Feykir


Feykir - 02.08.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 02.08.2007, Blaðsíða 5
29/2007 Feykír 5 bamastarf í fjórum flokkum, heimsóknarvini eða annað verða að veruleika um allan fjörð. Ef litið er á svæðið sem eina heild þá væri margt hægt. Á hér orðið rætur Þegar Guðbjörg er spurð að því hvað henni finnist erfiðast við að vera prestur, segir hún að það sé ekki eitthvað eitt. Ég hef aldrei upplifað að ég standi ein á tröppum sorgarhúss, Guð er ávallt með. Ef ég er að keyra á stað til að fara inn í erfiðar að- stæður er það bæn og einbeiting sem hjálpar mér. Ég reyni að vera með að hreinu hvert er mitt hlutverk, þ\í miður get ég aldrei tekið burt sársauka en ég get verið far\'egur fyrir umhyggju og kærleika Guðs. Auðvitað er það svo að sporin eru aldrei létt inn í erfiðar aðstæður þar sem mikil sorg ríkir eða þar sem samskipti fj()lskyldu eru brotin. Ég treysti þ\'í að Guð beri það allt með fólkinu en ég get verið til aðstoðar án þess þó að bera ábyrgð á öðmm. Guðbjörg á orðið rætur hér og kveður því með söknuði. Rætur okkar beggja hjónanna lágu hingað í gegnum ættartengsl og síðan við komum hafa tengslin st\Tkst þannig að þau rofiia ekki. Við eigum orðið mikið af vinum hér og viljum þ\’í rækta tengslin. Við eigum litla jörð ffam í firði sem heitir Lynghólmi og er í Akrahreppi í hjarta fjarðarins. Ætlum við okkur að byggja þar hús til þess að geta komið oft í fjörðinn. Núna er komin nýr prestur og söfnuðurinn hefúr valið sér framúrskarandi fina mannesku sem minn eftirmann. Ég treysti henni afar vel til að sinna embættinu. Þess vegna mun ég ekki koma til með að taka að mér jarðafarir í söfnuðinum, ég tek þetta fram þvi ég hef verið að fá ótal beðnir um jarðafarir ffá bráðlifandi fólki undanfamar vikur, segir Guðbjörg og hlær. Kannski fæégað hlaupa í skarðið fjTÍr Séra Sigríði einhverntímann en það leiðir tíminn í ljós. Það er afiur komin stelpa í sóknina og það lýst mér vel á. Það sem þó gleður mig mest og finnst að starf mitt hafi einhverju skilað er ekld bara að finna allan hlýhuginn og þakklætið sem fý'lgir mér yfir heiðar heldur ekki síður að finna hversu vel er tekið á móti þessum nýja presti. Sem raunar er tveggja barna móðir vel gefin og hæf manneskja. Það er greinilega ekkert mál lengur að presturinn sé stelpa, segir Guðbjörg að lokum. Sauðá - Sauðártjörn____________ „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja” Svædi nýrrar Sauðártjarnar? Horft íhánorður 24. maiárið 2004. Gamla Skagíirðinga- brautin í forgrunni frá hægri upp fyrir miðja mynd og kemur á nýju "Brautina" þar sem austurendi gamla Sauðárafleggjarans var. i bakgrunni, Mjólkursamlagið, Skagfirðing- abúð, Ábær, Sauðármýri 3, oft kallað "Hvitahúsið " með vinnupöllunum og lengst til hægri Viðimýrarhúsin. Mynd: Hing. Tíminn er hraðfleygur fugl. Fyrir nærri 30 árum kom sá sem þessar línur skrifar að hugmyndavinnu um þróun íbúðabyggðar hér á Sauðárkróki. Margt kom til álita og að mörgu að hyggja. Verkfræói þátturinn var unninn mikið í Reykjavík, en Árni Ragnarsson, arkitekt, kom nýr til starfa á þessum tíma og vann tillögur að nýju Túnahverfi sem er mikið til byggt í dag. Grunnur að fyrsta húsinu í Túnahverfi var tekinn 1980 í Dalatúni. Stórhugur ríkti á þessum árum og m.a. var samþykkt að staðsetja og láta teikna nýtt félagsheimili, nýja Bifröst, norðan í Áshildarholtshæð. