Feykir


Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 2
2 Feyklr 33/2007 Þingeyrahátið 2007 Tónverk verður frumflutt Boöió verður til mikillar hátíöar á Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu sunnudaginn 9. september nk. og hefst hátíðin kl. 14.00 Þá verða 130 ár liðin frá vígslu Þingeyrakirkju, einnar elstu og merkustu steinkirkju landsins. Þingeyraklaustur var áður ein merkasta trúar- og menningarmiðstöð landsins, þar sem m.a. Arngrímur Brandsson ábóti á 14. öld ritaði sögu Guðmundar biskups góða Arasonar. Arngrímur Brands- son er jafnframt íyrsti nafn- greindi Islendingurinn, sem smíðaði organum og flutti með sér frá Niðarósi. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld, átti hugmyndina að þessari hátíð og hefur með hjálp og stuðningi margra góðra manna undirbúið hana. Dagskráin hefst með hátíð- arguðsþjónustu kl. 14:00, þar sem vígslubiskupinn á Hólurn, herra Jón Aðalsteinn Baldvins- son prédikar, og mun hann ásamt Sr. Sveinbirni R. Einars- syni, sóknarpresti, þjóna fyrir altari. Orgelleik við guðsþjón- ustuna annast Hörður Áskels- son, söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar og Hymnodia, kammerkór Akureyrarkirkju, syngur undirstjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Boðið verður upp á fínt kirkjukaffi í Klausturstofu, hinu nýja safnaðarheimili Þing- eyrakirkju. Klukkan 16 hefjast svo tón- leikar í kirkjunni nreð fyrr- greindu flytjendum, þar sem frumflutt verða tvö tónverk eftir Jón Hlöðver Áskelsson, senr samin hafa verið af þessu tilefni. Flytjendur á tónleikum verða: Hymnodia, Kantmerkór Akur- eyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, Hrafnkell Orri Egilsson á selló og Hörður Áskelsson á orgel. Leiðari Fáum skattinn heim í hérað Ég sá í Mogganum um helgina aðfjármálaráðuneytið er að auglýsa stöðu skattstjóra á Norðurlandi vestra. Mér hefurþótt skrítið að þurfa að sækja þjónustu skattstofii yfir í annað kjördæmi og velti því hér með upp hvort nú sé ekki lag á því aðflytja skrifstofu Skattstjóra í sitt heimakjördæmi. Að sjálfsögðu þarfþá að bæta Siglfirðingum það upp en ég er nokkuð viss um að skrifstofan þargæti áfram nýstsem úrvinnslustofafyrir blessaðan skattinn. Þarna held ég að sé komið verðugt verkefnifyrir sveitastjórnarmenn og skora ég hér með á þá að taka upp símtólið og hringja íÁrna Matt og félaga ífjármálaráðuneytinu. Annars engu líkara en að Siglufjörður sé hálftýndur í henni veröldþessa dagana. Hann tilheyrir Norðurlandi eystra í kjördæmi, tilheyrir SSNV í sveitastjórnarmálum og þar situr Skattstjórinn fyrir Norðurland vestra en býr engu að síður íNorðurlandskjördæmi eystra. Ég held að þarna sé komið verkefni fyrir ráðuneytiskallana aðfinna út úrþvi í eittskiptifyrir öll hvaða landshluta Siglfirðingar eiga að tilheyra. En þetta er nú bara mín skoðun. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Oagbjartsson. Bitstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sími 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson, Ragnhildur Friðriksdóttir. