Feykir


Feykir - 22.05.2008, Qupperneq 9

Feykir - 22.05.2008, Qupperneq 9
20/2008 Feykir 9 Gunnar Rögnvaldsson skrifar Kirkjuferð til Kanarí Þeir voru margir íslendingarnir sem eyddu sfóastliönum páskum erlendis og þar með sfðustu ódýru gjaldmiðlunum f bráð að minnsta kosti. Með f þessum stóra hópi var Kirkjukór Glaumbæjar- prestakalls sem hélt til Kananeyja til þess að vera íslenska sóknarprestinum þar Jónu Lísu Þorsteins- dóttur innan handar við páskaguðsþjónustuna. Aðdragandi ferðarinnar var töluverður og má segja að útgáfa kórsins á geisladisknum “Mín helgistund” sem kom út haustið 2006, hafi lagt grunnin að hugmyndinni um utanferð. Þátttaka í ferðinni var ákaflega góð en hópurinn taldi 58 að mökum, nokkrum börnum og jafnvel barnabörnum með- töldum. Meginhluti hópsins steig á land um miðjan dag 18. marsmánaðar eftir viðburða- lausa flugferð með Icelandair. Nokkrir höfðu farið viku áður og voru því vart þekkjanlegir er þeir tóku á móti okkur á hótel Paraiso Maspalomas sem er á hinni vel þekktu Ensku strönd. Niðurröðun á herbergi gekk lipurlega fyrir sig, en fljótlega kom í ljós að sumir þurftu að deila íbúðum með þarlendum húsdýrum þar sem pattaralegir kakkalakkar höfðu lagt undir sig eldhússkápana á nokkrum stöðum. Var þessu þó fljótlega kippt í liðinn og vann Anna á Krithóli fúllnaðarsigur á pöddunum. Andlegur leiðtogi okkar Stefán Gíslason stjórnandi þorði ekki annað en halda stöðufúnd með hópnum strax við komuna og upplýsa um verkefnin framundan áður ensólarþorstinnjáogalmennur þorsti gerði vart við sig. Reyndist þessi ótti ástæðulaus. Bæði var það að einungis var boðið uppá sólarglennur þessa vikuna auk þess sem gengi krónunnar lækkaði svo skarpt að sáralítil hagnaður var af erlendri víndrykkju. Fyrir lá að kórinn syngi tvisvar sinnum, við bænastund á miðvikudeginum og síðan í Páskamessunni, en íslenski söfnuðurinn hefúr aðgang að glæsilegri kirkju sem kölluð er í daglegu tali sænska kirkjan. Það hafði spurst út meðal fjölmargra íslendinga sem þarna dvelja að jafnaði, að annar íslenskur kór væri kominn til að syngja en karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hafði þá nýlokið tónleikum í þessari sömu kirkju. Því var góð mæting á bænastundina þar sem kórinn söng aðallega Gospellögin sem hann hefur æft upp undanfarin ár. Sigfús í Álftagerði söng þar einsöng í laginu velþekkta “Aldrei einn á ferð” og kappinn sá sem hefur marga fjöruna sopið lofaði hljómburðinn í kirkjunni og taldi með því besta sem hann hefði upplifað. Það tók okkur stutta stund að aðlagast kaþólskum siðum Dymbilvik- unnar, en um Guðshúsin á að ganga hljóðlega, ekki tala og hvað þá skvaldra. Reyndu þessi boð töluvert á suma, en eitthvað hefur nunnunni sem er kirkjuvörður þótt söngurinn bæta fýrir pískrið, í það minnsta fengum við góðar kveðjur og þakkir frá henni daginn eftir. Ekki var um neina skipu- lagða dagskrá að ræða utan þess sem hver og einn kaus sér af öllu því sem fararstjórarnir bjóða uppá. Þrátt fyrir það héldu menn lengstum hópinn, en auðvitað lokkuðu leikgarðar af ýmsu tagi börnin og Hadda í Brautarholti. Á skírdag fór stór hluti hópsins í gönguferð um ströndina þar sem sokkar og skór voru dregnir af fótum og volgur sandurinn fékk að leika um tærnar. Fóru þeir fyrir hópnum Stefán Gísla og Víglundur Rúnar, báðir kunnugir og drógu ekkert af sér að útskýra það sem fyrir augu bar á þessari 7-8. km löngu göngu. Mannmergðin var mildl enda heimamenn i langþráðu frí. Þó fór heldur að strjálast á ströndinni þegar komið var alllangt frá byggðinni. Var það nokkuð í samræmi við klæðnað strandgesta sem voru fyrir í skjóllitlum klæðum og á þessum parti sumsé í engum ef frá eru taldir nokkrir hringir og dinglum dangl hér og þar á skrokknum. Kallaði þessi hegðun á ýmsar athugasemdir og upphrópanir sem ekki er ástæða til að birta hér. Daginn eftir fóru flestir á markað í nálægum bæ. Farið var með rútu og voru sumir fegnir að vera fjallmegin í bílnum, svo tæpt hangir vegurinn utan í klettunum. Eins og víða er á svona mörkuðum er áreiti sölumanna mikið og fullkomlega óþolandi fyrir marga