Feykir


Feykir - 16.05.2007, Síða 9

Feykir - 16.05.2007, Síða 9
19/2007 Feykir 9 Sóknarnefnd Ketukirkju Ráðist í enduh bætur á gömlu kiikjunni í Ketu Ketukirkja á Skaga var vígó árió 1896, en kirkjan sem tilheyrir Sauðárkróksprestakalli, var farin að láta verulega á sjá. Feykir, sem ætlar að fylgjast með uppbyggingu kirkjunnar, hitti þau tvö úr sóknarnefndinni Valgeir Karlsson, Víkum, og Merete Rabolle og fékk að vita allt um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ketukirkja á sér mjög langa sögu en önnur klukkan í kirkjunni er merkt ártalinu 1733. Ketukirkju var fyrst getið í heimildum árið 1318 en þegar núverandi kirkja var tekin í notkun voru nokkur ár frá því að eldri kirkja var dærnd ónothæf (1889) eftir að hafa nánast fokið. Var hún rifm og eitthvað af timbri úr henni notað í þá nýju. Predikun- arstólinn í kirkjunni kemur úr þeirri kirkju en við viturn ekki nánari sögu hans, segir Valgeir en það var einmitt afi hans, Árni Antonías Guðmundsson, sem reisti kirkjuna að Ketu. -Þetta var 1. húsið sem hann byggði eftir að hann kom heim úr trésmíðanámi í Reykjavik. Hann reyndar sótti aldrei meistarabréfið sitt því hann fór skyndilega norður þar sent faðir hans lá bana- leguna, bætir Valgeir við. Kirkjan er sóknarbörnunum kær Víknaættin er ein elsta ættin á Skaga en hún hefur búið á Víkum í yfir 400 ár. Eins og fram hefur kontið þá reisti afi Valgeirs kirkjuna en faðir hans, Karl Árnason, kom síðar að því að skipta um glugga í kirkjunni á sjötta áratugnum. Á sarna tíma var kirkjan lagfærð og máluð. í kringum 1980 var hún síðan orðin fúin og ljót og var þá hafist handa við að klæða kirkjuna en það var aldrei klárað að ganga frá því. Sökurn þess hve gömul kirkjan er skapaðist pressa frá Húsfriðunarnefnd um að eitthvað yrði gert í því að gera húsið upp og þar sem litla kirkjan í Ketu er sóknabörnum sínum kær og þá ekki síður þeint sem brottfluttir eru var ráðist í það ntikla verkefni að endurbyggja kirkjuna í sinni upprunalegu nrynd. -Vegna þess hve allt efni varafskornum skammtiþegar verið var að byggja kirkjuna á sínum tíma er lag hennar um margt óvenjulegt. Hún er mjög há miðað við breidd og nteð þetta sérstæða klukkna- port sem við erurn nú að endurreisa. Við höfum fengið til liðs við okkur kirkjusmið frá Bolungarvík, Guðmund Óla Kristinsson, og ég fylltist aukinni bjartsýni nú þegar hann hefur komið einu sinni og hefur lokið við að klæða framgafl kirkjunnar. Áður vorurn við húin að skipta um járn á þaki kirkjunnar auk þess sent við erum í viðræðum við kirkjumálara um að taka að sér að ntála kirkjuna að innan, segir Merete. -Sóknin er ekki stór við erum 19 í sókninni þar af 12 gjaldendur og því eigum við ekki mikla peninga en hér hjálpast þó allir að. Jarðeig- endur hafa gefið rekavið í klæðinguna auk þess að gefa vinnuna við að saga hann til. Þá hafa einstaklingar verið lagt endurbótunum lið með rausnarlegum peningafram- lögum. Verið er að vefa altarisklæði úti í Danmörku en það verður gjöf frá Bent Scheving Thorsteinsson, sem ættaður er frá Hrauni. Eeykir mun halda áfram að fylgjast með endurbótunum og lofa þau Merete og Valgeir að senda nýjar myndir þegar eitthvað gerist. Þeim sent vilja leggja þeim lið við endurbyggingu kirkjunnar er bent á söfnunarsjóð sóknarinnar. 310 - 13- 12383 kennitala: 690169-2749. * Merete og Valgeirvið altarið i Ketukirkju. Altaristaflan er eftir Jóhann Briemog vargefin kirkjunni árið IS64. Predikunarstólinn kemur úr enn eldri kirkju sem áður stóð i Ketukirkjugarði. Önnur kirkjuklukkan erfrá árinu 1733, ekki er ártal á hinni. Búið er að klæða framgafl kirkjunnar en eins og sjá má er klukknaport hennar afar fallegt. smáauglýsingar. Móðuhreinsun milli glerja Tveir páfagaukar til sölu. Annar um Ódýr, einföld og varanleg lausn. Verd á ferðinni frá 25-28 maí. Upplýsingar veitir Magnús Már i síma 899-4665. Ódýr 6 m plastbátur Tilsölu 6 m trefjaplastbátur. Verð ca. 50 þús. Upplýsingar á karig4@simnet.is Get sent áhugasömum mynd. Kári Gunnarsson Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.