Feykir


Feykir - 20.09.2007, Page 9

Feykir - 20.09.2007, Page 9
35/2007 Feykir 9 Tómstundahópur fyrir fatlaða Eftirminnileg Spánarferð Skagafjarðardeild Rauða kross íslands fór árið 2006 af staó meó verkefni sem kallast ’Tómstundahópar fyrir fatlaða”. Þann 7. júní sl. lagði rúmlega 40 manna hópur af þátttakendum og valinkunnu liði sjálfboóaliða upp í ferð til Spánar. Hugmyndin af Tómstundahópi fatlaðra varð til í umræðuhópum Átaks sem starfræktir hötðu verið í Skagafirði sl. 8 ár. Hópurinn hittist einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina til að fylgja eftir viðburðum sem þátttakendur hafa áhuga á að taka þátt í með það að markmiði að auka félagsfærni þeirra. Það var síðan síðast liðið haust að hugmynd að 2 vikna ferð til Spánar kviknaði innan hópsins. Undirbúningur úti fyrir ferðina var í höndunr Costablanca.is sem einnig sá um að skipuleggja ferðir og viðburði sem farið var í. Úti var haldið til á Playa Marina II hótelinu í Cabo Roig nálægt Torrevieja, en það hentaði sérlega vel. Meðal þess sem hópurinn gerði I ferðinni var að heim- sækja Safari dýragarð- inn í Elche, Aquopolis vatnagarðinn og Terra Mitica skemmtigarðinn. Einnig var farið í strandferð og svo sveitaferð þar sem m.a. var hægt að fara á hestbak, á fjórhjól og stunda bogfimi. Að auki var farið í bæjarferðir, verslunarmiðstöðvar og leik- tækjasali. Ekki má gleyma 17. júní skrúðgöngu og grillveislu sem haldin var I samvinnu við Costablanca.is, en alls tóku yfir 100 manns þátt í þeim hátíðarhöldum. Skemst er frá því að segja að ferðin tókst í alla staði frábærlega og skemmti hópurinn sér konunglega. Allir voru af vilja gerðir til að gera dvölina sem ánægjulegasta og eiga starfsmenn Playa Marina II hótelsins sem og Bjarni og Óli hjá Costablanca.is þakkir skyldar fyrir. Hópurinn vill einnig korna á ffamfæri þökkum til styrktaraðila sinna og þá sérstaklega Kaupfélags Skagfirðinga sem og annarra fyrirtækj a og félagasamtaka sem styrktu hópinn til ferðarinnar. Þeim sem vilja leggja hópnum frekara lið er bent á reikning hans í KB Banka, en nánari upplýsingar um reikningsnúmer, sem og um hópinn og Spánarferðina (ferðasögur og myndir) er að finna á http://www.thrki.net.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.