enda langt umfram það sem við þekkjum frá Eymundi í Saurbæ og Pálma í Garðakoti sem þó eru magnaðir báðir. Margir versluðu sér smá- ræði og Benni á Vatnsskarði forláta leðurhatt sem færði honum nafnbótina Rambó frá sölumanninum um leið og um samdist. Laugardaginn fyrir páska- dag notuðu margir tækifærið og litu í búðir ef vera skildi að vanhagaði um eitthvað. Annar hópur leigði sér 3 bíla og hélt í óvissuferð upp á eyjuna. Þá fyrst kynntumst við alvöru vegum. Snarbrattir slóðar hringa sig upp fjöllin, svo þröngir að mæta þarf með gát og jafnvel flauta fyrir horn. Er ekki frítt við að bílstjórarnir hafi á þessum eina degi komist nærri ársnotkun á bremsu- búnaðinum slíkt reyndi á hann. Reynistaðabræður Jón og Helgi voru lengst af fararstjórar og stóðu sig vel í flóknu vegakerfí heimamanna. Ekki var samt laust við að hlegið væri í hinum bílunum þegar þeir fóru hring eff ir hring í hverju hringtorginu á fætur öðru. Höfðu þeir trúverðuga skýringu á athæfmu og sögðust vera að jafna bilin á milli bílanna. Á sjálfan páskadaginn var svo komið að guðsþjónustunni. Er komið var að kirkjunni mátti halda að um útför væri að ræða því svo margt fólk var komið þar löngu fyrir athöfnina. Því brá söngstjórinn á það ráð að láta kórinn syngja nokkur lög og sálma fyrir messuna á meðan fólkið var að koma sér fyrir. Kirkjan var útúrfull en hún tekur um 450 manns og þurffu einhverjir frá að hverfa. Hátíðleikinn vara mikill í þessu stórkostlega guðshúsi og allir lögðu sig frarn sem aldrei fyrr við að skila okkar fallegu páskasálmum til landa okkar. Og þegar þjóðsöngurinn var sunginn í lokinn þá fór notalegur fiðringur um hið stolta kórfólk sem hafði látið hugmyndina Stefáns kórstjóra og Margrétar verða að veruleika. Að messu lokinni safnaðist fólk saman fýrir utan kirkjuna og þar seldum við vel af diskinum okkar góða og meðtókum þakklæti kirkjugesta sem virtust hafa notið stundarinnar jafnvel og við. Annar dagur páska hefúr ekki sérstaka merkingu hjá heimamönnum, allar verslanir opnar og því tilvalið að eyða síðustu dýru evrunum áður en heim skyldi haldið. Því skiptu menn liði og héldu hver í sína áttina. Nokkrir karlar voru ákaflega fegnir þegar konumar þeirra spurðu hvort þeir vildu “nokkuð” vera að hanga með þeim í búðum, sögðu strax nei og stormuðu til hins indverska Bjarna Har, Harry sem hefúr fádæma aðlögunarhæfileika, talar íslensku og veit hvenær skagfirskum bændum langar í koníak. Þar úti á stétt mátti hlýða á íslenska útvarps- útsendingu frá upptöku á dagskrá Heimis um Stefán íslandi. Þrátt fyrir kuldasteytu á mælikvarða heimamanna sátu margir yfir krús og hlýddu á útvarpið. Þar á meðal var Sigurður Hansen skáld í Kringlumýri sem fylgdist jöfnum höndum með útvarpinu og dúfnahóp á þakbrúninni sem einnig hlýddi andaktugur á Heimi. Gerðist nú margt í senn. Þegar Óskar Pétursson þandi sig hvað mest í Ó sóle mío í hátalaranum þá fýlltist ein karldúfan svo mikilli náttúru að hún stökk beint ákvendúfu sem stóð skör neðar og hafði uppi tilburði. Ekki var lagið fjarað út þegar Siggi Hansen velti vöngum ofurlítið, pírði augum og laumaði svo út úr sér þessu gullkorni. Dúfurnar í þéttri þröng á þakbrún eru sestar. Um það bil sem Óskarsöng eðluðu þcer sigflestar. Eins og gerist og gengur var ýmislegt gert fleira til skemmtunar og verður það ekki rakið hér. Eftir standa minningar um ákaflega vel heppnaða för og mikinn og góðan samhug allra ferðafélaga. Ferðalög af þessum toga eru mikilvægur þáttur til að efla og viðhalda því samfélagslega mikilvægi sem kirkjukór er hverju byggðalagi. Um leið er það viðurkenning til þeirra sem hafa helgað sig sjálfboðnu söngstarfi í áratugi og hvatning til nýrra félaga. Þeir sem lögðu hönd á plóginn og eiga þakkir skyldar eru margir og skal þar fyrstan telja söngstjórann okkar og organista Stefán Gíslason og konu hans Margréti Guð- brandsdóttur sem lögðu mikla vinnu á sig. Sr. Jóna Lísa fyrir sinnþáttogeinnigHéraðssjóður Skagafjarðarprófastdæmis og sóknir kirknanna okkar sem veittu kórnum verulegan fjárstuðning.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.