Feykir


Feykir - 04.12.2008, Side 4

Feykir - 04.12.2008, Side 4
4 Feykir 46/2008 Sögufélag Skagfírðinga Skagfirðingabók komin út Skagfirðingabók, rit Sögufélags Skagfirðinga, er nýkomin út. Þetta er 31. hefti bókarinnar sem komið hefur út með nokkrum hléum sfðan árið 1966 þegar þnr Skagfirðingar, þeir Kristmundur Bjarnason, Sigurjón Björnsson og Hannes Pétursson hófu útgáfu ritsins. Gáfu þeir út á eigin reikning fimm fyrstu heftin en afhentu síðan Sögufélaginu útgáfuna. Bókin hefur á þessum rúmlega fjórum áratugum flutt gnðarmikið skagfirskt efni, fróðleik og sögu á talsvert yfir 6000 blaðsíðum. í tilefni þess að út voru komin 30 hefti ákvað ritstjórn bókarinnar að gera nokkur skil í útgáfunni og breyta formi hennar. Brotið var stækkað lítið eitt, textinn settur í tvídálk og myndefni aukið verulega, auk þess sem bókin er nú að að mestu leyti litprentuð. Þá kemur hún nú bundin í harðspjöld. Efni bókarinnar er fjöl- breytt að vanda og áhugavert. Hún hefst á grein eft ir Sigurjón Björnsson prófessor um æviatriði og skáldsagnagerð Guðrúnar frá Lundi. Alfreð Jónsson frá Reykjarhóli í Fljótum ritar endurminningar frá mannskaðaveðrinu á Nýfundnalandsmiðum þegar hann var þar á togaranum Norðlendingi. Hannes Pétursson skáld segir frá Húsafellssteini í Goðdalakirkjugarði og skrifar auk þess þrjá smápistla. Guðný Zoéga fornleifafræðingur skýrir frá fornleifarannsóknum í Keldudal og Árni Gunnarsson frá Reykjúm á Reykjaströnd Qallar um Hesta-Bjarna frá Reykjum í Hjaltadal sem tvímælalaust var einhver kunnasti hesta- og tamningamaður á íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Markús Sigurjónsson frá Reykjarhóli segir frá mæðiveikivörslu á Vatnsskarði laust fyrir 1940. Jón Árni Friðjónsson kennari hugar að örnefnum í Kolbeinsdal tengdum Þórði hreðu. Gunnar Sigurjónsson frá Skefilsstöðum rekur æskuminningu frá frostavetrinum 1918 í Hóla- koti á Reykjaströnd. Helga Bjarnadóttir skólastjóri ritar minningar frá námi og kennslustörfum. Pétur Jóhannsson frá Glæsibæ skráir minningar ömmu sinnar úr Sléttuhlíð ogHrolleifsdal í grein sem hann nefnir Hún amma mín það sagði mér. Bókinni lýkur á grein Sigurjóns Páls ísakssonar, Jarðfundnir gripir frá Kálfsstöðum í Hjaltadal. Allt eru þetta áhugaverðar greinar, margar afbragðsgóðar og skemmtilegar. Vel virðist hafa tekist til um útlit bókarinnar og uppsetningu og er hún höfundum og útgefanda til sóma. Ritstjórn skipa Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll ísaksson og Sölvi Sveinsson. Ný bók Axels Þorsteinssonar frá Litlu Brekku Heim með sunnanblænum í Jólablaöi Feykis er birt saga eftir Axel Þorsteinsson sem ber heitið Þegar tröllið kom. Ekki kom fram í kynningu sögunnar að hún er stytting af sögunni Jólin hans afa, þegar tröllið kom og birtist í nýútkominni bók sem ber heitið Heim með sunnanblænum. Það kann að hafa valdið lesendum nokkrum heilabrotum að hvergi var minnst á tröllið í Jólablaðsútgáfunni en það er vegna þess að sú saga var tröllaskert í styttingunni. Heim með sunnanblænum er gefin út af börnum höfundar en umsjón með útgáfu hafði Hjalti Pálsson. Um höfund bókarinnar og bókina sjálfa, hefur Hjalti ritað á bakhlið hennar eftirfarandi: Höfúndur þessarar bókar er Axel Þorsteinsson bóndi í Litlubrekku á Höfðaströnd á árunum 1953 - 1987. Hann fæddist á Vatni á Höfðaströnd 28. október 1927 og ólst þar upp við störf til sjós og lands. En hann markaði sér snemma ævibraut sem beindist á götu lífs og gróðurmoldar og sagði eitt sinn: „Ég held ég hafi alltaf verið með bóndann í mér. Mig langaði ekki til neins annars“. Bókin skiptist í þrjá kafla: Kvæði, lausavísur og þætti sem hvort tveggja eru æskuminningar og gamlar frásagnir úr næsta umhverfi. Þetta er hluti, eða eins konar úrval, þess sem Axel hefur skrifað og samið á langri ævi. Texti hans allur er mótaður af sýn manns sem á sér djúpar rætur í umhverfi sínu, fer um það nærfærnum höndum og umgengst samferðamenn af hlýju og virðingu. Hægt er að nálgast bókina hjá eftirfarandi aðilum: KS Skagfirðingabúð og Varmahlíð, Pálma Rögnvaldssyni Hofsósi, Sögufélagi Skagfirðinga og Dísu Axelsdóttur Hólum, disa@holar.is, s- 8668503. ( ÁSKORENDAPENNINN 1 Haddý á Hvalshöfða skrifar úr Húnaþingi vestra Augnablikió er núna en ekki seinna Ég ætla ekki að skrifa um kreppu eða bankahrun. Eða hvort ísland sé draumalandið eða hvort að