Feykir


Feykir - 02.08.2007, Side 2

Feykir - 02.08.2007, Side 2
2 Feykir 29/2007 Vill útiloka setu forseta bæjarstjórna Íbúahátíð í Húnavatnshreppi Svínavatnsleið Útilokar Valgarð Á fundi bæjarráðs Blönduóssbæjar þann 25. júlí sl. lagði fulltrúi Á-lista fram bókun þar sem hann taldi útilokað að forseti bæjarstjórnar Blönduóssbæjar, Valgarður Hilmarsson, geti gengt starf framkvæmdastjóra Héraðsnefndar A-Hún. Sagði fulltrúinn í bókun sinni að ef mark nrætti taka á málflutningi þeim sem verið hefði að undanförnu hjá þeim sem mynda meirihluta bæjarstjórnar Blönduóss varðandi framtíðar fyrirkomulag samstarfs sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu, gæti þetta ekki gengið upp. Undir bókunina skrifaði Valdimar Guðmannsson. Eftir umræður um stöðu og framtíð Héraðsnefndar A-Hún er ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar bæjarstjórnar. Leiðari Geymum ekki hrósið oflengi ÉÞað er stundum eins og við íslendingar séum feimin við að sh-ifa eða tala vel umfólk nema aðþví gengnu. Þar á hugtakið enginn veit hvað átt hefurfyrr en misst hefur vel við. Þessa vikuna kveður Sauðárkróksbúa séra Guðbjörg Jóhannesdóttir sem þjónað hefur við söfimðinn í níu ár. Sjálfkynntist ég Guðbjörgu sumarið 2005 er hún gaf okkur hjónin saman. Daginn fyrir athöfn hittumst við í stofu tengdaforeldra minna og hún átti við okkur gott samtal um ástina, lífið og tilveruna. Þar sem við búum í saman hristrifjölskyldu ræddum viðþau mál og aldrei þessu vant mættum viðfullkomnum skilningi og innsýn í okkar aðstæður. Orð hennar til okkar daginn ejtir hittu í mark og sitja eftir í minningunni. Aftur átti ég við hana samskiptí í vetur þegar ættmóðir okkar hér á Krók kvaddi þennan heim. Guðbjörg tókþeirri ákvörðun okkar um að hafa börnin með íferlinu mjög vel og fræddiþau um lífið og dauðann á þann hátt aðþau munu aldrei gleyma. Milli hennarog þeirra varþetta alltsvo einfalt. Guðbjörg er móðir, kona, skvísa, prestur og einstakur persónuleiki og allt blandastþetta svofullkomlega í einni og sömu manneskjunni. Mig langar að óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Eins er gaman að nýr sóknarprestur Sauðárkróksbúa ergæddur sömu eiginleikum. Það kemurþví maður í manns stað en Guðbjargar eigum við eftir að sakna engu að síður. Boðskapur vikunnar er einfaldur. Geymum ekki til morguns að látafólkið í okkar nánasta umhverfi vita hvers virðiþað er okkur. Segjum það í dag á meðan allir eru hér tíl þess að meðtaka. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgelandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Bladstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftan/erð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prcotun: Nýprent ehf. Ábæjarmessa á sunnudaginn kemur Hin árlega messa í Ábæjarkirkju í Austurdal verður n.k. sunnudag 5. ágúst og hefst kl. 14:30. Sóknarpresturinn sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson á Mælifelli, þjónar fyrir altari og prédikar. Jón St. Gíslason og Kristín Halla Bergsdóttir spila saman á harmonikku og fiðlu, og organisti verður Anna K. Jónsdóttir. Tæknimaður verður Hróbjartur Jónasson. Þau Jón og Kristín spila einnig fyrir almennum söng í kirkjukaífmu heima á Merkigili, sem verður í boði systkina Helga heitins Jónssonar, síðasta ábúandans í dalnum, eins og verið hefur s.l. tíu ár. Fjölmenni hefúr jafhan verið við Ábæjarmessu síðasti árin og kemur fólk víða að af landinu, en sú siðvenja hefur viðhaldist að messa þar einu sinni á sumrin í meira en sextíu ár, nú tvo síðustu áratugi alltaf um verslunarmannahelgi. Rétt er að benda fólld á að ætla sér nægan tíma, því