Feykir


Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 9
33/2007 Feykir 9 -Ég átti að fara í aðgerð strax um kvöldið en síðan var ekki hægt að skera mig íyrr en daginn eftir,- en þá var ég spengd yfir fimm hryggjarliði segir Þuríður. Þrátt fyrir að vera stórslösuð yfirgaf sam- viskusemin gagnvart vinnunni ekki Þuríði og sendi hún vinnufélögum sínum skilaboð um helstu verkefni meðan hún beið eftir að komast í aðgerð. Þau skilaboð man hún í dag ekki eftir að hafa sent. Enda segir hún sjálf að hún hafi verið rosalega dópuð og hátt uppi. Aðspurð segist Þuríður ekki vera vissum að hún myndi þora á hestbak aftur ef hún fengi máttinn á nýjan leik. -Hins vegar veit ég að þó svo að þetta hafi komið fyrir mig eru líkurnar á því að þetta komi fyrir einhvern annan hverfandi. Ég mun því ekki leggjast gegn því að mínir nánustu fari á hestbak eða neitt svoleiðis. Það eru eins rniklar líkur ef ekki meiri á því að fólk lendi í bílslysi. Þau Þuríður og Árni eiga þrjú börn, Arnar sem er 20 ára, Aron sem fermdist í vor og Heru sem er 12 ára. Dóttir þeirra hefur verið fyrir sunnan hjá fjölskyldu Þuríðar í sumar en Aron hefur verið í vinnu á Sauðárkróki í sumar og hafa bæði amma hans á Ægisstíg og afi hans á Hólavegi litið til með honum. Þuríður lá í þrjár vikur á sjúkrahúsinu við Fossvog, 15. maí var hún flutt á Grensás þar sem ströng endurhæfmg tók við. Árni hefur dvalið við hlið konu sinnar meira og minna í allt sumar en nú er hann kominn heim enda börnin komin í skóla. Lífið á Grensás Viðtalið fer fram á Grensás en þar dvelur fólk, sem lent hefur í alvarlegum slysurn, um lengri eða skemmri tíma. Það er svolítið sérstakt að koma inn á Grensás og sjá þar inni fólk á öllum aldri, misjafnlega mikið slasað. Allir þarna inni eiga þó hið sameiginlega markmið að komast aftur út í þjóðfélagið. Hver á sinn hátt. Ég spyr Þuríði út í lífið á Grensás. -Fyrst þegar ég kom hingað inn var mér kippt harkalega niður á jörðina að mér fannst. Hér inni er alltaf unnið út frá því ástandi sem maður býr við í dag. Mitt ástand í dag er lömun og öll mín endurhæfmg gengur út á það að gera mig sjálfbjarga í hjólastól. Þegar ég kom fýrst hingað inn gat ég ekki setið upprétt í hjólastól og til þess að byrja með fékk ég æfingalóð upp í rúm. Þegar líkaminn verður fýrir svona miklum áverkum fer allt kerfið úr sambandi. Blóðþrýstingurinn fer úr jafnvægi og bara það að setjast upp getur valdið yfirliði. Meltingin lamast fyrstu vikurnar og maður fær kuldaköst, þegarfrá líður jafnar þetta sig þó að mestu leiti. Hvernig með andlegu hliðina? Hvaða áhrif hefur þetta á hana? -Andlega hliðin hefur verið í lagi hjá mér. Maður er jú á spítala en ég er lifandi og með hendurnar í lagi sem er gríðarlega nrikils virði og ég reikna ennþá með því að fá fæturna með einhvern tímann. Eftir uppskurðinn sögðu læknarnir mér að mænan væri heil en mikið marin, í dag segja þeir að það sé ennþá mikil bólga við mænuna og hvað gerist þegar hún hjaðnar vitum við ekki en að sjálfsögðu vona ég það besta. Inni á Grensás er Þuríður innan um fólk sem er mun meira slasað en hún og hún segir mér að þarna sé fólk sem segi við hana að það vorkenni henni ekki neitt, hún hafi jú hendurnar. Þarna inni er líka fólk sem hún segist ekki vorkenna því það er að endurhæfa sig til þess að komast aftur upp á lappirnar. -Ég er hér innan um fólk sem á mun minni möguleika í lífinu en ég og þá sé ég hvað ég er heppin að hafa hendurnar. Síðan eru líka dæmi sem hjálpa. Ég hef hitt konu sem er með svipaða lömun og ég en hún hefur verið í hjólastól í þrjátíu ár, hún sér sjálf um sitt heimili, fer til útlanda o.fl. o.fl. En allt tekur þetta tíma og ég geri ekki ráð fýrir að fara í mína 100% vinnu á næstunni og ég veit í raun ekki hversu langt verður þangað til ég get það eða hvort ég geti nokkurn tíma unnið svo mikið. Þeir segja að það að vera í hjólastól sé eitt og sér hálf vinna. Ég hef ekkert breyst Það er ekki bara Þuríður sem þarf að aðlaga sig að breyttum aðstæðum heldur