur
að niðurstaða ársreiknings
Sveitarfélagsins Skagafjarðar
fyrir árið 2006 staðfesti ábyrga
fjármálastjórn meirihluta
Sjálfstæðisflokks og VG á síðasta
kjörtímabili. Á því kjörtímabili
hafi verið lagður grunnur
að því að snúa viðvarandi
rekstrarhalla sveitarsjóðs í
hagnað þegar á árinu 2008
og skapa þannig fjárhagslegt
svigrúm til ffamkvæmda. Nú
reyni á meirihluta Framsóknar
og Samfylkingar að viðhalda
þeim árangri sem náðst hefur
og stuðla að hallalausum rekstri
sveitarsjóðs strax á næsta ári. Þá
var komið að Gunnari Braga
Sveinssyni sem lagði ffarn
bókun meirihlutans. Þar kom
ffam að ársreikningur fýrir árið
2006 sé fyrsti ársreikningur
nýrrar sveitarstjórnar og byggir
því eðlilega á fjárhagsáætlun
fýrri sveitarstjórnar. í
veigamiklum atriðum hafi sú
áætlun ekki gengið effir, nægi
þar að nefna að gert var ráð
fýrir um 100 milljón króna
skuldalækkun en niðurstaðan
varð skuldahækkun upp á tæpar
200 milljónir kr. Gunnar Bragi
sagði jafnffamt - Framundan
er áffamhaldandi vinna með
starfsmönnum sveitarfélagsins
að því verkefni að ná enn betri
tökum á rekstrinum.
Síðastur til máls tók Gísli
Árnason VG. Hann sagði að
ársreikningurinn undirstrikaði
hversu frámunalega vill-
andi ffamsetning og túlkun
árshlutareiknings sveitarfél-
agsins hafi verið síðastliðið
sumar. Þar hafi verið boðaður
213 milljón króna halli á rekstri
sveitarfélagsins. Sá pólitíski
blekkingarleikur hafi nú verið
afhjúpaður.
Að þessari orrahlíð lokinni
samþykktu allir fulltrúar
sveitarstjórnar ársreikninginn
sem þeir báru jú að þessu sinni
allir ábyrgð á.
Ársreikningur Höfðahrepps jákvæður
Besta niðurstaða í
sögu sveitarféiagsins
Hreppsnefnd Höfðahrepps
samþykkti ársreikning
sveitarfélagsins á
fundi sínum 9. maí sl.
Rekstrarniðurstaða
samstæðu ársreikningsins
sýnir 67,2 milljóna króna
jákvæða niðurstöðu en
það er 28,5 milljónum
króna betri niðurstaða
en endurskoðuð
fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir.
Rekstrartekjur samstæðu
námu tæpum 350 milljónum
króna og höfðu aukist um
17% milli ára. Skatttekjur
sveitarsjóðs að meðtöldu
ffamlagi jöfnunarsjóðs námu
240,9 milljónum og höfðu
aukist urn tæp 22% frá fýrra
ári.
Rekstrargjöld
samstæðunnar námu 325
milljónum og höfðu lækkað
lítillega ffá fýrra ári. Handbært
fé jókst um 83,8 milljónir
milli ára eða um 14%.
Skuldir og skuldbindingar
námu 415,8 milljónum en
þar af námu langtímaskuldir
sveitarsjóðs 56,8 milljónum
og lífeyrisskuldbindingar 71,8
milljónum. Þessi niðurstaða
ársreiknings er ein sú besta
í sögu sveitarfélagsins
en fjármagnstekjur hafa
afgerandi áhrif á afkomuna.
VIÐ BÓNUM 0G RÆSTUM!
Daglegar ræstingar og
reglubundið viðhald á bóni
í fyrirtækjum og stofnunum
Hringdu núna eða sendu tölvupóst
Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is
—CTengill eh|3—
Bílaviðgerðir
hjólbarðaviðqerðir