Feykir


Feykir - 15.05.2008, Qupperneq 2

Feykir - 15.05.2008, Qupperneq 2
2 Feykir 19/2008 Húnavatnshreppur Sauðárkrókur Viðgerðaráætlun kynnt Hreppsnefnd Húnavatnshrepps hefur samþykkt að fara í viðgerðir á þaki íþróttahússins á Húnavöllum en viðgerð á þaki kjarnabyggingar Húnavallaskóla er þegar lokið en kostnaður við það verk var meiri en áætlaður hafði verið. Á fundi hreppsnefhdar var verkfræðistoíunniLínuhönnun. kynnt skýrsla um ástandsmat Skýrslan varðar viðhalds- og og viðhaldsáædun á kostnaðaráædunvegnaviðgerða Húnavallaskóla tímabilið 2008- utanhúss á skóla- og íþróttahúsi 2023, sem unnin er af á Húnavöllum. Fljót Félagsheimilið Ketilás A fundi Byggðarráðs Skagafjaróar var lögð fram áiyktun aðalfundar Kvenfélagsins Framtíðarinnar í Fljótum frá 13. apríl sl. varðandi viðhald og ástand Félagsheimilisins Ketiláss. Óskað er viðbragða og samstarfs frá sveitarfélaginu sem aðal eiganda hússins. Byggðarráð tekur undir áhyggjur kvenfélagsins um ástand hússins og samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið. f þriggja ára áædun Sveitarfélagsins er reiknað með fjárhæðum til viðhalds á félagsheimilinu árin 2009 og 2010. Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7 7 76 Leiðari Ég vildi að ég væri bóndi Ég hreinlega elska lífið á Nöfunum fyrir ofan heimili mitt á Sauðárkróki og þá ekki síst á vorin. Um helginafórum við Páll Friðriksson blaðamaður íferð um Nafirnar og þá var ég svo heppin að komast í kynni við hana Erlu Lárusdóttur nágrannakonu mína og stórbónda. Erla var svo elskuleg að bjóða mig og börnin velkomin í húsin og tvo daga í röð höfum við misnotað það boð hennar. Ég gatþó eitthvað gang gert, vafið einn fót og tekið á móti hrút. Ég hefalltafverið mikil sveitakerling og sérstaklega er ég veikJyrir sauðkindinni. Sú veiki hefur versnað til muna og auglýsi ég hér með eftir plássifyrirfjórar til fimm kindur næsta vetur. Er nokkuð þrifaleg og skrambi góð Ijósmóðir þegar að sauðkindinni kemur. Þar sem ég veit að leiðarinn er lesinn misnota ég hér með tækifærði gróflega og auglýsi eftirplássi. Mig langar svo að verða bóndijafnvel bara frístundabóndi. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Öm Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Góðgjöftil Sauðarkrókskirigu í messu á degi aldraðra á uppstigningardag, var gefinn og afhentur Sauðárkrókskirkju, altaris- dúkur er saumaður var af Sigurlaugu Guðmunds- dóttir. Gjöfm er til minningar um foreldra hennar Þóreyju Ólafsdóttir sem var fædd að Höfnum á Skaga 23.ágúst 1895 og Guðmund M.Björnsson, fæddan 20. júlí 1894 að Veðramóti í Gönguskörðum. Sigurlaug er handavinnu- kennari, fædd 1924 og búsett í Reykjavík. Skagafjörður Vilja ULM 2010 í Skagafjörð Ungmennasamband Skagafjarðar með stuðningi Sveitarstjórnar Skagafjarðar, hefur sótt um að halda unglingalandsmót UMFÍ árið 2010 á Sauðárkróki. Á þvf ári verður UMSS 100 ára og er umsóknin í tilefni af því. Tvö önnur sambönd hafa einnig sótt um að halda mótið, þau eru HSB í Bolungarvík og HSK á Suðurlandi. Næsta unglingalandsmót verður haldið í Þorlákshöfn í sumar um verslunarmanna- helgina og er óhætt að hvetja fólk til að fjölmenna með alla fjölskylduna á góða skemmtun. Lögreglan með umferðarátak Bömin stoppuð séu þau hjálmlaus Lögreglan á Sauðárkróki er með umferðarátak innan bæjar á Sauðárkróki þar sem sérstaklega verður fylgst með umferðarhraða svo og reiðhjólahjálmanotkun barna og ungmenna. -Með hækkandi sól hættir ökumönnum til þess að stíga fastar á bensíngjöfina en á sama tima eru börnin farin að vera meira úti að leika á hjólum, hjólaskautum og öllu því sem vorinu fylgir, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Aukhraðamælinga ædar lögreglan að brydda upp á þeirri nýjung að vera með átak í að fá börnin til þess að nota reiðhjólahjálma. Þau börn sem ekki verða með hjálma verða stoppuð, spurð nafns og nafns forráðamanns sem síðan mun fá bréf þess efnis að lögreglan hafi haft afskipti af barni þeirra. - Auk þess sem að sjálfsögðu við munum brýna fyrir börnunum að vera með hjálm, segir Stefán Vagn. Lögreglan á Blönduósi Freyja fann fikniefhi Lögreglan á Blönduósi gerði upptækt mikið magn fíkniefría eða á annað hundrað grömm af amfétamini og kókafni. Það var lögregluhundurinn Freyja sem fann efríin en áður hafði maðurinn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur í Víðidal. Freyja er nýkomin úr starfsleyfisúttektarprófi hjá ríkislögreglustjóranum og eiga þau Freyja og Höskuldur lögregla, fóstri hennar, heiður skilinn fyrir góð störf. Blönduós Hugsað umbam Grunnskólinn á Blönduósi hefur lýst áhuga á að fara í forvarnarverkefni á vordögum sem kallast „Hugsað um barn“. Verkefnið snýst um það að unglingum er falin umsjá tölvustýrðar dúkkur sem eru forritaðar eins og um raunveruleg börn séu að ræða. Unglingarnir þurfa að sinna öllum þeirra þörfum jafnt að nóttu sem degi. Bæjarráð samþykkir kr. 70.000 styrk í verkefnið. Húnaþing vestra Viðhald heiðagirð- inga Á fundi Landbúnaðarráðs Húnaþings vestra var lagt til að kr. 1.570.000- sem eru til ráðstöfunar á árinu 2008 verði notað til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga. Ákveðið var að skipting fjármunanna verði með eftirfarandi hætti: í Hrútafirði kr. 350.000- ÍMiðfirðikr. 470.000- í Víðidal kr. 750.000- Formenn fjallskiladeilda hafa eftirlit um ástand heiðagirðinga á sinni könnu og farið er fram á að þeir skili yfirliti um ástand girðinganna þegar viðhaldi er lokið.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.