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluvcrð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Blönduósbær Sumarfríi Barnabæjar breytt Á fundi fræöslunefndar Blönduósbæjar á dögunum lagöi Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, fram tillögu aó fyrirkomulagi opnunartíma sumarió 2008. Hingað til hefúr leikskólinn tillaga þess efnis að gerð verði lokað í einn mánuð á hverju könnun á meðal foreldra hvenær sumri en nú er komin fram flestir verða í fríi og miðist lokunin við það tímabil. Könnunin verði gerð fyrir f. tébrúar 2008. Leikskólabörnum verður skylt að taka minnst 4 vikur í ffí en leikskólinn verður einungis lokaður í tvær og verða börnin þá að taka frí fyrir eða effir þá lokun. Þetta fyrirkomulag á að reyna til reynslu í eitt ár en síðan verður það endurskoðað og framhaldið ákveðið. Sláturhús KS Sláturhúsréttin gjörbreytt eftir endurnýjun Eymundur Jóhannsson réttarstjóri og Pétur Friðjónsson markaðsstjóri landbúnaðars- viðs KS sýndu Ijósmyndara endurbæturnar á réttinni. Mynd ÖÞ: Lokiö er miklum breytingum á fjárréttinni í sláturhúsi KS á Sauóárkróki. Endurbæturnar byrjuðu í raun á síðasta ári þegar vesturhlutinn var tekinn í gegn. Á þessu ári hefur svo verió unniö við austari hlutann og má í raun segja aó hann hafi verið endurbyggöur. Réttin varstálgrindabygging blásnir en að öðru leiti látnir og voru stálbogarnir sand- halda sér. Hinsvegar voru öll langbönd í þaki og veggjum sett ný sent og járnklæðning á veggjum og þaki. Verktaki við þennan verkþátt var Friðrik Jónsson ehf. Þá var gólfið hækkað upp um þrjá metra og er það nú nánast í sömu hæð og vestari hlutinn. Sett var ný innrétting úr galvaníseruðu járni í réttina en gólfrimlar eru úr plasti. Innréttingin var key'pt frá Bretlandi og komu menn þaðan og settu hana upp. Við þetta stækkar réttin nokkuð og mun nú rúma um 3.500 fjár. Má segja að þarna sé um hreina byltingu á húsinu að ræða og öll aðstaða gjörbreytt frá því sem áður var. Samfelld sauðfjárslátrun í húsinu hófst mánudaginn 3. september. frístundastarfbarna sinna. Réttardagar í Húnavatnssýslunum báðum Réttafjör framundan Á Húnahorninu kemur fram aó nú styttist í réttir og aó almenningur sé farinn aó svipast um eftir fréttum af réttum. Samkvæmt upplýsingum af vef Bændasamtaka íslands www.bondi.is þá veróur réttaö í 11 fjárréttum og 4 stóóréttum í Húnavatnssýslunum báóum. Undirfellsrétt í Vatnsdal ríður á vaðið þann 7. september og síðan er réttað daginn eftir í Auðkúlurétt við Svínavatn, Hrútatungurétt í Hrútafirði, Miðfjarðarrétt í Miðfirði, Stafnsrétt í Svartár- dal, Valdarásrétt í Víðidal og Víðidalstungurétt í Víðidal. Þann 9. september verður síðan réttað í Skrapatungurétt í Vindhælishreppi og Hlíðar- rétt í Bólstaðarhlíðarhreppi. Þá taka menn sér viku frí en þann 15. september rétta menníHamarsréttáVatnsnesi og Þverárrétt í Vesturhópi. Stóðréttir verða þann 16. september í Skrapatungurétt í Vindhælishreppi og í Hlíðar- rétt í Bólstaðarhlíðarhreppi, Þverárrétt í Vesturhópi réttar 29. september og Víðidals- tungurétt í Víðidal réttar 6. október. Heimild Húni.is Húnaþing vestra Starfs- hópur skipaður Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 29. ágúst sl. var samþykkt að skipa í starfshóp sem fara á yfir tillögur aó hönnun vióbyggingar vió húsnæði Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra mun verða formaður starfshópsins og er honum falið að kalla starfshópinn saman. Starfshópurinn skal gera tillögu til sveitarstjórnar um nánari útfærslu hönnunar viðbyggingarinnar og skal skila fyrstu tillögu sinni til sveitarstjórnar fyTÍr 1. desember nk.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.