Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Qupperneq 11

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Qupperneq 11
iðjuþjálfa, og 6% höfðu aðrar fræðslu- skyldur. Engar fræðsluskyldur höfðu 19%. Ef allar fræðsluskyldur voru teknar saman hjá þeim sem einhverjar höfðu, þá voru 47% ráðgjafar við aðr- ar stéttir, 41% sáu um fræðslu fyrir annað starfsfólk, 33% handleiddu ófaglært starfsfólk, einnig nema, 15% handleiddu iðjuþjálfa, 12% hand- leiddu iðjuþjálfanema og 13% höfðu aðrar fræðsluskyldur. • Fjöldi iðjuþjálfa á vinnustað: 32% unnu með einum til þremur iðjuþjálf- um, 19% unnu einir, 17% unnu þar sem voru fleiri en tíu, 16% með fjór- um til sex og 16% störfuðu með sjö til níu iðjuþjálfum. • Starfshlutfall: Spönnin var frá 20% til 100%, M =82,3, SD (vikmörk) = 21.1. Þeir iðjuþjálfar sem unnu meira en 32 stundir á viku voru 68%, þeir sem unnu frá 20 - 31 klst. voru 36% og 5% unnu minna en 20 tíma. Fulla vinnu unnu 46% iðjuþjálfa og 41% af þeim voru með tekjur frá 111 - 140 þúsund krónum á mánuði, 28% höfðu tekjur frá 141 - 170 þúsundum, 12% með 81 110 þúsund krónur, 12% með 171 - 200 þúsund krónur og 6% höfðu hærra en 200 þúsund krónur í laun (miðað við febrúar 1998). Þau 4% sem unnu við annað en iðjuþjálfun höfðu 111 - 200 þúsund krónur í mánaðar- laun. Þeir sem voru með aukatekjur samhliða iðjuþjálfastörfum sínum höfðu 50 þúsund eða minna á mánuði fyrir það. Viðhorf til menntamála • Undirbúningur ígrunnnámi: Iðjuþjálf- um fannst grunnnámið undirbúa eða hvetja þá mest í sambandi við per- sónulegan þroska (M = 3.9) eins og sjá má á 1. mynd. I öðru sæti var iðju- þjálfatækni (M = 3.7) og fagmennska (M = 3.7). Þeim þótti þeir hvattir sæmilega til gagnrýnnar hugsunar (M = 3.6) og faglegs innsæis (M = 3.6), en hvað varðaði hugmyndafræði iðju- þjálfunar (M = 3.4) og faglega rök- leiðslu (M = 3.0) þótti undirbúningur aðeins í meðallagi. Undirbúningur fyrir rannsóknarstörf (M = 2.3), grunnhugtök vísinda (M = 2.6) og stjórnun (M = 2.3) þótti hins vegar slakur. • Aherslur í námi: Iðjuþjálfar vildu sjá mesta áherslu lagða á greiningar- hæfni í náminu(M = 4.5), eins og sjá má á 2. mynd en 59% vildu sjá mjög mikla" áherslu lagða þar á. Hvað varðar hugmyndafræðilega þekkingu (M = 4.5) vildu 55% mjög mikla" áherslu. Eins var aðferðafræði og úr- vinnsla gagna í hávegum höfð (M = 4.1) en þar völdu 33% mjög mikla" áherslu. Verknám (M = 4.1), völdu 32% mjög mikla" áherslu, og við per- sónurækt (M =4.1), völdu 25% mjög mikla" áherslu. Næst á eftir komu hugmyndasmíð (M = 3.9), faghollusta (M = 3.8) og reynsla í rannsóknar- vinnu (M = 3.7). Verklagni (M = 3.6), tækni- kunnátta (M = 3.4) og ákveðin lögmál (M = 3.3) ráku lestina hvað varðaði áherslur í námi. • Menntun iðju- þjálfa: Iðju- þjálfar voru hér einnig nokkuð sammála, eins og fram kemur á 3. mynd. Þeir vildu sértæka fræðiþekk- ingu (M = 4.2) þar sem 86% voru frek- ar sammála" eða mjög sammála" full- yrðingunni. Þeir vildu að kennd yrði heimspeki og siðfræði (M = 4.0) en 73% voru frekar sammála" eða mjög sammála" þeirri