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn Sauðárkróks með sjö atkvæðum af níu. Fenginn var Stefán Haraldsson, arkitekt, Björnssonar frá Veðramóti, til að teikna húsið. Stefán hafði m.a. teiknað byggingar í Stykkishólmi sem þóttu athyglisverðar. Það var eðlilegt að skiptar skoðanir væru um nýja Bifröst. Túnahverfið óbyggt og ekki fyrirséð hve “Hverfið” myndi byggjast hratt. Mikil pólitísk átök urðu um Bifrastarmálið sem rufu samstöðuna m.a. við Skarðshreppinga, sem í kjölfarið byggðu Ljósheima. Sauðáin, náttúruperlan og augnayndi margra, var alltaf með í þessu spili um skipulagið. Þegaráin ranneftirendilöngum Króknum og til sjávar um Djúpós norðan Gæruhússins, sem nú er smurstöð K.S. Sauðáin seiddi til sín öll börn til leikja og gleði, jafnt sumar sem vetur. Flæðarnar frá núverandi sundlaug að Búnaðarbankanum/Kaup- þingi voru miðjupunkturinn. Mörgum er mikil eftirsjá af Sauðánni út gamla Króknum og þar með Flæðunum. Á vetrum gat orðið mikið flóð í Sauðánni og réðst þá ekki neitt við neitt. M.a. flæddi margsinnis inn í Bifröst og Græni salurinn varð hálf fullur af vatni, þar sem mannfólkið dundaði sér við það sama á góðum stundum. Það voru því ntörg rök fýrir því að breyta árfarvegi Sauðár á sínunt tíma og veita henni í suðaustur með Sauðárhæð síðan austur í Sauðármýrar og til Tjarnartjarnar. Sá sem þessar línur skrifar hafði uppi hugmyndir um nýjar „Flæðar” austan og sunnan gamla Sauðárafleggjarans þar sem landið er rétt um 1 metra yfir sjó, kjörið til myndunar nýrrar Sauðártjarnar. Þetta varð mértilefni til athugasemda við auglýst skipulag á Ártorgssvæðinu, það sem Sauðáin er hugsuð í stokkaustur með Tjarnarbrautinni sem kemur sunnan Sauðármýrar 3, 5 og 7. Eftirfarandi kemur frant í bréfi mínu til skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar: Hugmyndir og hugleið- ing um breytingar á deiliskipulaginu: Þegar unnið var að skipulagi nýrrar íbúðarbyggðar á árunum um og eftir 1978 varð niðurstaðan sú að núverandi Túnahverfi félli best að þróun framtíðarbyggðar m.a. með tengingu við Hlíðarhverfi og ný miðja skapaðist á Ártorgsreitnum. (Skagfirðingabúð tók til starfa 1983). Fráveitu og lagnamál áttu stóran þátt í því að T ú n a h ve r li ð va r va 1 i ð t i 1 by ggða r en ekki svæðið á Móunum vestan Nafabrúnar. Erfiðar vegtengingar við Móasvæðið áttu einnig sinn þátt enda mjög kostnaðarsamar. Nýlega Skagfirðingabrautar frá gamla Sauðárafleggjaranum til suðurs og síðan í suðaustur í fallegum sveig við Sauðárkróksbraut fylgdi í meginatriðum 5 m hæðarlínunni yfir sjó enda talið \riðráðanlegt kostnaðar vegna að afvatna svæðið m.a. nreð tilliti til yfirborðsvatns og skólps. (Sauðárafleggjarinn gamli liggur lítillega til suðvesturs norðan Ártúns 19, Dalatúns 