Feykir


Feykir - 04.12.2008, Page 9

Feykir - 04.12.2008, Page 9
46/2008 Feykir 9 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Menningarráó Noróurlands vestra úthlutaói í lok október verkefnastyrkjum til fjölmargra aöila sem hafa eóa hyggjast setja upp menningartengda atburói á Norðurlandi vestra. Alls fengu 33 aóilar styrki og var heildarupphæó þeirra 18.85 milljónir. Feykir sendi styrkþegum spurningar í tölvupósti og forvitnaóist um hvaö þeir hafa á prjónunum. Dansaó á fáksspori Árni Gunnarsson (annarfrá hægri) tekurvið styrk frá Menningarráði Norðuriands vestra. íþróttafréttir Tindastóll 70-96 KR Stólarnir frábærir í 25 mínútur Ámi Gunnarsson er stjómar- formaður Skottu kvikmyndafél- ags. - Skotta kvikmyndafélag var stofnað fyrirverkefnið í Austurdal, og heitir í höfuðið á Ábæjarskottu sem þekkt er í dalnum. Starfeemi Skottu hefur verið mjög farsælt þó einhverjir töldu í upphafi að Ábæjarskotta myndi stnða okkur á einhvem hátt. Hvað nefnist verkefnið? Verkefnið heitir "Dansað á fáksspori" og er óbein tilvitnun í Fáka hið ódauðlega kvæði Einars Ben. "Sá drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn/ sem dansar á fáksspori yfir grund" Hverjir standa að verkefninu? Þeir sem standa að verkefninu eru Kvikmyndafélagið Skotta í samvinnu við Spákonusetrið á Skagaströnd eða réttara sagt Spákonuarf ehf og Forsvar ehf á Flvammstanga. Hvers eðlis er verkefnið? Verkefnið snýst um gerð fjögurra til fimm þátta fyrir sjónvarp um hestamenn og hestamenningu á Norðurlandi vestra og upp- setningu á efninu fyrir Netið. Þættirnir snúast að hluta til um Meistaradeild KS sem fram fer í Reiðhöllinni Svaðastöðum í vetur og byrjar í febrúar og endar í apríl. Spákonurnar á Dalvík spá fyrir um úrslit en að auki verða tekin fyrir þemu um hestamenninguna á Norðurlandi vestra og teygir sú umfjöllun síðan eins og vera ber um heimsborgara anga sína út fyrir landsteinana. Er þetta þitt fyrsta verkefni á þessum nótum? Ég hef áður gert þrjár heim- ildamyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi. í Austurdal sem sýnd var í sjónvarpi á Páskum 2005 en hún er orðin nokkurs konar klassík. Hana gerðum við saman ég, Ingimar á Ytra-Skörðugili og Þorvarður Björgúlfsson, kvikmyndagerða- maður. Aðra heimildarmynd gerði ég sem fjallar um líf fólks í flóttamannabúðum á Balkan- skaga og heitir Að komast í flugvél og var sýnd árið 2006. Þessa mynd gerði ég einnig með Þorvarði Björgúlfssyni. Rauði krossinn notar hana til sýninga m.a. á ráðstefnum og námskeiðum á þeirra vegum og þriðja myndin var um íbúðalánasjóð og hún var sýnd hjá Ingva Hrafni á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Skotta er með tvær heimildamyndir í vinnslu núna,sem heita "Kraftur" og "Laufskálarétt" og fleiri verkefni á fjármögnunarstigi. Hvenær hefst verkefnið og hvenær lýkur því? Við erum byrjuð á verkefninu og gerum ráð fyrir að því Ijúki næsta vor. Búið er að gera handrit og er það í skoðun hjá á Sjónvarpinu. Búið er að taka upp nokkuó af efni og svo hef ég verið að viða að mér heimildum héðan og þaðan. Hversu háa fjárhæð fékk verkefnið frá Menningarráði Norðurlands vestra? Dansað á fáksspori fékk eina milljón króna í styrk frá Menn- ingarráði Norðurlands vestra. Hversu miklu máli skiptir það verkefnið að hafa fengið úthlutað styrknum? Styrkurinn skiptir miklu máli. Hann gerir okkur kleyft að fara af stað með verkefnið og er einnig mikilvæg viðurkenning fyrir okkur sem vonandi hjálpar til við fjármögnun annarsstaðar frá. Eru önnur verkefni á teikniborðinu? Viðerumaðvinnaaðfjármögnun á tveimur heimildamyndum fyrir sjónvarp hér heima og erlendis. Hvort af þeim verður er of snemmt að segja til nú. Einnig erum við að vinna að mjög spennandi verkefni í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafiörð og fleiri sem gengur