Feykir


Feykir - 02.08.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 02.08.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 29/2007 Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir kveður Skagafjörð með söknuði Gleði og sorgir sóknarprests Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir hefur verið sóknarprestur við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1998 en séra Guðbjörg var vígð til embættis við sóknina. Nú níu árum síðan yfirgefur hún söfnuðinn reynslunni ríkari og sem virtur og vinsæll prestur. Feykir átti stefnumót við Guðbjörgu daginn áður en hún hvarf á braut. Fyrir níu árum voru ungar margra barna mæður sjaldséðar í prestastétt og þrátt fyrir að í Skagafirði hafi þá um árabil þjónað kona þótti ráðning Guðbjargar marka ákveðin tímamót og var ekki laust við að sum sóknarbðrnin væru kvíðin því að fá til sín skvísuna sem ráðin hafði verið sem sóknarpresturinn þeirra. Ekki síst í ljósi þess að stúlkan sú hafði ekki áður starfað sem prestur. Sjálf hélt Guðbjörg að hún, fjögurra barna móðirin, væri nú til í allt. -Þegar við komum var Þverárfjallið ekki komið og þegar við keyrðum niður Vatnsskarðið var ekki mjög langt ffá því að finna mætti testósterónið í loftinu. Ég held að það hafi ekkert endilega verið bara karlmennirnir sem viðhéldu andrúmsloftinu, og það er eitthvað sem \'ið þurfúm að minna okkur á. Það var nefnilega ekkert erfiðara fjTÍr kallana að fá mig en konurnar, það var erfitt fyrir söfiiuðinn. Hér hafði áður þjónað virðulegur karlmaður og þrátt fyrir að mér fyndist ég vera reynslumikil og allt það þurfti ég að ávinna þeirra traust. í þeirra augum var ég bara stelpa, rifjar Guðbjörg hlæjandi upp. -Það tók fljótt af, bætir hún við. Guðbjörgsegist fljótt hafa komist að því hversu mikil forréttindi það eru að vera kona í svona starfi. -Það er alveg sama hvort það eru stórir kallar eða litlar konur það er mjög létt fyrir fólk að taka á móti hlýju og umhyggju frá konu. Það er fólki eðlislægt og það stendur ekki mörgum ógn af lítilli konu. Það var því auðvelt að þiggja frá mér. Ég held að þetta sé eitthvað sem skipti máli. I’á græddi ég á því að forveri minn í starfi, sr. Hjálmar, hafði markað ákveðinn móral í sínu embætti. Fólk átti auðvelt með að leita til hans og hann hafði búið til það andrúmsloft að prestur væri einhver sem væri mjög nálægur og væri létt að leita til. Það var eitthvað sem ég fékk að ganga inn í og var mjög gott. / gleði ogsorg Starf prestsins er í eðli sínu á þann veg að sóknarpresturinn fær að taka þátt í lífi sóknarbarna sinna á þeirra mestu gleði- stundum jafiit og þeirra mestu sorgarstundum. Sjálf segir Guðbjörg að það sé aldrei að fúllu hægt að skilja á milli starfsins og einkalífsins. -Það er bara svoleiðis. Ætli maður að Séra Guðbjörg í Sauðárkrókskirkju. sýna raunverulega hluttekningu og samúð þá gengur hún inn að hjartarótum. Þá er það eitthvað sem maðurskilurekkieftirþegar maður lokar hurð á kirkju eða skrifstofú. Ég hef með þjálfún lært að finna til með öðru fólki án þess að það yfirtaki mann. Auðvitað koma þá líka þær stundir þar sem prestur þarf að stoppa við oghlaða rafhlöðurnar, allt í einu eru þær tómar. Ég hef upplifað þannig tímabil og verið þá bara heima og grátið, það er hluti af þessu. Ég hef því alltaf passað upp á að vera í handleiðslu hjá faghandleiðara og ég held að það skipti öllu máli upp á að maður bæði ráði við þetta mikla álag og svo til að fólk fái betri þjónustu, því ef fágaðilinn gætir jafúan að endurmenntun á sínu sviði verður þjónustan betri, segir Guðbjörg. í litlum samfélögum þar sem fólk þekkist bæði í vinnu, einkalífi og í gegnum börnin sín er alltaf sú hætta fyrir hendi að sérffæðistéttir og fagmennska fari að