Feykir


Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 5
33/2007 Feykir 5 íþ róttafréttir Motocross Kroksari Islands- meistari í MX2 Linda Björk Fimmtaí Esbjerg Linda Björk Valbjörnsdóttir náði glæsilegum árangri um helgina þegar hún hafnaði í 5. sæti í 400m grindahlaupi á Norðurlandameistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum í Esbjerg. Linda Björk hljóp á 62,86sek, sem er aðeins 17/100sek frá meyja- og stúlknameti (15-18) hennar frá því á Mí í júlí. í hlaupinu sigraði Linda Björk annan hlaupara úr liðum Svíþjóðar og Noregs og félaga sinn úr sameiginlegu liði íslands og Danmerkur. Brynjar Þór Gunnarsson í Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar landaði íslandsmeistara- titlinum í Motocrossi í MX2 (125-250 cc) um helgina. Þetta verður að teljast góður árangur þar sent þetta er fyrsta keppnistímabilið hans. Um helgina var einnig síðasta mótaröð til íslandsmeistara í Enduro á Suðurlandinu, en Brynjar var þar einnig meðal keppenda í tvímenning. Úrslitakeppni 3. deild Stólamir eiga enn móguleika ásætií 2. deild Skagfirskir hestamenn gerðu það gott á bikarmóti Norðurlands á dögunum Sigruðu þriðja arið i roð Mótið var haldið á Dalvík helgina 17. - 18. ágúst en alls mættu flórar sveitir héraðssambanda til leiks. Keppti sveit Skagfirðinga undir merkjum UMSS. Sveit Skagfirðinga skipuðu þau Magnús Bragi Magnússon, Skafti Steinbjörnsson, Mette Manset, Gestur Stefánsson, Pétur Örn Sveinsson, Líney Hjálmarsdóttir, Bergur Gunn- arsson, Sigurður Rúnar Pálsson og Sigurlína Erla Magnúsdóttir. Þau t\'() síðastnefndu kepptu í unglingaflokki. Þrefaldur sigur vannst í gæðingaskeiði en þar voru á ferðinni Magnús Bragi, Mette og Skafti. Þá voru þær Mette og Líney efstar í slaktaumatölti. Kepptuskagfirskukeppendurnir til úrslita í öllum greinum nema tölti unglinga. Glæsilegur árangur þetta. Tindastóll blés lífi í vonir sínar um að komast upp í 2. deild þrátt fyrir tap gegn Leikni á Fáskrúðsfirði á þriðjudaginn 2-3. Tindastóll sigraði fyrri leikinn á hcimavelli 2-0 og því samanlagt 4-3. Liðið er því komið í úrslitaviðureignina um síðasta lausa sætið í 2. deild. Þegar þessi frétt er skrifuð liggur ekki ljóst fyrir hvort Tindastóll mætir BÍ/ Bolungarvík eða liði Hugins frá Seyðisiirði, en Vestfirð- ingar unnu fyrri leikinn 3-1 og voru því með vænlega stöðu fyrir seinni leikinn á Seyðisfirði. Hvöt gerði markalaust jafntefli við Gróttu á heimavelli á þriðjudaginn eftir að hafa tapað fyrri leiknum á Seltjarnarnesi 3-1. Það er því ljóst að liðið leikur ekki til úrslita unt sigur í 3. deild. Hvatarmenn mega þó una sáttir við sitt, eftir að hafa tryggt sér sigur í sínum riðli og unnið þar með sæti í 2. deildinni næsta tímabil. (jyilTTLIÐ) Fékklúnæted í arf frá vinnufélögunum í Ráöhúsinu Auðvitað eru það ekki bara karlarnir sem fylgjast spenntir með enska bolt- anum. Feykir hafði upp á Katrínu Maríu Andrésdóttir sem er starfsmaður SSNV atvinnuþróunar með aðsetur í Ráðhúsi Skagafjarðar á Sauðárkróki. Og með hvaða liði ætli Katrín María haldi í enska boltanum? -Man Utd. er málið. Sennilega fékk ég liðið í arf frá nokkrum vinnufélögum mínum í Ráðhúsinu sem færðu mér áróðursdót við hin ýmsu tækifæri þegar ég var að hefja störf í húsinu. Svona getur ungt og saklaust fólk verið áhrifagjarnt. Hefur þú einhvern tímann lent i' deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Deilur er kannski fullsterkt til orða tekið, almennurskætingur og einstaka hurðaskellur væri nær lagi. Sérstaklega á þessi lýsing við um nokkra einstaklinga innan ættbálksins þar sem finna má villuráfandi sauði sem enn hafa ekki komið auga á minn málstað og halda því með smáklúbbum á borð við Liverpool og Arsenal. Hefur þú farið út á leik með liðinu þfnu? -Ég á enn eftir að berja mína menn augum á vellinum - það er alveg á stefnuskránni. Fór hins vegar í kynnisferð um þessi helstu mannvirki Manchesterborgar ásamt systrum mínum í fyrravor. Svo var auðvitað farið í dótabúðina á eftir í leit að flottu Utd. dóti. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðning við liðið? -Sonur minn er maður málamiðlana. Hann heldur því alveg með Man Utd. og svo pínu með Liverpool og Arsenal svona fyrir nánustu aðstandendur. Það er því nokkurt verk óunnið í þessum efnum. 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.