Feykir


Feykir - 15.05.2008, Page 7

Feykir - 15.05.2008, Page 7
19/2008 Feyklr 7 Motocrossarar bera saman bækur sínar. Svo er haldið af stað! Mikill útbúnaður fyigir crossurunum. stundað sína íþrótt löglega, segir Ásta. Síðan Sveitarfélagið Skagafjörður úthlutaði Vélhjólaklúbbi Skagaíjarðar svæðinu á Gránu-Móum fyrir 3 árum, hefur það skipt sköpum í þróun þessarar íþróttagreinar í Skagafirði. -Svæðið býður upp á fjölbreytta motocrossbraut á mörgum hæðum og er orðið eitt af bestu motocrossbrautum landsins. Þar verður meðal annars haldið íslandsmót í MX f6. ágúst og við stefnum ótrauð á að halda áfram með uppbygginguna meðal annars með því að koma upp braut fyrir yngstu iðkendurna sem eru fjölmargir, segir Ásta að lokum. Erla segir aö kindurnar haidi sér ungri. Á bara eina hvíta kind Erla Lárusdóttir Ofar á Nöfunum eða f við hlið golfvallarins má finna Erlu Lárusdóttur en Erla tók við myndarlegum fjár- húsum eftir föður sinn fyrir 15 árum. Þar býr hún með myndarlegt sauðfé í félagsbúi við Sigmund son sinn sem heldur hesta. Kindurnar hennar Erlu eru fallega flekkóttar en hún á bara eina hvíta kind, hana fékk hún gefins. -Þetta er kannski vitleysa í gamalli kerlingu að halda í þetta en ég hef ekki viljað farga fénu. Ég legg mikinn metnað í að hafa þetta fallegt og vil gefa þeim vel sem ég vil meina að skili sér í fallegri lömbum, segir Erla og brosir til blaðamanns. í einni stíunni má finna gimbrina Óskastjörnu en hún er stærsta lamb sem fæðst hefur í húsunum hjá Erlu og einnig stærsta lamb sem blaðamaður hefur séð. -Hún var svo kröftug þegar hún fæddist að þegar hún stóð upp og fór að sjúga móður sína þá hreinlega hentist ærin til, þvílíkur var atgangurinn, segir Erla og Óskastjarna sem greinilega veit að verið er að tala um hana kemur og vill fá klapp. Fjárhúsinu hennar Erlu eru björt og falleg og hún hefur fjárfest í rafstöð til þess að geta haff þar ljós. Inn af hlöðunni er síðan kaffistofa þar sem alltaf er hægt að fá kaffi og með því. -Það er mikill gestagangur hér hjá mér sem er gott því bæði kann ég félagsskapnum vel og eins þarf ég stundum að fá aðstoð við að draga lömbin úr ánum. Ég kann ekki vel með það að fara ef þetta ber eitthvað vitlaust að og þá kemur hún Auðbjörg mín mér oft til bjargar, segir Erla. Gaman er að segja frá því að blaðamaður kom í heimsókn til Erlu daginn eftir að viðtalið fór fram og gat þá aðstoðað Erlu við að taka á móti stærðarinnar einlembing sem að sjálfsögðu fékk nafnið Feykir. Erla er með 25 kindur og fjórar gimbrar sem hún lætur ekki bera og segir að kindurnar haldi sér ungri. -Hins vegar finnst mér vorin hafa breyst og það er erfitt að eiga við þetta í svona kulda eins og nú er en þá er bara að taka þetta inn meðan versta hretið gengur yfir, segir Erla að lokum. Hún Óskastjarna er engin smásmíði! Þessi myndarlegi hrútur fékk nafnið Feykir eftir að biaðamaður hafði við annan mann togað hann í heiminn. Árdís Eva heldur á hrútnum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.