vegur er seinfarinn í dalnum. Þeir sem vilja, geta farið yfir á ldáfhum við Skatastaði og gengið fram að kirkju, en kláfurinn var endurbættur í sumar. Leikskólabygging á Blönduósi Tæpar 5 milljónir I aukaverk Á fundi bæjarráðs Blönduóss þann 25. júlí sl. var lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra ásamt fylgigögnum vegna fyrirsjáanlegra aukaverka við viðbyggingu leikskólans Barnabæjar. Heildarupphæð vegna auka- verka, ófyrirséðra framkvæmda og verka sem ekld var gert ráð fyrir í verksamningi er kr. 4.807.832,-. Eftir nriklar umræður samþykkir bæjarráð samhljóða fjárveitingu til umræddra verkefira. Sauðá, afurðahæsta fjárbú landsins Gjöfult fjárbú Búið á Sauðá á Vatnsnesi er afurðahæsta fjárbú landsins árið 2006 samkvæmt yfirliti bændasamtaka íslands um þau bú sem hafa 100 ær eða fleiri á fóðrum. Á Sauðá voru 356 ær sem skiluð 38.2 kílóum af kjöti liver. Lömb til nytja voru 195 eftir lrverjar 100 ær. Þetta er að sjálfsögðu frábær árangur lrjá bændunum á Sauðá Aðalheiði Jónsdóttur og Ellert Gunnlaugssyni. Þess má geta að veturgömlu ærnar skiluðu einnig mjög góðum afurðum eða 25. 6 kílóum hver. Næsta bú hvað afúrðir snertir var búið við hliðina, Sauðadalsá, þar skiluðu 389 ær að jafiiaði 38 kílóum af kjöti. Þar búa Heimir Ágústsson og Þóra Þormóðsdóttir. Þegar Ellert var spurður um þessar góðu afúrðir sagði hann að þar spiluðu nokkur atriði saman. I fyrsta lagi hefði verið mildl frjósemi, vanhöld á lömbum hefðu verið tiltölulega lítil og svo hefði vænleiki dilka verið með liesta móti. Þar kæmi til að mikill snjór var í fjöllum vorið 2006 og því var að gróa í fjallinu fram undir haust þannig að fé hafði nýgræðing nánast allt sumarið. Svo var haustið mjög gott þannig að öll þessi atriði hefðu komið saman og fært þeim mestu afúrðir af búinu til þessa. Það skal þó tekið ffarn að Sauðárbúið hefúr um árabil staðið mjög ffamarlega hvað afúrðir fjárins varðar og var í sjötta sæti árið áður með 35.5 kíló eftir hverja á. Ellert sagði að þau hjón væru ekki ein með búskapinn því börnin þeirra þrjú væru öll mjög duglega að hjálpa til t.d. um sauðburðinn og einnig aðstoðaði bróðir Ellerts þau á mestu álagstímunum. Þess má að lokum geta að Bjarni Jónsson á Hóli í Sæmundarhlíð var sjötti í röðinni yfir afúrðahæstu búin 2006 með 35.2 Jdló eftir ána. ÖÞ: Óskynsam- legtað halda áfram Skipulagsstofnun hefur sent Náttúrustofu Vestflarða bréf þar sem ræddar eru tillögur aó matsáætlun fyrir veg við Svínavatni í Húnavatnshreppi og Blönduóssbæ. Bréf þetta var lagt fram til kynningar á fundi bæjarráðs Blönduóssbæjar en þar kemur fram að Skipulagsstotnun dregur í efa að skynsamlegt sé að halda áfram undirbúningi framkvæmdarinnar í ljósi afstöðu sveitarfélaganna á svæðinu. Ingibjörg Sólrún ræðu- maður Hólahátíðar Glæsileg Hólahátíð framundan Hólahátíð verður haldin 10. -12. ágúst næstkomandi. Hátíðin hefst á föstudagskvöldinu meö málstofu um prentun sem haldin verður í Auðunarstofu. Yfir helgina rekur síðan hver atburðurinn annan og er dagskráin öll hin glæsilegasta. Herra Ólafur Skúlason mun predika í Hátíðarmessu á sunnudeg- inum og að loknu liátíðar- kaffi verður hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju þar sem ræðunraður verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttur, utan- ríkisráðherra Íbúahátíð í Húnavatnshreppi íbúafjör íbúar í Húnavatnshreppi ætla að slá til íbúahátíðar í Dalsmynni þann 11. ágúst. Hátíðin mun hefjast kl. 19.00 um kvöldið og mun Húnavatnshreppur efna til borðhalds um hálf níu um lcvöldið og verður maturinn í boði sveitafélagsins.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.