Feykir


Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 33/2007 Þingmenn kjördæmisins svara fyrir málin Sveitarstjórnamálin Feykir hafði samband við þingmenn allra framboða í kjördæminu og lagði fyrir þá spurninguna: Hver er að þínu mati skýringin á 9% neikvæðum hagvexti og hvað er til ráða? Ekki bárust svör frá Sturlu Böðvarssyni en svör hinna birtust fyrir viku síðan. Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki Auka þarf fjölbreytni í atvinnulífi Ekki er auðvelt að útskýra neikvæðan hagvöxt á svæðinu í stuttu máli. Hins vegar hafa helstu atvinnugreinar Norðurlands vestra löngum verið sjávarútvegur og landbúnaður. Samdráttur í þeim báðum mörg undanfarin ár á svæðinu í heild skiptir miklu í þessu samhengi. Uppbygging í öðrum greinum hefur ekki orðið það mikil að vega á móti, hvað þá að auka við. Meðaltekjur hafa lengi verið lægri á Norðurlandi vestra en á sumum öðrum landsvæðum og það skýrir að hluta til íbúaþróun á svæðinu. Hagvöxtur hefúr verið á flestum öðrum landsvæðum og verulega mikill sums staðar. Það sýnir að Norðurland vestra hefúr ekki notið í sama mæli almenns uppgangs og vaxtar og flest önnur landsvæði undanfarin ár. Það verður að leita allra leiða til að auka fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins, auk þess að nýta vaxtarmöguleika í hefðbundnum atvinnugreinum. Líta þarf til þess að nýta sem best náttúrugæði, svo sem þá orkumöguleika sem hugsanlegir eru til að auka möguleika á uppbyggingu atvinnulífs. Þá þarfað halda áfram að byggja upp opinbera starfsemi á Norðurlandi vestra, eftir því sem mögulegt er. HefðbunSnar samgöngur og fjarskipti skipta miklu máli og leita verður leiða til að létta undir með atvinnurekstri á svæðinu, t.d. er varðar flutningskostnað o.fl. Þá bendi ég á að sveitarstjórn- armenn á Norðurlandi vestra hafa lagt ffam metnaðarfullar tillögur sem miða að því að efla svæðið almennt og ég skora á stjórnvöld að vinna í þeirra anda til heilla fyrir Norðurland vestra. smáauglýsingar... Hvolpur fæst gefíns Fimm vikna gamall tikarhvolpur læst gefins. Þetta er blendingur,foreldrar mjögljúfirog góðir. Upplýsingarísíma 467 1054. Til sölu Vettlingar í ýmsum stærðum og gerðum. Lilja, Kambastíg 2 n.h. Sími 453 5671 Laust lierbergi Laustherbergi - býí 101 Reykjavik. Sunna, simi 864 5728 Felgur til sölu Tilsölu felgurundir "Nissan Sunny" árg. '90 til 99. Á felgunum eru dekk 165/70R 13sem eru ca: 70% slitin. Selstá mjög sanngjörnu verði. Upplýsingar. Ragnar í síma 856- 4888 og Helgi i síma 856-1103. Sendið smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 ( ÁSKORENDAPENNINN ) Áskorendapenninn er nýr þáttur í Feyki. Einn lesandi Feykis fær pennann í hönd í viku hverri og skilar inn pistli um hvaó eina sem viókomandi dettur í hug. Iris Olga Lúóvíksdóttir, Flatatungu, ríóur á vaöió. Fjör í 100 ára afmæli Frá því ég var unglingur hef ég beðið eftir 39 ára afmælinu með vissri eftirvæntingu, því ég býst síður við að ná hundrað ára aldrinum aftur. Það leggst þannig til að við ÞórarinnSteingrímsson fóstri minn og vinur, búsettur á Akureyri, deilum afmælisdegi og fyrir réttri viku urðum við 100 ára til samans. Fyrirhuguð var mikil kvöldverðarveisla með fínni steik, ís og uppákomum í tilefni þessa merkisdags. Ekkert varð þó um veisluhöldin en heldur meir um vonbrigði að minni hálfu. Afmælis- dagurinn sjálfur var þétt skipulagður, vinna og heyskapur, með agnarvon um geta haft súkkulaðiköku með kaffinu. Fyrsta rúllan var varla komin í plast- umbúðir þegar hinn helmingurinn af hundrað árunum kom brunandi að norðan, niður á tún með trópí, bakaríbakkelsi og pakkfulla fötu af aðalbláberjum sem hann hafði týnt áður en hann lagði í hann. Við dynjandi verklausar vélarnar sátum við fjölskyldan og Tóti með fernur í annarri og vínarbrauð í hinni og skemmtum okkur konunglega. Veislan stóð yfir í allt að tólf mínútur áður vélarnar voru hreyfðar aftur. Skrýtið hvað ein- faldleikinn og hamingj- an haldast oft í hendur. Eg skora á Ólaf Atla Sindrason, Skörðugili, að koma með næsta pistil. Menningarráð Narðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki á sviði menningarmála vegna ársins 2007 Um verkefnastyrki á grundvelli menningarsaming ríkisins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Umsækjendum er bent á að kynna sér nánar úthlutunarreglur og sérstakar áherslur ársins 2007, menningarsamninginn og stefnumótun í menningarmálum á www.ssnu.is undir liðnum Menningarráð. Menningarráð Norðurlands vestra hefur ákveðið að árið 2007 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: - Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. - Nýsköpun á sviði lista, menningarstarfs og menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Umsókn ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu með verk- og fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun] og upplýsingar um aðstandendur og ábyrgðaraðila skal send Menningarfulltrúa Norðurlands vestra, Bjarmanesi, 545 Skagaströnd eigi síðar en 1. október 2007. Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guðmundsson menningarfulltrúi Norðurlands vestra s. 892 3080, netfang menning@ssnv.is og Guðrún Helgadóttir formaður Menningarráðs Norðurlands vestra, s. 453 6585, netfang gudr@holar.is. SAMTOK SVEITARFELAGA NORÐURLAND VESTRA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.