Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Page 4

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Page 4
IÐJUbJÁLFINN fagblaö iöjuþjálfa Pósthólf 4159 124 Reykjavík Efnisyfirlit Lýðeinkenni íslenskra iðjuþjálfa og viðhorf þeirra til menntamála .......7 Aðalfundur Iðjuþjálfafélags íslands.....15 Iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri - hugmyndafræði, markmið og skipulag . .18 Greiningarteymi á Heilsuverndarstöðinni . .25 Norræn ráðstefna iðjuþjálfa.................27 Iðjuþjálfar taka þátt í tilraunaverkefni....28 Iðjuþjálfun í heilsugæslu - niðurstöður matsnefndar...................30 Fjölskylduþjónusta kirkjunnar ..............32 Stjórn IÞÍ Kristín Sigursveinsdóttir, formaður Sigríður Pétursdóttir, varaformaður Oddrún Lilja Birgisdóttir, gjaldkeri Þóra Leósdóttir, ritari Sigríður Bjarnadóttir, meðstjórnandi Ritnefnd: Anna Ingileif Erlendsdóttir Auður Hafsteinsdóttir Erla Björk Sveinbjörnsdóttir Guðný Katrín Einarsdóttir Soffía Haraldsdóttir Þóra Leósdóttir Ritstjóri: Þóra Leósdóttir Prófnrkalestur: Guðbjörg Kr. Arnardóttir Þóra Leósdóttir Hönnun og uinbrot: Margrét Rósa Sigurðardóttir Prentun: Offsetfjölritun hf. Mjölnisholti 14,105 Reykjavík Pókkun og frágangur: Iðjuþjálfun Geðdeildar Lsp., Kleppi Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa mál til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Rits tjómarspjall Nú er sumar gengið í garð og fyrra tölublað Iðju- þjálfans lítur dagsins ljós. í kjölfar aðalfundar IÞÍ eru mannabreytingar í ritnefnd félagsins. Þær Anna Ingileif Erlendsdóttir og Auður Hafsteins- dóttir láta nú af ritnefndarstörfum eftir langa og dygga setu í nefndinni. Eiga þær þakkir skilið fyrir vel unnin verk á síðustu árum. Til liðs við nefndina eru mættar þær Erla Björk Sveinbjörnsdóttir og Guðný Katrín Ein- arsdóttir. Hjartanlega velkomnar! Iðjuþjálfar hafa enn og aftur lagt stóran skerf af mörkum við efnistök blaðsins. í þessu tölublaði má meðal annars finna grein um niðurstöður rannsóknar- verkefnis til meistaraprófs þar sem fjallað er um lýðein- kenni íslenskra iðjuþjálfa og viðhorf þeirra til mennta- mála. Einnig birtist hér fróðleg grein um hugmynda- fræði, markmið og skipulag námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Tilraunaverkefni um iðjuþjálfun í heilsugæslu lauk síðasta haust og nú liggur fyrir skýrsla matsnefndar, stiklað er á stóru um það mál. Jafnframt birtast í blað- inu viðtöl við iðjuþjálfa í starfi en nokkrir af nefndar- mönnum brugðu sér á vettvang með upptökutækið að vopni og tóku þá tali. Af nýjungum má nefna að nú gefst höfundum fræðilegs efnis kostur á að birta sam- antekt á enskri tungu með greinum sínum. Þetta gefur Iðjuþjálfanum alþjóðlegra yfirbragð og erlendir lesend- ur geta fengið innsýn í efni greinanna. Áður en við hlaupum út í sólina viljum við í ritnefnd þakka þeim fjölmörgu auglýsendum sem styrktu út- gáfu þessa fyrsta tölublaðs kærlega fyrir stuðninginn. ritstjóri 4 IÐJUÞJÁLFINN 1/99

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.