Feykir


Feykir - 20.09.2007, Síða 8

Feykir - 20.09.2007, Síða 8
8 Feykir 35/2007 formaður stúdentafélagsins hittast þau til þess að ræða þau mál. Hann rekur augu í þetta handrit hjá henni og fékk að lesa það. Þannig er mér alla vega sagt að þetta hafi verið. í framhaldinu hringir hann og spyr hvort að það kæmi til greina að ég myndi skrifa þetta sem sögu sem Fjölvi myndi gefa út. Áfram þróuðust málin í samstarf og þann farveg að bókin kemur út sama dag og frumsýnt verður eða 20. október. Þú ert búinn aó prófa verkió á leikskólabörnum. Hvernig taka þau því? -Þetta verk er reyndar hugsað fyrir eldri börn og alveg á mörkum að þetta sé leikskólabarnasýning. Það verður að vera á ábyrgð foreldra. í sýningunni koma franr svakaleg tröll en álfarnir eru þeim mun betri og ljúfari. Hins vegar eru íslensk börn alin upp við þessa menningu þannig að það að lesa upp úr bókinni er gefandi og skemmtilegt. Sýning er því ætluð stálpaðri börnum á öllum aldri. Hvernig er leikarahópurinn saman settur? -Hér er nánast rekið atvinnuleikhús. Undanfarna áratugi hafa verið settar upp óslitið tvær leiksýningar á ári af leikfélaginu auk fjölda annarra verka eins og grunnskólar og framhaldsskólar hafa verið að gera. Þannig að leiklistarlíf í firðinum er framúrskarandi og á fáurn stöðum annað eins. Þá er söngstarf og annað listastarf sem fram fer hér og rekið af áhugahópum alveg frábært og eitthvað sem að er ofsalega gaman að korna og taka þátt í. Þar af leiðandi var ákaflega létt að fá þennan 32 manna hóp og nokkrar af stærstu stjörnum leikhússins eru ekki með í þetta sinn. Það var einfaldlega ekki pláss fýrir þær. Það er tónlist í verkinu ekki satt? -Jú, það eru sex ný lög eftir Valgeir Skagfjörð við texta eftir mig en tvo unnum við saman enda vanir menn síðan við vorum skólafélagar í Leikslistaskólanum. Hann útsetur og vinnur tónlistina og hún verður spiluð af diski og síðan er það leikhópurinn sem syngur. Meðal annars syngur ofurlöggan Kiddi einsöng en hann fer með hlutverk tröllkallsins Skallaskellis. Hvaó tekur síóan vió hjá þér, þú ert ekkert aó hugsa um að flytja heim í fjöröinn? -Ég á alltaf annan fótinn hérna. Mamma býr í Skagafirði og ég er alltaf Skagfirðingur, hjarta mitt er í Skagafirði. En það sem tekur við er að nú eftir frumsýningu fer ég beint út til Vasa í Finnlandi þar sem ég er að fara að setja upp Ofviðrið eftir William Shakespeare sem verður frumsýnt í febrúar. Síðan verður frumsýning í Borga í Finnlandi á Stígvélaða kettinum sem ég set þar upp eftir leikgerð okkar Valgeirs Skagfjörð og lögum eftir hann. Á næsta leikári mun ég síðan leikstýra Bláa Hnettinum eftir Andra Snæ í Borgarleikhúsinu í Vasa. Það verður haldin mikil Islensk listahátíð í Vasa það vorið. Þar verður leiklist, myndlist, tónlist og bókmenntir í öllum helstu menningarsetrum borgarinnar. Hátæknisetur íslands var stofnað árið 2006 og frá þeim tíma hefur Þorsteinn Broddason veitt því forstöðu Fyrirtæki vikunnar Hátæknisetur Islands Hátæknisetri er ætlað að stuðla að rannsóknum í iónaði sér í lagi þeim sem tengjast hátæknivæðingu. í dag fær Hátæknisetur afhendan styrk upp á 2,3 milljónir frá íbúðalánasjóði til rannsókna á möguleikum þess að nota basalttrefjar til styrkingar á steinsteypu. Basalt má finna í yfir 90% af jarðvegi íslands en með tækni ekkert ósvipaðri þeirri sem finnst í Steinullarverksmiðj- unni er hægt afbúa til trefjar úr basaltinu. Þessar trefjar er aftur hægt að nota til þess að styrkja plastefni