14 og 19, Fellstúns 19 og 20 um Forsæti að gamla bæjarstæði Sauðár). Svæðið sunnan væntan- legrar Tjarnarbrautar og austan Skagfirðingabrautar liggur mjög lágt yfir sjó og verður tæpast afvatnað nema nreð dælingu á skólpi og yfirborðs\'atni nema konti til gífurlegrar fyllingar undir hugsanlega byggð. Gólfkvóti Sauðármýrar 3 mun vera um 5,20 m sem m.a. hafði áhrif á hugsanlegar bílageymslur undir húsinu enda voru þær hugmyndir settar til hliðar. Hækkandi sjávarstaða á nýbyrjaðri öld gefur tilefni til varfærni. Hugmyndir voru til skoðunar á sínum tíma að Sauðáin austan Sauðárafleggj- arans gamla fengi að mynda nýjar “Flæðar” með hólmum og nýrri Sauðártjörn suður c.a. 180 m með “görnlu” Skagfirðingabrautinni austan hennar. Afrennslið færi svo til austurs með nýrriTjarnarbraut. Stærð nýrrar Sauðártjarnar færi eftir því sem landið gefur tilefni til og útfærslu sem nýtt skipulag leiddi af sér. Ekki þarf að fjölyrða um fegurðaraukann sem “nýjar” Flæðar og Sauðártjörn munu hafa með litlum fitllegum hólmum með fuglalífi og skautasvelli á vetrum. Aðkoman að bænum úr suðri mun gjörbreytast og verða Ártorgssvæðinu til mikils ávinnings. Fjölbýlieldriborgara við Sauðármýri 3, 5 og 7 mun njóta góðs af nýrri Sauðártjörn og því lífi er henni fylgir. Hugmyndir sem ég heyrði nýlega um stóran leikskóla mitt á því svæði sem hugsanleg Sauðártjörn getur verið þ)'kja mér í rneira lagi all sérstæðar. Þegar Furukot var byggt \'ar til þess hugsað að luisið yrði stækkað um a.m.k. helming. Ekki kærni mér á óvart þó slík stækkun dygði urn nokkra framtíð og væri sveitarfélaginu ekki oh'iða fjárhagslega. Að byggja nýjan stóran leikskóla og afleggja Furukot og Krílakot er hagfræði sem ég fæ ekki skilið. Hörður Ingimarssort f.v. bœjarfulltrúi á Sauðárkróki. Andlát Kari Steinsson latinn Kári Steinsson fæddist að Neðra Ási í Hjaltadal, 2. apríl 1921. Hann lést á heimili sínu Hólavegi 23, Sauðárkróki 24. júlí 2007. Útför Kára verður gerð frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 4. ágúst kl. 14:00. Eftirlifandi eiginkona Kára HannkepptioftáLandsmótum er Dagniar Valgerður Kristjáns- dóttir, frá Róðhóli í Sléttuhlíð, húsfrú á Sauðárkróki, f. 15.2. 1931. Þau gengu í hjónaband 30.12.1951 ogeignuðustfimm börn. Kári útskrifaðist sem íþróttakennari árið 1942 og sinnti Kári sundkennslu í Skagafirði og víðar um árabil. Kári var mikill íþróttamaður og mikil fyrirmynd barna sinna og annarra í þeint efnum. UMFl, fyrstárið 1941 ogsíðast árið 2004 þegar hann keppti í boccia með liði eldri borgara á Sauðárkróki sem hann þjálfaði. Kári var afreksmaður í sundi, fyrsti Sundkappi Skagafjarðar og hlaut Grettisbikarinn fjórum sinnum. Árið 1944 sá Kári urn að undirbúa Héraðsmót í íþróttum í Skagafirði og þjálfaði upp 50 manna fimleikaflokk. Kári gekk í Kirkjukór Sauð- árkrókskirkju 1953 og söng með kórnum allt til dauða- dags. Hann var virkur í félagsstarfi kórsins; formaður í 10 ár og fylgdist vel nreð málefnum hans, einnig þau ár sem hann var ekki í stjórn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.