Feykir


Feykir - 19.06.2008, Síða 7

Feykir - 19.06.2008, Síða 7
6 Feyklr 24/2008 24/2008 Feykir 7 ísbjörn gekk á land við Hraun á Skaga á mánudagsmorgun og endaði líf sitt í fjörunni einum og hálfum sólahring síðar. í millitíðinni fór fram heilmikil björgunaraðgerð sem í tóku þátt starfsmenn ráðuneytis, tveggja stofnana, þriggja lögregluembætta, flugfélags, dýralæknar og björgunarsveitarmenn. Feykir fékk þá Stefán Vagn Stefánsson og Þorstein Sæmundsson til þess að fara yfir atburðarrásina 16. -17. júní sl. Fréttaskýring Tugmilljóna tilraun Útkall kemur rétt fyrir eitt á mánudag en þá hringir Merette Rabolle í neyðarlinuna og tilkynnir um að ísbjörn sé komin á land. Hárrétt viðbrögð. Stefán Vagn Stefánsson fær tilkynning- una inn til sín skömmu síðar. Tveir lögreglumenn fóru á vettvang og höfðu samband við lögregluna á Blönduósi og báðu þá að koma vestan megin að og loka Skagavegi. Þriði lögreglu- maðurinn kemur skömmu síðar og sér um lokun austan megin frá. Á leiðinni hringir Stefán á skytturnar og ræsir þær út. Er komið er á vettvang talar Stefán við ábúendur, staðfestir dýrið. Ábúendur eru beðnir um að halda sig innan dyra og fara ekki út nema með leyfi lögreglu. Átti þetta við um alla Hraunbæina þrjá. Þorsteinn Sæmundsson var staddur í Reykjavík en Helgi Páll Jónsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra kom fljótt á vettvang. Lögreglan kom sér fyrir í sjónpósti við dýrið og kallaði til sjúkrabíl til þess að hafa á vettvangi auk þess sem björgunarsveitir voru kallaðar til og lögreglan kom á öll inn á svæðið til aðstoðar ef dýrið færi á ferð. Þorsteinn hafði beint samband við umhverfisráðuneytið og tilkynnir að annað bjarndýr væri komið á land. Ráðuneytið hefur síðan samband við Umhverfisstofnun og Náttúrufræði- stofnun. Þaðan var haft samband við Kanada, Noreg og Danmörku þar sem leitað var aðstoðar til að finna leiðir svo hægt væri að ná dýrinu lifandi. Mjög fljótlega fór í umræðuna að reyna allar leiðir til þess að ná dýrinu lifandi. Lögregla hafði góða stjórn á svæðinu og því Ijóst að ljóst að meðan ástandið væri þetta stöðugt væri hægt að keyra á björgunaraðgerðir. Þarna er farið að huga að því að fá inn á svæðið allt það fagfólk sem til þurfti svo hægt yrði að fara í þessa aðgerð. Þorsteinn hafði verið í sambandi við sérfræðinga fyrir sunnan en kom eins fljótt og hægt var á vettvang. Lendingin varð sú að fá aðila frá danska dýragarðinum til þess að koma og freista þess að svæfa dýrið. Auk hans komu á svæðið allt í allt fjórir aðrir dýralæknar. Þrír voru komnir frá Náttúrustofu Norðurlands vestra. Strákarnir vilja koma því á framfæri að alveg sama hafi verið hvert þeir hafi leitað, allir hafi viljað leggja sitt að mörkum og rúmlega það. Flugvél flaug yfir rétt eftir kvöldmat og var þá tekin ákvörðun þess efnis að loka fyrir alla flugumferð 7 mílur út frá Hrauni á Skaga undir 5000 fetum. Dýrið var síðan vaktað alla nóttina bæði af lögreglu og skyttunni og voru alltaf nokkrir sem gátu fylgst með dýrinu frá mismundandi sjónarhorni. Þegar ákvörðun um björgun hafði verið tekin, var ekkert annað í stöðunni en bíða og undirbúa komu danska dýralæknisins. Milli fimm og sex fer dýrið af stað og stefnir til norðurs og gengur eftir syllu. Er að ná sér í egg og reynir við eina kollu, nær henni og missir aftur. Fer áfram og hverfur. Dýrið gengur norður fyrir og kemur til baka en birnan er mjög hæg og leggst aftur við norðvestur endann á vatninu. Er að þvælast þar og drekkur mikið. Voru menn fegnir fyrir hvern