Feykir


Feykir - 20.09.2007, Qupperneq 7

Feykir - 20.09.2007, Qupperneq 7
35/2007 Feykir ~7 Stefán og Sögn frá Miðsitju. Stefán Sturla ogAlína Stefán Sturla Sigurjónsson, leikari, kom heim í Skagafjörð í ágúst til þess að leikstýra frumflutningi á fjölskylduleikritinu Alínu. Verkið verður frumsýnt í leikhúsi Skagfirðinga, Bifröst, þann 20. október næst komandi en þann sama dag kemur einnig út fallega myndskreytt bók um ævintýri Alínu. Stefán, þú ert Skagfirð- ingur, segðu okkur nánari deili á þér? -Ég er af Nautabúskyninu í Lýtingsstaðahreppi þaðan sem margir Skagfirðingar kannski rekja ættir sínar svo og aðrir landsmenn. Þarna var miki! hestafjölskylda, frá þeim kom hesturinn Stígandi sem hestamannafélagði heitir eftir. Þannig að ég er korhinn í af skagfirskum hestamönnum sem ég er ákaflega stoltur af. Móðir mín og stjúpfaðir fluttu síðan til Skagafjarðar þegar ég er á 17. aldursári vegna starfa sinna við hestamennsku og nokkrum árurn síðar flytjum við að Miðsitju í fríríkinu Akrahreppi, svarar Stefán hlæjandi. Þú ert sem sagt ekki uppalinn hér en engu að síður talar þú líkt og innfluttur. Bjóstu eitthvað hér? -Já, ég hef búið hér. Áður en við fluttum hingað þá var ég í sveit á Mælifelli í Lýtó þaðan sent formóðir mín er ættuð. Síðar var ég fimrn surnur hjá Hauki í Valagerði þar er ég enn á ættarslóðum því að ég rek ættir mína til Péturs í Valadal sent var stórbóndi á þeim tíma. Þar er einhver fallegasta vin í Skagafirði sem fáir þekkja. Þannig að ég er ntjög tengdur Skagafirði. Frá átta ára aldri á ég allar mínar sumaræskuminningar úr Skagafirði. Hvað hefur þú svona verið að bauka? -Ég er fýrst og fremst leikari og leikstjóri og starfa í þeint geira. Síðast liðið ár hefégbúið í Vasa í Finnlandi þar sent ég bý ásamt konu minni sem er sænskumælandi Finni. Þar áður var ég markaðssölustjóri og listrænn stjórnandi á Broadway sem er eina kabarettleikhús landsins. Þar settum við upp tvær sýningar á ári. En ef við kíkjum aðeins lengra aftur í tímann? - Fljótlega eftir að ég útskrifaðist sem leikari stofnaði ég ásamt þremur leikurum barna- og unglingaleikhúsið Möguleikhúsið og var ég nteð í þeim hópi fram til ársins 1996. Árin á milli eða þar til ég byrjaði á Broadway vann ég ýmis störf tengd leikhúsi. Var í að koma leiksýningum á koppinn og svo framvegis. Þú lékst líka i Sódómu ekki satt? -Jú, ég lék Brjánsa sýru í Sódómu. Það er stærsta hlutverk sem ég hef leikið í þeim tæplega 15 kvikmyndum sem ég hef leikið í. Síðan hef ég framleitt efni fýrir sjónvarp. 6 heimildaþætti um samgöngur og sögu kauptúna hringinn í kringum Island. Það er því ýmislegt sem ínaður hefur komið að. Hvernig kom það til að þú kemur síðan hingað með nýtt barnaverk væri ekki nær að fara með það í stóru leikhúsin þar sem þú hefur tengslin? -Ég byrjaði að leika í Skagafirði með Leikfélagi Sauðárkróks. Þar er grunnurinn. Og þegar að stjórn leikfélagsins hafði samband og spurði hvort ég vildi koma og leikstýra og þá hvaða verki, benti ég þeim á að ég væri með þetta í tölvunni hjá mér. Það þróaðist að ég kæmi þegar ég hefði lausan tíma og núna passaði það. Ég gat þá verið að undirbúa þetta úti í Finnlandi samhliða því að tengja mig við leikhúsin í Finnlandi. Það kom aldrei til greina að gera þetta fyrir neinn annan. En hvað verður í framtíðinni, hvort eitthvað af stóru húsunum vilji feta í fótspor leikfélagsins hér verður tíminn að leiða í ljós. Um hvaó er verkið?-Verkið er um unga stúlku sent er numin á brott af vondum kalli og til þess að lijarga henni úr þessunt válegu höndum er björgunarsveit send út til að leita hennar og frelsa. Þetta er fjölskylduævintýri um menn, álfa og tröll. Það kemur út bók sama dag og frumsýnt verður, hvernig kom það til? - Eigandi og framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Fjölva var nemandi á Hólum í fyrra og kemst yfir handritið sem þá var í gangi af Alínu. Dóttir mín er nemandi á Hólum og var hún að lesa yfir fýrir pabba sinn og gefa honum góð ráð. Þau eru skólafélagar og þar sem hún var að taka við af honum sem

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.