Feykir


Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 8

Feykir - 06.09.2007, Blaðsíða 8
8 Feyklr 33/2007 Þuríður Harpa Sigurðardóttir lamaðist i hestaslysi i vor ðn að hafa hendurnar Þuríður Harpa Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Nýprents, lenti í alvarlegu hestaslysi þann 26. apríl sl. Hestur sem Þuríður reið, fældist með þeim afleiðingum að hún kastaðist af baki og lamaðist frá bringspölum og niður. Feykir heimsótti Þuríði á Grensásdeild þar sem hún dvelur um þessar mundir. ÞegarslysiðvarðvarÞuríður stödd á hestbaki, ásamt manni sínum Árna Friðrikssyni, þar sem hún hugðist taka rnyndir fyrir ársskýrslu sent hún var að vinna að, auk þess sem fyrirliggjandi var ferðaþjónustubæklingur sent í vantaði myndir. Þuríður er vön reiðmennsku og var hesturinn sem hún reið þetta kvöld í eigu hennar og Árna. -Merin sem ég reið var rosalega þæg en okkur hafði áskotnast hún og ætlunin var að láta börnin okkar ríða henni. Hún hafði verið í haga í Hegranesinu sumarið áður og ég veit ekki hvort heldur var það að hún sá tófu og trylltist úr hræðslu eða hreinlega bara að hún vildi komast í heimahagana. Alla vega tryllist hún og ég ræð ekki neitt við neitt. Enginn annar hestur tiylltist þarna en ég varð að sleppa þeim sem ég var með í taumi. Ég ætlaði að henda mér af baki en áður en ég næ því sekkur hún í mýri og ég hendist af baki. Ég lendi með brjóstbakið á steini og fæturna þannig að líkami minn var í vaffi. Við höggið mölbrýt ég sjöunda hryggjarlið og brýt úr sjötta og áttunda auk þess sem eitthvað af rifbeinum brotnar. Ég veit í raun ekki enn hvað þau voru mörg, rifjar Þuríður upp. -Mér leið eins og ég svifi og væri í raun bara hálf þarna. Ég gerði mér því strax grein fyrir því að ég var lömuð en skyldi ekki í því af hverju ég átti svona erfitt með að draga andann. Á þessari stundi gerði ég mér þó enga grein fyrir að lömunin gæti orðið varanleg og er í raun ekki búin að sætta mig við að svo verði, ég ætla að gefa ntér að minnsta kosti ár til að sjá hvort ekki komi eitthvað til baka, bætir Þuríður við. Þuríður segir að hún hafi aldrei fengið neinar kvalir, líklega hefur líkaminn dofnað allur upp. -Mér varð hins vegar rosalega kalt og því var það það eina sem Árni gat gert fyrir mig á meðan við biðum eftir sjúkrabílnum að reyna að breiða ofan á mig og halda á mér hita. Ég hugsa að þetta hafi verið honum mun erfiðara en mér því hann gat í raun ekkert fýrir mig gert. Lét alla heyra það Þegar komið var með Þuríði upp á sjúkrahús var strax farið að gera ráðstafanir til þess að fljúga með hana suður til Reykjavíkur, enda ekkert hægt að gera fyrir hana hér. -Ég var svo hátt uppi á morfíni að ég lét alla heyra það þarna. Sagði öllunt að mig hefði dreymt fyrir þessu sem og mig hafði gert. Ég held að ég, eins og kannski margir, hafi verið að búa mig undir það alla ævi að geta lent í slysi eða eitthvað af mínu fólki. En ntér datt það aldrei í hug að ég gæti lamast. Það var bara ekki til í mínum huga, segir Þuríður. Hún rifjar það upp að læknar hér á Sauðárkóki hafi í raun lítið geta sagt sér og þeim heldur hafi þau verið drifin i sjúkratlug og þremur tímum eftir að hún lagði upp í hinn örlagaríka reiðtúr var hún komin á sjúkrahúsið í Fossvogi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.