klukkutímann sem leið án þess að dýrið færi að labba. Að morgni 17. júni flaug vél frá Blönduósi yfir svæðið í um það bil 50 metra hæð. Dýrið sest upp en þar sem það var veikburða má svo að orði komast að það hafi hreinlega ekki haft orku til þess að fælast meira. Hringt var í Flugmálastjórn og þeir beðnir um að kalla vélina út af svæðinu. Fólk á jörðu niðri reyndi að veifa þeim í burtu en vélin fór tvær til þrjá ferðir yfir. Birnan liggur í vainum eftir að hafa verið felld á leið til sjávar. Lítið búr flutt milli landa Það vakti furdu manna er ísbjarnarbúrið kom til landsins hversu lítið búrið í raun var. Trékassi hafði verið sleginn utan um járngrind og Ijóst að þröngt hefði verið um dýrið hefði tekist að svæfa það. Ætlunin var að opna búrið í báða enda og draga dýrið í gegn. Aðspurður sagði starfsmaður vélsmiðju að lítið mál hefði verið að smíða samskonar búr á stuttum tíma. Stærðarhlutfallið má hér sjá í samanburði við smávaxna blaða- menn Feykis. Hinn danski Carsten Gröndal hafði ekki pössun fyrir 10 ára son sinn og tók hann því með til íslands. Karen Helga Steinsdóttir og hinn græntenski ísak Christiansen komust í mest návígi við björninn. ísak hafði ekki séð ísbjörn áður. Fjölmiðlafólk fékk að koma heim á hlað á Hrauni í fimm mínútur á mánudag og mynda birnuna þar sem hún lá í bangsalaut eins og lautin heitir nú og gæddi sér á eggjum úr æðarvarpinu. Jóhann Rögnvaldsson bóndi á Hrauni segir að ekki verði hægt að meta tjónið í æðarvarpinu fyrr en á næsta ári því svo til allur dúnn hafi verið tíndur að þessu sinni. Það verði að koma í Ijós á næsta ári hvort kollurnar snúi aftur í varpið. Aðfaranótt 17. júní var Steinn Rögnvaldsson sendur til þess að grafa upp ær sem drapst þar fyrir tveimur vikur. Ána flutti hann síðan niður í fjöru og átti að freista þess að tefja fjör bjarnarins færi hann afstað i þá áttina. Skagafjarðarsveit Björgunarsveitarinnar auk Björgunarsveitarinnar á Skagaströnd sáu um lokun vegarins og stóð björgunarsveitarfólk vaktina í rúman sólarhring. Aðspurðir sögðu björgunarsveitarmenn að ekki væri um björgun að ræða heldur væri sveitin í vinnu fyrir lögregluna og því yrði sendur reikningur fyrir vinnu sveitanna. Að morgni 17.júní flaug vél í miklu lágflugi yfirsvæðið þrátt fyrir flugbann og komst þá styggð á dýrið sem flutti sig um set. Ljóst er að flug þetta hefði getað sett alla aðgerðina i uppnám. Stefán Vagn Stefánsson sagði að flugmaðurinn ætti yfir höfði sér kæru. Fjölmiðlamenn máttu þá aftur koma inn á svæðið um klukkan eitt og þá náðist þessi mynd afbirninum. Eins og sjá má var viðbúnaður fjölmiðla á svæðinu mikill og stóðu blaðamenn Feykis vaktina meira og minna í einn og hálfan sólahring. Rétt fyrir sex þann 17. júní mætti umhverfiráðherra Þórunn Svein- þjarnardóttir á svæðið og fylgdist með aðgerðum. Ráðherra var sleginn mjög er Ijóst var að dýrið væri fallið en stóð þétt við bak yfirlögregluþjón á þlaðamannafundi og lýsti yfir stuðningi sínum við aðgerðir á svæðinu og þakkaði öllum sem komu að þessu gríðar- lega stóra verkefni fyrir góð störf. Þýsk hjón er voru á leið fyrir Skaga þegar lögreglan lokaði veginum á mánudag. Hjónin töluðu litla sem enga ensku en sýndu með látbragði sínu að réttast vaeri að sprauta björninn í handlegginn þannig að hann sofnaði og keyra hann síðan heimllll Eftir þetta gerist í raun og veru ekki mikið nema hvað að menn eru í stöðugu sambandi við aðila og undirbúa um leið framhaldið. Tíminn þótti það dýrmætur að þegar sá danski mætti voru allir tilbúnir í aðgerð sem hann