Feykir


Feykir - 02.08.2007, Blaðsíða 3

Feykir - 02.08.2007, Blaðsíða 3
29/2007 Feykir 3 Snorri meö barnabarn sitt fyrir utan lllugastaði. Framundan er enn eina ferðina að týna upp gler og laga skemmdir. Illugastaðir á Þverárfjalli Ófögur sjón Eigendum lllugastaða við Þverárfjallsveg hefur mætt ófögur sjón með reglubundnum hætti síðustu þrjú sumur. Að sögn Snorra Björns Sigurðssonar, eins eigenda, er engu líkara en að innan dyra hafi menn hreinlega gengið berserksgang. Húsið sem er frá árunum á milli 1920 - 30 er, þrátt íyrir að líta ekki vel út að utan, í mjög góðu ásigkomulagi. Hafa eigendur ítrekað sett nýtt gler í húsið og hafðist handa við að koma sér þar upp athvarfi en þeim draumum er rústað jafnóðum. -Við höfðum verið að taka þetta í gegn svona í róleg- heitunum en í hitti tyrra var komið hér inn og öll gler í glugg- um hússins mölvuð. Við héldum að þarna væri um tilfallandi atburð að ræða og glerjuðum að nýjum leik. hað gler fékk að vera í friði í tvær vikur og þá settum við hlera fyTÍr hluta glugganna. I fyrra var líka farið hér inn og núna í sumar er engu líkara en einhver hafi tiyllst hér innan dyra. Handriði og annað lauslegt var notað til þess að brjóta gler en áður höfðu þeir notað borð og stóla sem við áttum hér inni. Þetta er ömurleg aðkoma og lögreglan virðist ekkert geta gert í málinu. Fari þessu ekki að linna sjáum við okkur ekki annað fært en að jafna húsið við jörðu, segir Snorri. Stundum hafa tæki til fíkniefnaneyslu verið skilin eftir á staðnum og ljóst að einliverjir hafa gert sér húsið að griðastað í óþökk eiganda og húsaleiguna greiða hús- brjótarnir með eyðileggingu. Eins og sjá má hefur öllu verið rústað og þarna hafði handriði verið notað til þess að brjóta rúðuna. Sveitasæla 2007 Góðaðsókn meðal sýnenda Það stefnir í að landbúnaðarsýningin Sveitasæla 2007 sem haldin veróur í Reiðhöllinni á Svaðastöðum 17. -19. agust verði su stærsta hi Einar Kristinn Guðfinns- son landbúnaðarráðherra mun setja sýninguna með ávarpi í setningarathöfn kl. 18:00 föstudaginn 17. ágúst. Opnun-artímar hafa verið ákveðnir 16-19 á föstudegi, 10-19 á laugardegi og 11-17 á sunnudegi. Aðsókn fyrirtækja til. er góð og verða þau íleiri en í fyrra. Fyrir utan þétta dagskrá inni í höll verður ýmislegt að gerast annarsstaðar, t.d. verður opið hús í hátæknifjósinu í Birkihlíð, hjá þeim Þresti og Ragnheiði Láru, og Mjólkur- samlag KS verður með kynningu á laugardeginum. Gott sumar á Hveravöllum__________ Útivistarperla á hálendinu Sigurður Skagfjörö, landvörður á Hveravöllum, segir að það sem af er sumri hafi straumur feröamanna um svæðió verið jafn og þéttur. Um 90% þeirra ferðamanna sem sækja Hveravelli heim eru útlendingar. Þegar blaðamann Feykis bar Sigurðar dvelja feðgarnir Ólafur að garði höfðu þegarkomið 10 og Jón Arnar Ólafsson á rútur þann daginn og var Hveravöllum en þeir feðgar sjá jafnvel von á fleirum. Auk um að reka burt fé og hefur Jón Arnar, sem er fimm ára, það hlutverk að týna rusl á svæðinu. -Það er eins og fólk hugsi bara allt í einu með sér að það nenni ekki lengur að halda á því sem það er með í höndunum og hendir því þá bara frá sér. Þá kem ég strax og safna því saman og hendi því í ruslið, segir Jón Arnar og lýsir háttarlagi ferðamannanna með tilþrifum og fyrirlitningu. Jón Arnar Ólafsson er upprennandi landvörður en hann fer um svæðið og týnir rusl afmiklum móð. Sigurður Skagfjörð, landvörður á Hveravöllum. Landslagsráðgjöf á Noröurlandi Við bjóðum þér ókeypis ráðgjöf landslagsarkitekts, sem útfærir hugmyndir þínar. PantaSu tíma í síma 585 5000 GÆÐAKERFI www.bmvalla.is V/Súluveg 600 Akureyri Sími: 585 5000 www.bmvalla.is .. — .«.. wm«* \ I ■l \ r jj HCITV t-T- . i , 1”' V , ||*. . , [ %, -ý r i 1 1 ' ' 1 v v - vju, *" - S u

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.