draumurinn hafi snúist f martröð. ísland þetta fagra land sé enn eitt landið sem sé ofurselt spillingu, éstjórn og ofbeldi. Það er verkefni mér meiri manna. Stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta jólatilstand sé gjörsamlega komið úr böndunum og séu í alvörunni orðið að hátíð kaupmanna og bankanna í stað þess að vera hátíð Ijóss og friðar. Þessu vilja sumir halda fram. Þegar ég hugsa til baka í bamæskuna koma upp í hugann meðal margs annars myndirfrá liðnum jólum. Baksturinn á aðventunni, hreingerningarnar, ferðin í Kaupfélagið á Borðeyri að kaupa jólagjafirnar á jeppanum hans Trausta frænda, því að við áttum engan bil, skúffa af kóki í gleri sem var geymt uppi á háalofti, ilmurinn af jólaeplunum sem voru geymd á sama stað, svo jólaskrautið sem foreldrarnir settu upp þegarvið krakkarnirvorum farin að sofa á Þorláksmessu. Og að sjálfsögðu gamla góða gervijólatréð sem var svo á aðfangadag skreytt með glerkúlum sem hver og ein varvafinn inn í pappír og voru geymdar í skókassa í efriskápunum austur í herbergi eins og sagt var. Aðfangadagur með sinni spennu og biðin eftir því að blessuð klukkan drattaðist áfram og yrði sex. Biðin eftir að Trausti kæmi á jeppanum sínum og borðaði með okkurjólamatinn, messan í útvarpinu og loksins, loksins kom svo hin langþráða stund þegar jólagjafirnar voru opnaðar. Svo að lokum þegar var skriðið upp í rúm í nýjum náttfötum undir rennisléttum straujuðum rúmfötum eftir að hafa raðað í sig kökum og kakói við eldhúsborðið sem var líka komið íjólafötin. Dúkað með hvíta damask dúknum og kerti í gamla þriggja arma kertastjakanum sem alltaf hafði verið til. Núna velti ég því fyrir mér í hverju jólastemningin sé fólgin í dag? Égveitaðminningar minna barna verða nú líklega ekki um rennislétt rúmföt eða ofurbakstur eða hreingemingu ársins fyrir jólin. En ég vona mjög innilega að þær verði ekki um ergelsi við að finna stæði við verslunarmiðstöðvar höfuðborgarinnar. pirring yfir að vera ekki búin að koma skikki á geymsluna eða angur og áhyggjur yfir skuldahala eftir jólagjafa flippið. Ég hef þá trú að flestar minningar okkar séu vegna frávika við hversdagsleikann. Þess vegna leyfi ég mér að draga þá ályktun að nú sem aldrei fyrr séu jólin og eigi að vera hátíð Ijóss og friðar í margfaldri merkingu þeirra orða. í hraða nútímans, tímaleysi og streitu sé það orðið okkur afar mikilvægt að nota þessa hátíð sem ástæðu til að stoppa við og njóta samvista við vini og fjölskyldu og ekki síst að eiga stund með sjálfum sér. Búa til frávik og fá smá frið íhugann og sálina, Ijós samveru og samskipta í hversdagsleikann. Láta verða af því að spila við kallinn þó hann sé ógeðslega tapsár, kitla krakkana og kíkja í kaffi hjá vinafólkinu. Vinur minn sagði í fyna að hann þyrfti svei mér þá að fara á eitthvað námskeið sem var kallað "Stoppið tímann’’ og kostaði örugglega a.m.k. lOþúsund kall. Allur hans frftfmi væri farinn að fara í keyrslu með unglinginn á íþróttamót og æfingar og litlu krakkana í tómstundastarf, afmælisboð oghittog þetta. Égbauðst strax til að hirða af honum peninginn ef hann segði mér frá því hvað væri notalegasta minningin sem hann ætti frá því hann var bam. Hann varð dálítið undarlegurá svipinn og sagði svo eftir smá umhugsun. “Það var þegarpabbi varaðleggja sig eftir matinn og ég var að brölta í dívaninum fyrir ofan hann eða þegar ég paufaðist í fjárhúsunum með afa.” Mín notalegasta minning er þegar mamma var inni í stofu að prjóna og ég var einhversstaðar í kring að leika mér, eða að rölta með pabba heim úrfjósinu á kvöldin hangandi íhaidinu á mjólkurbrúsanum glápandi upp í stjörnubjartan vetrarhimininn. Semsagt ekki dýrar gjafir heldursamvera og nálægð við þá sem stóðu hjarta mínu næst. Njótum hátíðanna saman, og allra þessara litlu hluta. Höfum gaman af því að velja gjöf fyrir þá sem okkur finnstvænt um.skrifum hlýja kveðju á jólakortin þó svo að jólakortið sé kannski einu samskipti ársins við þann einstaklings, brosum til hvers annars og drögum svo bara djúpt andann ef við finnum ekki stæði hjá Smáralindinni. Augnablikið ernúna en ekki seinna. Megið þið eiga ánægjulega aðventu ogjólahátíð. Með bestu kveðju úr firðinum fagra Ég skora á yngismær sem heitir Guðrún ósk Steinbjörnsdóttir og býrá Hvammstanga að koma með næsta pistil.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.