einnig allt hennar nánasta umhverfi. Móðir hennar og systkini búa í Reykjavík og hafa þau reynst henni vel eins og allir. Segir Þuríður sjálf að hún sé heppin og eigi góða að. -Um leið og ég gat setið í hjólastól var farið að drösla mér á milli staða í bíl og hjá mínum nánustu var engin miskunn með það að ég skyldi út. Eins tók ég strax þá stefnu að ég myndi taka á móti öllum þeim sem vildu heimsækja mig og ég verð oft vör við að fólk er svolítið taugaveiklað og veit ekki alveg á hverju það á von. Það áttar sig síðan fljótt á því að ég hef ekkert breyst nerna ég sit á rassinum, sem ég gerði reyndar oft áður, segir Þuríður og glottir. Svolítið er síðan Þuríður fór að koma heim aðra hverja helgi og segir hún að það hafi verið svolítið skrítin tilfinning, sér hafi liðið svolítið eins og gesti á eigin heimili. -Ég get enn sem komið er lítið sem ekkert og er eins og ungbarn í umönnun en það eru bara um fjórir mánuðir frá slysinu og góðir hlutir gerast hægt. Nú er verið að vinna í að aðlaga húsið að mínum þörfum. Síðan geri ég ráð fyrir að koma heim í byrjun nóvember og þá hefst aðalvinnan við það að aðlagast því lífi. Ég þarf að prófa að fara um á hjólastólnum jafnt innan dyra sem utan. Ég þarf jú mína útiveru og þarf að geta farið um mitt nánasta umhverfi í stólnum. Eins þarf ég að fara að leita mér að bíl en verið er að kenna mér að fara sjálf inn og út úr bíl og taka stólinn inn á eftir mér. Allt tekur þetta tíma og er þolinmæðisverk. Þú hefur verið að mála eitthvað í gegnum tíðina ertu eitthvað að mála hér inni á Grensás? -Ég er eitthvað að bauka við það. Við slysið missti ég jafnvægið vegna þess að kviðvöðvarnir halda mér ekki uppi lengur en í staðinn læri ég að beita öxlunum og olnbogunum þannig að það er fyrst núna sem ég get setið eitthvað með pensil í hendi. Fjölskyldan er bakhjarl Þuríður hefur verið dugleg að sækja sér alla þá hjálp sem hún getur og þegar hún lá á gjörgæslu kom til hennar hjúkrunarkona, Lilja að nafni, og spurði hún Þuríði strax hvort hún eða fólkið hennar þekkti miðla. Þuríður játti því og sagði Lilja þá að hún skyldi biðja þau um að láta biðja fyrir sér. -Ég þurfti ekki að biðja fjölskylduna mína unr neitt svoleiðis enda allir farnir af stað og ég tek á móti öllu og er sama hvaðan gott kemur. Eins hef ég farið í svæðanudd, spáð í mataræði og í raun allt sem eitthvað gæti hjálpað. Þá hefur fjölskyldan verið dugleg að grafa upp upplýsingar og koma mér í samband við gott fólk. Það er þegar eitthvað svona kemur upp að rnaður áttar sig á því hversu góður bakhjarl fjölskyldan er, sem og vinir og kunningjar. Ég er afar þakklát öllum þeim sem beðið hafa fýrir inér og sent mér hlýjar kveðjur eða hjálpað mér og mínum á annan hátt, þegar maður lendir í svona hremmingum finnur maður virkilega hvað samfélagið sem maður lifir í er þétt af góðu fólki sem lætur sér umhugða um náungann. Eins og Þuríður hefur sagt þá er framundan mikil vinna og í þeirri vinnu rekur sá sem í hjólastól situr, sig á margan ókleifan þröskuldinn. Þuríður hefur nú þegar komið á einn starfsmannafund á vinnustað sínum en til þess að komast þangað inn þurfti hún aðstoð því ekki er um hjólastólaaðgengi að ræða. Það mun þó verða lagað áður en Þuríður mætir til vinnu. Eins segir hún að það eigi eftir að koma í ljós hvernig henni komi til með að ganga að fara um á hjólastól um gangstéttir bæjarins. Það sé jú hennar réttur ekki síður en okkar að geta stundað sína útivist. -Ég fór í leikhús um daginn og það varð svolítið erfið lífsreynsla. I ljós kom að stæðið sem ætlar var fyrir hjólastól var þannig staðsett að ég var fýrir tveimur röðum. Það var erfitt að upplifa sig fýrir og í raun asnalegt að þetta sé skipulagt á þennan hátt. En auðvitað er það þannig að ég veit ekki nú hvert framhaldið verður og hvort það eigi fýrir mér að liggja að sitja í hjólastól næstu 40 árin eða svo. Síðan hljóta þeir að fara að finna eitthvað við þessu, segir Þuríður að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.