fór yfir og samþykkti. Rétt fyrir hálf sex er síðan farið af stað. Farið er á fjórum bílum í aðgerðina. Bíll sem fór á undan, því næst bíll með dananum, bíll með búri og dýralæknum auk bíls með tveimur skyttum. Tveir bílar fóru að dýrinu til þess að reyna að koma dýrinu frá vatninu. Daninn komst aldrei í skotfæri þar sem dýrið fældist. Dýrið var hungrað og komin styggð að því. Fer fýrst í vatnið, stefnir í átt að bænum og reyndir daninn þá að komast hinum megin og taka á móti dýrinu þegar það kom upp. Þá snýr dýrið við og syndir upp á bakkann hinum megin við danann og tók á rás yfir hólmann og stefndi á haf út. Þá er tekin ákvörðun um að skjóta sem og var gert rétt áður en björninn fór í hafið. Tekin voru sýni úr dýrinu um leið enda nauðsynlegt að ná sýnum innan við 30 mínútum frá því að dýrið féll. Þau sýni voru síðan fryst og að auki voru tekin önnur sýni til rannsókna á staðnum. Við fýrstu sýn leit dýrið út fyrir að vera horað og var það staðfest daginn eftir þegar krufning fór fram. Ekkert var í maga dýrsins nema vatn eða einhver vökvi. Lítið um fasta fæðu. Ljót sár voru undir bógkrikum dýrsins sem talin eru vera eftir langt sund. Ekki er ljóst um hve gamalt dýr var að ræða. Dýrið var 190 cm langt og 147 kíló. Ummál brjóstkassa dýrsins var 40 cm minna en hins dýrsins. Þeir Stefán Vagn og Þorsteinn vilja koma á framfæri þakklæti til ábúenda á Hrauni sem sýndu einstaka stillingu, framúrskarandi gestrisni í garð viðbragðsaðila við erfiðar aðstæður. Auk allra annarra sem að aðgerðinni komu. ísbirnir í sögulegu samhengi á Skaga ísbjörn verður átta manns að bana í Byggðasögu Skaga- fjaróar er sagt frá komu hvítabjarna á Skaga allt frá Hrauni að Skíðastöðum í Laxárdal. Mismiklum usla ollu þeir, allt frá því að gera lítið rask í það að verða átta manns að bana. Um aldamótin nítjánhundruð gengu fjögur bjarndýr á land. Þrjú dýranna héldu sig við bæinn Ytra-Malland í nokkrar vikur en gerðu engan usla svo vitað sé og hurfu. Við Hraunsmúla hjá bænum Hraun var unglingsstelpa að stússast við nýborna kind. Veit hún ekki fýrri til en bjarndýr kemur á móti henni. Það hefur líklega verið henni til lífs að dýrið tekur strax lambið og drepur sér til matar. Árið 1843 var önnur unglingsstúlka sem leitaði að gráum hesti frá Efra-Nesi. Taldi hún sig sjá hann í Nesselsmýrinni en varð heldur skefld þegar hún stóð frammi fýrir bjarndýri. Tók hún til fótanna, en bangsi hreyfði sig ekki og hefur ekki sést síðan. Árið 1518 varð hins vegar mikill mannskaði þegar bjarndýr sem tók sér bólfestu í Bjargar- skarði á Ketubjörgum varð átta manns að bana. Fræg er sagan af birninum þegar hann hreyfði sig ekki þegar maður gekk framhjá honum með atgeirsstaf mikinn. Sá maður mætti öðrum manni sem ætlaði framhjá dýrinu og lét hann hafa atgeirinn. Bangsinn hefur áttað sig á skiptunum því hann tók á rás og elti fyrri göngumann sem þá var vopnlaus og drap hann innan við Skíðastaði. Heimild: Byggðasaga Skagafjarðar Sveitarstjóri vill aðgerðaráætlun Ógn en ekki gælubangsi landgöngu ísbjarna það er ef ekki má skjóta þá, segir Magnús. -Það verður að líta á þetta sem ógn en ekki einhverja gælubangsa, segir Magnús. Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd hefur tilkynnt sýslumann- inum á Blönduósi að komi fsbjörn að landi í nágrenni við sveitarfélagið líti hann það sem almannavá og gripið verði til ráðstafanna samkvæmt því. -Ég lít svo upp að það þurfi að setja upp viðbragðsáætlun við vá þeirri sem fýlgir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.