Feykir - 04.12.2008, Side 8
8 Feykir 46/2008
keppninnar í ár var framtíðin
og áttu liðin að vinna út frá
þeirri hugmynd. Sýna þurfti
vinnuferli og myndir á flíkum,
hár og förðun, auk útskýringa,
hvaða efni er verið að nýta og
hvaða hugmynd er á bakvið
flíkina.
Eftir undankeppnina sem
haldin var heima fengu
stelpurnar það verkefni að
sauma kjólinn og þróa
hugmyndina að förðuninni
betur fyrir aðalkeppnina.
Verkefnið kölluðu þær Fram-
tíðin er heimsendir. -Við
hugsuðum svo langt fram í
tímann að veröldin er komin
að endimörkum. Módelið sýnir
að mannkynið hefur tekið
stökkbreytingu. Gríman í
andlitinu er úr gifsi og sýnir að
hún er að afmyndast. Sandur á
löppunum á að sýna að hún er
að grotna niður. Við settum
kamba á bakið á henni sem
sýnir stökkbreytinguna sem
hún hefur orðið fyrir. Fyrst
gerðum við til gifskamba,
bjuggum svo til mót með þeim
og notuðum svo pappamassa í
endanlegu kambana. Á höfðinu
hafði hún gifskórónu. Önnur
hliðin á henni er eins og hún sé
að hrynja niður og skemmast.
Þetta táknar að einu sinni var
hún fín og falleg áður en hún
byrjaði að afmyndast.
Hvernig upplifun var það að
keppa? -Alveg stórkostleg
upplifun. Það var smá stress í
sumum og sérstaklega með
glóstykkið. Það átti að notast í
förðuninni en vildi ekki opnast
og einungis tuttugu sekúndur
eftir af tímanum, en klukkan
sex þurftu allir að hætta. En
sem betur fer náðist þetta á
endanum. Svo jókst stressið
heldur þegar atriðið okkar var
kynnt vitlaust. Það var þannig
að atriði sem var þar næst á
undan okkur datt út en
kynningin á því hélst áfram
inni. Því fór það þannig að
kynningin á okkar atriði var
röng og átti alls ekki við frekar
en þau atriði sem kom á eftir
sem líka voru vitlaust kynnt.
Hver voru verðlaunin?
-Verðlaunin voru margvísleg.
Við fáum að heimsækja
förðunardeild RÚV og hitta þar
menntaða förðunarfræðinga.
Bók um förðun sem er nýkomin
út, make up tösku, maskara og
bol frá Gosh, út að borða á
kjúklingastað, snakk og að
endingu stóra viðurkenningu í
myndaramma.
Hvað er svo framundan?
-Þetta var ofsalega gaman og
stefnan er að taka þátt í body
paint í Fjölbraut á næsta ári.
„En þá þurfa þær að finna sér
annað módel“, segir Ólöf
Elísabet og brosir.
ÓlöfElísabet á endimörkum heimsendis.
Sveinn Rúnar Gunnarsson tók
þátt í rímnaflæðinu sem
fulltrúifélagsmiðstöðvarinnar
Friðar á Sauðárkróki. Sveinn
Rúnar flutti atriðið sitt það vel
að hann hlaut fyrsta sætið
fyrir. Dabbi T, einn dómaranna
hafði það á orði, að Sveinn
væri mesta rapparaefni sem
hann hefði séð lengi.
Það voru fimmtán atriði alls
í keppninni, allt strákar, en
aðeins ein stelpa var þarna í
bakröddunum. Atriðin voru
dæmd eftir flæði, stíl og rími.
Sveinn Rúnar samdi sjálfur
atriðið sem hann flutti. -Það
heitir Draumar og fjallar um
drauma og líf drengs, segir
Sveinn sem segist semja mikið
af tónlist.
-Ég sem allskonar tónlist,
ekki bara rapp. Ég er einn að
semja, er ekki í hljómsveit, spila
mest á gítar en líka á trommur.
Ég er að vinna í því að taka upp
lög hjá Helga Sæmundi en hann
vann einmitt rímnaflæðið árið
2002. Helgi er líka að leiðbeina
okkur í tónlistarklúbbnum hjá
Friði og er alveg magnaður.
Hver voru verðlaunin fyrir
fyrsta sætið? -Það var bikar,
fimmtánþúsund króna úttekt
Framtíöin er heimsendir
Fyrstu verölaun
fyrir föröun
Þær Sunneva Jónsdóttir, tslandi í hárgreiðslu, förðun og
Snæbjört Pálsdóttir, Herdís fatahönnun og gerðu það gott.
Steinsdóttir og Elísabet Ólöf Aðalkeppnin fór fram í
Ólafsdóttir tóku þátt í Stílnum, Kópavogi og fimmtíu og sjö
keppni félagsmiðstöðva á hópar tóku þátt. Þema
Sveinn Rúnar syngur sigurlagið.
hjá Exodus, medalía, diskur
með 32C, stúdíótímar held ég
og rapptaktur sem Jóhann
Dagur semur en hann er
þekktur sem rapparinn
Ofvirkni.
Var eitthvað sérstakt við þitt
atriði sem var öðruvísi en
hinna keppendanna?
-Kannski það að ég var sá eini
sem var með buxurnar fyrir
ofan rassinn. Mér finnst það
ekki kúl að vera með glansandi
píparaskoru.
Fleiri söngkeppnir eru á
döfinni hjá Sveini því hann
ætlar að taka þátt í
söngvakeppni Samfés sem
fram fer á næstunni. -Þann 12.
des verður forkeppni fyrir
Skagafjörð í Árgarði. Sá sem
kemst áfram þaðan keppir á
Hvammstanga 23. janúar fyrir
Norðurland og sá sem sigrar
þar er komin í úrslitakeppnina
sem verður fyrir sunnan 20.-
21. febrúar.
Sveinn Rúnar tekur við fyrstu verðlaunum i Rímnaflæði.
í nóvember var haldin í Kópavogi keppni á vegum Samfés,
samtaka félagsmióstöóva víös vegar af landinu, þar sem ungt fólk á
grunnskólaaldri leiddi saman hesta sína, annars vegar í Stílnum og hins
vegar í rímnaflæöi.
Unglingar
gera þaö gott