á svipaðan hátt og gert er með gler- og koltrefjum. Hráefni til framleiðslunnar ætti að vera auðvelt að nálgast því til dæmis er svarti sandurinn í fjörunni á Sauðárkróki nokkurn vegin hreint basalt. En hvernig skyldi plastefni búið til úr basalttrefjum virka sem styrking á steypu? - Með þessari rannsókn senr við erum að hljóta st)Tk til þess að gera á að kanna hvort basalttrefjar geti komið í stað járnabindingar. Ef við náum því fram þá erum við fýrst og fremst að nota innlent hráefiii til styTkingar steinsteypu ekki nóg með það heldur eru eiginleikar basalttrefja þannig að þær tærast ekki og þola mikinn hita. Þá benda rannsóknir til þess að hægt verði að þynna veggi húsa verði hægt að nota basalttrefjarnar til þess að styrkja þá. Þetta þýðir líka að fýrir hvert eitt tonn af basalttrefjum sem notaðar eru í stað járns í steypu spörum \áð átta tonn afkoltvísýringi. Lækkar þetta kostnað mikið? -Því getum við ekki svarað strax. En eins og þetta lítur út þá kemur þetta til með að kosta svipað miðað við styrk. Þó lítur allt út f)TÍr að minna þurfi að þessu efni sem kernur til þess að minni vinna verður við að jámabinda húsin og ef veggir þynnast verður minni steypa þannig að heildarkostnaður ætti að geta lækkað. Tonnið af þessu verður dýrara en tonnið af stáli en þú notar kannski ekki nerna Vt af magninu. Þetta er samt ekki búið að reikna til enda svo það er ekki hægt að svara þessari spurningu með jái eða neii. Hvar yrði þetta framleitt? -Við erum að kanna hvort að það sé hægt að framleiða basalttrefjar hér á landi, þá í nálægð við vænlegar hráefiiis- námur. Hvað tekur það langan tíma? -Draumurinn er sá að við getum reist litla prufuverk- smiðju sem við getum notað til þess að framleiða basalttrefj- ar f)TÍr þessi rannsóknarverk- efiri og til þess að prófa hráefirið okkar og athuga hvort það er nógu gott. Ef sá draumur rætist værum við að tala um lítinn ofir og kannski eitt eða tvö stöðugildi á meðan þetta yrði rannsakað. Hins vegar ef það kæmi hingað 1500 tonna verksnriðja eins og verið er að skoða mynda það skila á milli 50 og 60 störfúm, en við skulum muna að þetta er enn á rannsóknarstigi þannig að það getur brugðið til beggja vona. Er þetta eitthvað skylt umræðu um koltrefja- versmiðju? -Nei, þetta er tvenns konar trefjaiðnaður. Basalttrefjargeta ekki leyst af koltrefjar og öfúgt. Ertu bjartsýnn á þetta ? -Ef einhver staður í heiminum ætti að vera að framleiða basalttrefjar þá er það ísland og þá er Sauðárkrókur mjög vænlegur staður. Hvort þetta verður að veruleika byggist á þ\T hvernig verður hægt að selja afiirðina en það er mikið óunnið í þessum efiium. Við ætlum að einbeita okkur að því í bili að kanna möguleika þess að nýta basalttrefjarnar til styrkingar steinsteypu en það er töluverður markaður fjTÍr slíkt hér á landi. Ef niðurstöður þeirrar rannsóknar skila jákvæðum niðurstöðum, þá f)Tst getum við farið að velta fjTÍr okkur framleiðslu á trefjum í einhverju magni. SþTkur íbúðalánasjóðs í þetta verkefni var afar kærkonrinn og sýnir að við erum ekki þeir einu sem hafa trú á verkefninu og \áð þökkum þeim víðsýni þeirra við úthlutunina. Ef allt gengi að óskum og basalttrefjaverksmiðja )töí að veruleika yrði mengun frá henni minni en er frá Steinull, orkuþáttur hennar yrði á þá leið að ekki þyrfti að virkja og segir Þorsteinn að þarna sé um að ræða umhverfisvæna smá- iðju en ekki stóriðju. Þorsteinn Broddason.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.