þynnast úr og segir Guðbjörg að þá þurfi að minna sjálfan sig á hvert hlutverkið sé í hverjum og einum aðstæðum og hvernig maður ætli að vinna úr því. -Ég held að grundvöll- urinn að því að maður geti orðið að gagni sé sá að vera alltaf maður sjálfúr. Ef ég hefði tekið mig til þegar ég vígðist í embætti og breytt þ\'í hver ég er, talað og klætt mig öðruvísi, hefði ég líka orðið allt önnur manneskja. Þá hefði ég farið að leika hlutverk. Um leið og prestur er tárinn að nota annan málróm eða skipta um hrynjanda þegar hann er á predikunarstól þá er hann að leika hlutverk. Hins vegar er misjafnt hvað maður leyfir sér á hverjum stað. Ég myndi aldrei leyfa mér að fara með nagla- lakkaðar tásur í sorgarhús eða þjóna til altaris með rautt naglalakk. Þá verður það naglalakkið sem fær alla athygli og í þessu starfi má maður ekki beina of mikilli athygli að sjálfúm sér. Sjálf er ég svo heppin að vera alin upp í litlu plássi, á Homafirði, og tel mig með því hafa téngið innbyggðan kompás fyrir því hvemig það er að búa á litlum stað þar sem allir lifa í nánum samskiptum, segir Guðbjörg sem nú )'firgeftir hinn litla stað til þess að setjast að í borginni. Hvað skyldi vera framundan? - X'eistu ég veit það ekki, svarar hún ogbrosirsínu ómótstæðilega brosi. -Ég er ekki enn búin að fá vinnu og er í raun ekki búin að gera það upp við mig hvert leiðin liggur. Ég veit að ég er að fara að flytja á Víðimel 35 og ég veit að það verða örugglega kassar upp í rjáfúr en það er líka það eina sem ég veit, bætir hún við. Ekki aftur / einmen- nings prestakall Aðspurð svarar Guðbjörg því til að hana langi að vera áffam í prestskap sem þjónandi prestur við kirkju en hún sé alveg undir það búin að þurfa að sækja um í einhver skipti án þess að fá starfið. -Það eina sem er alveg klárt er það að ég fer aldrei aftur í einmennings prestakall. Vegna þess að það er það sem hefur reynst mér erfiðast og ég hef þráð sterkt meiri samvinnu og það að deila ffekar saman þjónustunni. Ég fór í samvinnu við sóknarnefiid í stefiiumót- unanfnnu árið 1999 og aftur árið 2003 og eftir þessari vinnu hef ég verið að vinna og tel mig búna að ná mörgum af þeim markmiðum sem við settum okkur í þessari áætlun sem miðuð var við einn prest. Hana er ekki hægt að útvíkka meira þrátt fyrir endalaus tækifæri nema fá hingað annan prest og ég er sannfærð um það að hér yrðu næg verkefni fyrir tvo presta. Eini tími ársins þar sem ég vinn 40 stunda vinnuviku er bara yfir hásumarið. Annars er vinnutíminn miklu meiri og það er allt í þessu fina en það er bara þannig að það er takmarkað sem ein manneskja kemst yfir. Fjárhagur safiiaðarins er þannig að hann gerir ekki ráð fyrir meiru en að reka einn prest, eignir kirkjunnar og nauðsyilegt aðstoðarfólk. Ég lít því svo á að hlutverki mínu hér sé lokið upp að ákveðnu nrarki og ég er hætt að vonast eftir þ\i að vinna í lottói og fá hingað annan prest. Skagafjörður sem kirkjulegur vettvangur bíður upp á mikla möguleika raunar óendanlega mikla möguleika. Ótrúlega rnargar fjölskyldur og ein- staklingar leita til kirkjunnar þegar eitthvað bjátar á og er það alls ekki bundið sóknarmörkum. Tengsl kirkjunnar við fólkið hér eru sterk þó að messusóknin sýni það ekki, en annað starf kirkjunnar sýmir það. Sálgæsla, heimsóknarvinir, barnastarf og húsvitjanir. Þetta væri hægt að nýta enn betur en nú með samstilltu átaki og skipulagi sem gæti verið í\TÍrm\’nd á landsvísu. Mín skoðun er að umbylta þurfi öllu kirkjulegu starfi í firðinum og hrinda í ffamkvæmd þeim markmiðum sem að sett voru í stefúumótunarvinnu Þjóðkirkj- unnar. Fjörðurinn er eitt sveitar- félag plús ffíríkið og því þarf bara ffamkvæmdargleði til að sjá t.d.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.