undir vinnuheitinu "Location North" og snýst um að kynna þennan landshluta erlendis sem heppilegan stað til kvikmyndatöku og auglýsingagerðar. Í5 ifl tTlenningarráð m 11 Norðuriands vestra Topplió KR sótti á sunnudag heim lið Tindastóls sem vermdi þriója sæti deildarinnar. KR án taps í deildinni, en Stólarnir taplausir á heimavelli. Gestirnir byrjuöu inn á með Jason, Fannar, Jakob, Jón Arnór og Helga. Heimamenn tefldu fram í byrjun þeim Darrell, Svavari, ísaki, Allan og svo fékk fyrirliðinn Helgi Rafn að byrja. Liðin byrjuðu leikinn rólega sóknarlega, allavega var hittnin nokkuð slök í upphafi leiks og þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður stóð taflan í 6 - 6. Siðan fór hittnin að skána og í lok íjórðungsins munaði tveimur stigum heimamönnum í hag, 18 - 16. Stólarnir beittu framan af maður á mann vörn og gekk hún vel og náðu þá sex stiga forskoti 13-7 sem þvingaði Benna KR þjálfara til að taka leikhlé. Eftir hléið breyttu Stólarnir í svæðisvörn sem hleypti skyttum KR-inga í gang og á skömmum tíma komu þrír þristar í röð frá þeim. Þristur frá Allan Fall tryggði tveggja stiga forskot að loknum fyrsta fjórðungi eins og áður segir. Helgi Rafn fór mikinn í skorinu fyrir Tindastóll og var kominn með átta stig. Jakob var kominn með 6 stig fyrir gestina. Stólarnir hófu annan leik- hluta ágætlega og náðu aftur smá forskoti, en KR kom svo til baka og náði að jafna í stöðunni 26 - 26. Þá náðu heimamenn góðum spretti og flest virtist ganga upp hjá þeim og til að mynda setti Svavar ævintýra- legan þrist af færi sem Kiddi Gun hefði verið stoltur af, en hann var þekktur fyrir að skjóta stundum rétt kominn yfir miðju. Tindastólsmenn skor- uðu 11 - 0 á gestina og byggðu upp gott forskot fyrir hálfleik- Tveir ungir Tindstælingar hafa verið valdir til að æfa með bestu unglingum landsins í fótbolta. Það er Arnar Skúli Atlason sem valinn var til úrtaksæfinga með U19 og Rakel Svala inn. Stólarnir leiddu svo með tíu stigum í pásunni á meðan sóknarleikur KR-inga var á köflum slakur, en varnarleikur beggja liða var öflugur. Staðan 40 - 30 í hálfleik og heimamenn gátu verið bjartsýnir fyrir seinni hálfleikinn. Stólarnir héldu svipuðu forskoti framan af þriðja leikhlutanum og eftir tæpar fimm mínútur var staðan 52 - 45. Það voru þó kominn greinileg vandræðamerki á leik Hðsins því þeir höfðu mikið fyrir hverri körfú og leikurinn var nokkuð harður og dómarnir leyfðu töluvert. KR náði svo forystunni í stöðunni 53 - 54, mest fyrir stórleik Jóns Arnórs, en hann skoraði 12 stig í leikLilutanum. Næstu mínút- urnar var leikurinn í járnum, en þristur frá Jóni Arnóri tryggði KR tveggja stiga forskot og einn leikhluti eftir. Staðan 60 - 62 og miki] spenna enn í leiknum. Ef heimamenn hafi gert sér vonir um að hrella KR-inga áffam þá hvarf sú von á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Stólarnir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturleikhlutans á meðan KRkláraði leikinn með 21 stigi i röð. Staðan breyttist úr 60 - 62 í 60 - 83. Ekki bætti úr skák að Svavar fékk tvær tæknivillur og þar með útilokun ffá leiknum. Allan Fall náði að brjóta ísinn fyrir heimamenn með tveimur vítum, en leikur Stólanna skánaði lítið ög KR lét þetta forskot ekki frá sér. Nýttu bæði liðin síðustu mínúturnar til að gefa minni spámönnum tækifæri, þó ekki séu þeir margir hjáKR. Lokatölur urðu svo 70 - 96 í leik sem lengi vel leit út fyrir að verða spennandi, en Stólarnir sprungu á limminu að þessu sinni og KR innbyrti enn einn sigurinn og eru greinilega með besta liðið í dag. Gísladóttir var valin til að æfa með landsliði íslands U16. Þau Rakel Svala og Arnar Skúli er mjög efnileg og eiga eftir að ná langt ef fram heldur sem horfir. Fótbolti Rakel og Arnar í úrtakshóp

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.