Feykir - 04.12.2008, Blaðsíða 6
6 Feykir 46/2008
Góður dagur í miðbænum
Það var góó stemning í miöbæ Sauöárkróks
sl. laugardag er Ijósin voru kveikt á jólatré
bæjarins. Tréö var aó venju gjöf frá vinabæ
Skagafjaröar, Kongsberg í Noregi. Smáar sem
stórar uppákomur voru um allan bæ í tilefni
dagsins og heimafólk lét slæmt veöur ekki
skemma stemninguna heldur klæddi sig vel
og naut dagsins.
Jólaljósin
tendruö
í Minjahúsinu buðu
Maddömurnar upp á kjötsúpu
og í næsta húsi stóðu þær fyrir
jólamarkaði þar sem gestir og
gangandi gátu verslað ýmsan
varning auk þess sem þær buðu
upp á jólate og konfekt.
Maddömurnar eru skipaðar hópi
kvenna sem vinna í Árskóla en
konurnar voru orðnar svo leiðar
á krepputali og neikvæðni í
þjóðfélaginu að þær ákváðu að
láta gott af sér leiða og dreifa
gleði um bæinn. Það tókst svo
sannarlega og var staðsetningin
góð og nutu bæjarbúar þess að
skoða Minjahúsið á meðan þeir
gæddu sér á kjötsúpunni.
Jólasveinar og
Hara-systur
I blómabúðunum var boðið upp
á kakó, te og piparkökur og í
Landsbankanum voru skátar að
venju og buðu upp á kakó og
kökur. í safnahúsinu opnaði
Lafleur myndlistasýningu og á
torginu bauð Ingimar Pálsson
upp á ferð í hestvagni. Þá gátu
bæjarbúar borið ísbjörninn
augum í Náttúrustofu Norður-
lands vestra.
Á pósthúströppunum söng
Carmina hópurinn fyrir gesti og
að loknu ávarpi sveitarstjóra
voru ljósin tendruðu á trénu og
jólasveinar dönsuðu í kringum
tréð og gáfu börnunum
mandarínur.
Eftir jólaballið fóru margir á
Abba skemmtun á Mælifelli með
Spútnik og Hara-systrum og
aðrir fóru í kaffihlaðborð í
bakaríinu eða bara heim að njóta
dagsins.
Stelpurnar úrÁrskóla stóðu vaktina við söluborðin og seldu líkt og enginn væri morgundagurinn.
Edda og Guðný gáfu jólate og konfekt.
Hara systur fengu stelpurnar með sér a dansgólfið.
Kristrún var fín í tilefni dagsins.
Ingimar Páls bauð á rúntinn.
ABBA eru æðl og það erswoooo gaman.
Vá hvað Stjáni er flottur, nei ætli það hafí ekki verið Hara
systur sem voru svona flottar.
Carminahópurinn söng nokkur lög.
Flott þrenning.