fullyrðingu. Einnig að kenndar væru greinar sem efla rökhugsun (M = 4.0) en 74% voru frekar sammála" eða mjög sammála". Hvað varðar rannsóknir í iðjuþjálfun (M = 4.0) voru 81% frekar sammála" eða mjög sammála". Að hugmynda- fræði iðjuþjálfunar yrði skilgreind betur (M = 3.9) voru 76% frekar sam- mála" eða mjög sammála" fullyrðing- unni. Meiri hluta iðjuþjálfa fannst starfið tengjast vísindum og vera vits- munalega örvandi. • Mikilvægt fyrir þróun fagsins: 4. mynd sýnir niðurstöður þegar raðað var eftir mikilvægi varðandi þróun fagsins. Kenningar sem skýra iðjuþörf mansins" varð í fyrsta sæti þar sem 38% af iðjuþjálfum settu fullyrðing- una í fyrsta sæti (M = 3.5). Markmið og hlutverk iðjuþjálfunar í heilbrigð- iskerfinu" varð annað í röðinni (M = 2.8) en 27% svarenda settu þá fullyrð- ingu í fyrsta sæti. Óhrekjandi stað- hæfingar um tengsl iðju og heilbrigð- is" (M = 2.1) var fullyrðing sem 15% svarenda völdu í fyrsta sætið. Fullyrð- ingar um Sértæk meðferðartæki" (M = 0.4), Sögu iðjuþjálfunar" (M = 0.3) og Sjúkdómafræði" (M = 0.2) lentu síðast á listanum. Tölfræðilegur munur á viðhorfum til menntamála Þótt iðjuþjálfar væru nokkuð sammála í viðhorfum sínum, þá var tölfræðilegur munur á nokkrum fylgibreytum. Iðju- þjálfar með BS og MS gráðu og nemar í MS námi skildu sig frá iðjuþjálfun með diplóma". Þeir fyrrnefndu töldu sig betur undir- búna í grunnnámi varðandi stjórnun (M = 2.6 á móti M = 2.1, t = 2.29, p = .025). Þeir lögðu meiri áherslu á rannsóknarvinnu í náminu (M = 4.0 á móti M = 3.6, t = 2.14, p = ,036) og tóku sterk- ari afstöðu til þess að meðferð iðjuþjálfa ætti að styðjast við óyggjandi kenningar eða hugmyndafræði (M = 4.3 á móti M = 3.8, t = 2.25, p = .028). Einnig að kenna ætti heimspeki og siðfræði í iðjuþjálfum til að efla rökhugsun (M = 4.4 á móti M = 3.9, t = 2.32, p = .023). Ef starfsreynsla var skoðuð tóku iðju- þjálfar með 12 ára starfsreynslu eða meiri, sterkari afstöðu til þess að mikil- vægt væri að iðjuþjálfun þróaði sértæka fræðiþekkingu (M = 3.9, 0 - 5 ára reynsla, M = 4.2, 6 -11 ára reynsla, M = 4.5, meira en 12 ára reynsla, F = 4.02, p = .002) og til þess að kenna heimspeki og siðfærði til að efla rökhugsun (M = 3.7, 0-5 ára reynsla, M = 3.8, 6-11 ára reynsla, M = 4.5, meira en 12 ára reynsla, F = 7.11, p = .002) . Þeir sem höfðu mestu reynsluna töldu að grunnnámið hefði undirbúið þá síst í grunnhugtökum vísinda (M = 3.1, 0 - 5 ára reynsla, M = 2.7, 6-11 ára reynsla, M = 2.3, meira en 12 ára reynsla, F = 4.08, p = .021), í faglegri rökleiðslu (M = 3.5, 0 - 5 ára reynsla, M = 3.3, 6-11 ára reynsla, M = 2.8, meira en 12 ára reynsla, F = 6.83, p = .002), í rannsóknum (M = 2.6, 0-5 ára reynsla, M = 2.5, 6-11 Iðjuþjálfum fannst grunn- námið undirbúa eða hvetja þá mest í sambandi við persónu- legan þroska. Þeim þótti þeir hvattir sæmilega til gagnrýnn- ar hugsunar og faglegs innsæ- is, en hvað varðaði hugmynda- fræði iðjuþjálfunar og faglega rökleiðslu þótti undirbúningur aðeins í meðallagi. IÐJUÞJÁLFINN 2/98 11

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.