Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Síða 18

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Síða 18
Iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri -hugmyndafræði, markmið og skipulag Guðrún Pálmadóttir Til þess að nám verði heilsteypt þarf hugmyndafræði þess sem og markmið að vera skýr, en þau eru forsenda námskrárgerðar og eiga að endur- speglast í námsskránni. Hugmynda- fræði og markmið fyrir íslenskt nám í iðjuþjálfun hafa verið í smíðum síðan 1995. Sumarið 1997 voru þessi atriði orðin nægilega mótuð til þess að hægt væri að setja saman námskrá í iðju- þjálfun sem byggðist á þeim. Þær hug- myndir sem þá voru skráðar á blað hafa síðan verið að þróast og skerp- ast. í þeim skrifum sem hér fara á eft- ir er skýrt frá hugmyndafræði og mark- miðum iðjuþjálfunarbrautar Háskólans á Akureyri í núverandi mynd. Þá er einnig gerð grein fyrir nálgun og að- ferðum í kennslu innan þessara hug- myndafræðilegu ramma sem stuðla að því að settum markmiðum sé náð. Hlutverk í lögum Háskólans á Akureyri segir að hann skuli vera vísinda- leg fræðslu- og rannsóknarstofn- un er veiti nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálf- stætt vísindalegum verkefnum, gegna ýmsum störfum í atvinnu- lífinu, öðrum ábyrgðarstöðum og stunda frekara háskólanám (Lög um Háskólann á Akureyri nr. 51/1992). Iðjuþjálfun- arbraut er starfrækt í anda þessarar yfirlýsingar og menntar nemendur til BS-gráðu í iðjuþjálfun, sem veitir þeim löggildingu og starfsréttindi sem iðjuþjálfar (Lög um iðjuþjálfun nr. 75/1977). Iðjuþjálfunarbraut- in hefur það að leið- arljósi að vera í far- arbroddi hvað varðar þróun iðjuþjálfunar hér á landi ásamt því að vera virkur þátt- takandi í alþjóðlegu samstarfi. Nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri tek- ur mið af þörfum íslensks samfélags jafnframt því að mæta alþjóðlegum staðli (WFOT, 1993). Það undirbýr nemendur markvisst til að takast á við fjölbreytt verkefni innan heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu. Hugsjón Iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri lætur sig varða heilsu og lífsgæði landsmanna og legg- ur áherslu á að þjónusta iðjuþjálfa sé í boði þar sem hennar er þörf (Háskólinn á Akureyri, 1997; Guðrún Pálmadóttir, 1997). Stefnt er að því að auka vegsemd fræðigreinarinnar og sjá til þess að hún þróist í takt við nýja þekkingu og breyti- legar þarfir þjóðfélagsins. Iðjuþjálfunarbrautin hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi hvað varðar þróun iðjuþjálfunar hér á landi ásamt því að vera virkur þátttakandi í alþjóð- legu samstarfi. Til að mæta þessum hugsjónum er lögð áhersla á að: • skapa samfélag sem ýtir undir þekkingaröfl- un, víðsýni, markviss vinnubrögð og samstarf og gerir um leið kröfur um gæði, áreiðanleika og fjölbreytni • byggja umhverfi opinna boðskipta sem ýtir undir nýbreytni og sköpunarmátt og metur að verðleikum framlag kennara og nemenda • stuðla að samvinnu og samræmingu milli brauta háskólans til að auka gæði menntunar til hagsbóta fyrir nemendur og aðra neytend- ur þjónustu Sjónarmið er varða iðjuþjálfun Iðjuþjálfun byggir á þeirri hugmynd að það sé mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan fólks að móta og stunda iðju sem samræmist eigin þörfum og áhuga og sé í takt við kröfur og venjur samfé- Iagsins. Með iðju er átt við öll þau verk og at- 18 IÐJUÞJÁLFINN 1/99

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.