Feykir - 22.05.2008, Page 8
8 Feyklr 20/2008
Biopol ehf. á Skagaströnd er sjávarlíftæknisetur sem
stofnað var síðla sumars árið 2007. Hugmyndin af
stofnun fyrirtækisins spratt eftir framboðsfund með
Einari Oddi Kristjánssyni heitnum sl. vor, en Einar
Oddur var þeirrar skoðunar að fólk ætti ekki að bíða
eftir björgun heldur bjarga sér sjálft. Feykir settist
niður með þeim Halldóri G Ólafssyni framkvæmda-
stjóra og Ólafíu Lárusdóttur verkefnisstjóra BioPol ehf.
Fyrírtæki vikunnar
Biopolehf.
á Skagaströnd
Þegar blaóamann bar að
garði voru þau Halldór og
Ólaffa að kryfja seli sem
drukknað höfðu í netum
veiðimanna við Húnaflóa.
Mismunandi sýni sem þau
höfðu tekið fóru í poka og
flát og bfða þess nú að
vera tekin til rannsókna.
En eins og áður hefur
komið fram í Feyki er
hlutverk BioPol ehf að
verða rannsóknarsetur
sem byggist á rannsóknum
á iífnki Húnaflóa.
Á heimasíðu fyrirtækisins
segir að markmið
rannsóknanna geti m.a. beinst
að möguleikum á nýtingu
sjávarfangs sem ekki hefur
haft skilgreind not eða
eiginleikar ekki verið þekktir.
Einnig gæti rannsóknarstarfið
beinst að umhverfisvöktun
með sérstaka áherslu á að
fylgjast með breytingum á
lífríkinu, áhrifavöldum og
afleiðingum. Á vettvangi
lífríkisrannsókna verði byggt
upp samstarfvið sambærilegar
rannsóknarstofur bæði innan
lands og utan. Með upp-
setningu og skilgreiningu á
varðveisluaðferðum og
búnaði til varanlegrar og
tryggrar gæslu lífsýna verði
byggður upp lífsýnabanki
fyrir sjávarlífverur í vistkerfi
hafsins við ísland. Við
rannsóknir á vettvangi
sjávarlíftækni verði lögð
áhersla á að kortleggja þau
verðmæti sem þekkt eru
ásamt því að leita nýrra
verðmæta og leita nýsköpunar
og nýrra möguleika til
verðmætasköpunar úr sjávar-
fangi t.d á vettvangi fæðu-
bótaefna, snyrtivara, sem og
íblöndunarvara fyrir mat-
væla- og fóðuriðnað.
Jafnframt segir að þess sé
vænst að á næstu fimm árum
muni fyrirtækið ná að byggja
upp nauðsynlega færni með
því að hafa 5-7 sérfræðinga
auk aðstoðarfólks og meistara
og doktorsnema þannig að
fyrirtæki og sjóðir telji fýsilegt
að fjárfesta enn frekar f
rannsóknum og þróun á sviði
líftækni. Þá er þess vænst að
niðurstöður verkefna
setursins „leiti út á markað"
og að í framhaldinu myndist
sprotafyrirtæki sem hefji
framleiðslu á ýmsum vörum
til neytenda eða til
áframhaldandi vinnslu. Slík
fyrirtæki yrðu ekki síst
stofnuð á landsbyggðinni í
nágrenni setursins. Þá er þess
vænst að setrið tryggi forystu
íslands á nýtingu verðmæta
úr sjó og sjávarfangi og geri
svæðið að nk. „Silicon Valley"
á starfssviði sínu.
Ekki bara þægileg
skrifstofuvinna
Hafandi kynnt sér fyrirtækið
á netinu má reikna með að
þar vinni starfsfólk í hvítum
sloppum og þægilegri
skrifstofuvinnu. Reyndin er
önnur og síðasta mánuðinn
hafa þau Halldór og Ólafía
ásamt starfsfólki Norður-
landsdeildar Veiðimálastofn-
unar sótt sjó með grá-
sleppuköllum, merkt
hrognkelsi, krufið grásleppu
og unnið almenna slorvinnu.
-Nei, það er rétt þetta er alls
ekki fínt skrifstofustarf eins
og staðan er í dag en það gæti
kannski breyst í það aftur að
einhverju leyti ef við verðum
fleiri hér, svarar Halldór
spurningu blaðamanns og
hlær.
Hvers lags verkefni eruð þið
að vinna að núna? -Við erum
að vinna í þriþættu verkefni
tengdu rannsóknum á
hrognkelsum. Við erum að
merkja hrognkelsi og sleppa
aftur. Tilgangur merkinganna
er að afla upplýsinga um
hegðunarmynstur og farleiðir
tegundarinnar hér við land,
meta veiðiálag á ákveðnum
svæðum og þá ekki síst að
svara spurningum um hve
svæðisbundin hrognkelsi eru.
Leita þau til að mynda á sömu
svæði til hrygningar ár eftir ár.
Til að afla nánari upplýsinga
um líffræði og lífshætti
grásleppunnar hefur hún
einnig verið veidd í sérstakar
rannsóknatrossur með netum
af mismunandi möskvastærð.
Trossurnar hafa verið lagðar á
valda staði við Húnaflóa og í
Skagafirði til að fá þverskurð af
stofnsamsetningu hrognkelsa
á þessu svæði. Fylgst er með
samsetningu í afla yfir
veiðitímabilið.„Við viljum
meðal annars fá úr því skorið
hversu mikið og hvort
hefðbundin veiðarfæri eru að
velja ákveðna stærð af
grásleppu. Spurningin er hvort
stærri eða smærri grásleppur
gangi hingað en komi ekki
fram í veiðinni. Einnig er
forvitnilegt að bera saman
hugsanlegan mun á milli
veiðisvæða,“ sagði Halldór.
Margvíslegar mælingar og
rannsóknir eru síðan
framkvæmdar á aflanum úr
rannsóknaveiðarfærunum til
að grennslast fyrir um lífshætti
þeirra. Gögnum er aflað urn
þætti eins og vöxt,
aldurssamsetningu og
orkuforða. Gerðar eru ýmsar
mælingar á hrognum, stærð
og gæði þeirra eru skoðuð,
áætlaður hrognafj öldi og mæld
hrognafylling. Hræin eru síðan
geymd en hrognin nýtt. Hræin
verða notuð til rannsókna í
tengslum við kolagen og
gelatín framleiðslu og þar sem
við komin að þriðja þætti
rannsóknarinnar er snýr að
frekari nýtingu þessarar
fiskitegundar.
Þau Halldór og Ólafía vinna
hörðum höndum að því að
merkja og sækja og vinna sýni
úr grásleppu og njóta til þess
liðsinnis Veiðimálastofnunnar
á Norðurlandi. Segir Halldór
að þau Kalli, Eik, Reynhildur
og Bjarni taki beinan þátt í
verkefninu. Verkefnið er
samstarfsverkefni BioPol,
Norðurlandsdeildar Veiði-
málastofnunar, Landsambands
smábátaeigenda og Háskólans
á Akureyri.
Mikilvægt að veitt sé
úr sjálfbærum stofnun
í vor hafa þau merkt 1400
grásleppur og hefur um 10% af
þeim skilað sér aftur í net
veiðimanna. En áætlað er að
merkja 2000 stk nú á
vertíðinni. Aðspurð segjaþau
að það sem hingað til hafi
komið þeim mest á óvart sé
sú staðreynd hversu víðförul
á hrygningartíma grásleppan
virðist vera. -Við erurn svo
sem ekkert farin að rýna ofan
í gögnin en grásleppan hefur
verið að fara alla leið austur
fýrir Langanes og inn á
Bakkaflóa á 14 dögum. Þá var
ein merkt út af Hofsósi eða
við Straumnes og kom hún í
net upp við fjöru við Grímsey.
Það er því ljóst að einhver
dæmi þess eru hún er ekki
aðeins að fara með ströndinni
heldur einnig eitthvað út á
dýpið. Hins vegar viturn við
ekki hvort hún var þarna að
leita til baka á sitt
uppvaxtarsvæði eða hvort um
tilviljun var að ræða, segir
Ólafía.
Gert er ráð fyrir að rannsókn
eins og sú sem þau hafa nú
þegar hafið vinnu við taki að
lágmarki 2 - 4 ár og ljóst að
framundan er mikil vinna. En
hver skyldi ávinningur
rannsóknar sem þessarar
vera? -Þessar rannsóknir eru
liður í því að geta nýtt
auðlindirnar á sem bestan og
umhverfisvænstan hátt. Það
er allsstaðar gerð krafa um
fólk geti sýnt fram á að veiðar
séu stundaðar úr sjálfbærum
stofnum og að stofnarnir
standi undir þessum veiðum.
Til þess að geta lagt mat á því
hvort þessi sjálfbærni sé til
staðar þurfum við að vita
meira um líffræði gráslepp-
unnar, útskýrir Ólafía.
Hugmynd sem varð
að veruleika
BioPol lifir á styrkjum auk
þess sem verkefnin sem nú er
unnið að eru styrkt af
verkefnasjóði sjávarútvegs á
samkeppnissviði ásamt því að
hafa notið styrks frá
fjárlaganefnd Alþingis. Þá
hlaut fyrirtækið 20 milljón
króna fjárveitingu í tengslum
við mótvægisaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. -Þetta er það
fjármagn sem við höfúm í
hendi í dag. Við höfum í dag
þessi 2 stöðugildi auk þess
sem við höfum fengið styrki
til þess að ráða til okkar 2
námsmenn til þess að vinna
úr rannsóknum með okkur,
segir Halldór og ljóst er að
hugmynd sem kviknaði á
framboðsfundi er orðin að
veruleika og vel það. Gott
dæmi um hve dýrmætt
frumkvæði og þor heima-
manna getur reynst.