Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 19
hafnir sem fólk tekur þátt í til að annast sjálft sig (eigin umsjá), njóta lífsins (leikur og tómstundaiðja) og vera nýtir þjóðfé- lagsþegnar (störf) (AOTA, 1994; CAOT, 1996; Iðjuþjálfafélag íslands, 1996; Mos- ey; 1981; Snæfríður Þóra Egilson, 1997). Gengið er út frá þeirri forsendu að fólk sé í eðli sínu virkt og haldið athafnaþörf. hessari þörf er fullnægt með margs konar iðju sem veitir tilgang, ýtir undir alhliða þroska og eykur færni. Iðja mótast af samspili manna við umhverfið og með iðju sinni getur maðurinn haft áhrif á eig- in hæfni og umhverfi sitt (Reilly, 1962). Röskun á iðju getur bæði verið orsök eða afleiðing líkamlegra og andlegra kvilla. Langvarandi röskun á iðju er skaðleg heilsu manna, hún dregur úr þroska- möguleikum og hefur því veruleg áhrif á h'fshlaup fólks. Störf iðjuþjálfa byggja á iðjuvísindum °g tengslum iðju og heilsu. Helstu hlut- verk iðjuþjálfa er að auðvelda fólki að móta og taka virkan þátt í iðju sem er því mikilvæg og stuðlar að auknu sjálfræði °g h'fsfyllingu. Því eru skjólstæðingar 'ðjuþjálfa oft einstaklingar eða hópar sem hafa vegna röskunar á þroska, veikinda, áfalla eða öldrunar takmarkaða mögu- leika til iðju. Iðjuþjálfar veita einnig fé- lagasamtökum þjónustu sem og stofnun- um eða stjórnsýslu sem geta haft áhrif á heilsufar fólks og möguleika þess til að velja og stunda iðju (CAOT, 1997). Iðjuþjálfar taka mið af reynslu og þörfum skjólstæðinga sinna og leggja áherslu á mikilvægi þessa í þjónustu við þá. Þjónustuferli iðjuþjálfa er skjólstæð- mgsmiðað, þar sem eftirfarandi grund- vallarsjónarmið eru í brennidepli: * virðing fyrir einstaklingnum og fram- lagi hans til eflingar eigin færni við iðju * heildarsýn á manninum og gildi iðju íyrir þroska hans, aðlögun og lífsfyll- ingu * notkun iðju á markvissan hátt til að auka færni og koma í veg fyrir röskun á færni * þroskahugtakið og tengsl þroska við breytileg viðfangsefni mismunandi aeviskeiða * samspil einstaklings og umhverfis og mikilvægi þess í mótun hlutverka er fela í sér iðju Helsta hlutverk iðjuþjálfa er að auðvelda fólki að móta og taka virkan þátt í iðju sem er því mikilvæg og stuðlar að auknu sjálfræði og lífsfyllingu. (CAOT, 1996; Cristiansen, 1991; Kiel- hofner, 1992; Kielhofner, 1995). Sjónarmið er varða nám Nám í iðjuþjálfun á sér stað í samskipt- um nemenda við kennara, starfandi iðju- þjálfa og skjólstæðinga. Sú reynsla er nemendur öðlast í samskiptum við námsumhverfið þarf að vera á þann veg að hún nái til allra sviða mannlegra hæfi- leika og byggi upp traustan þekkingar- grunn, móti viðhorf og þjálfi leikni (Bloom o. fl., 1956). I námi á iðjuþjálfun- arbraut er notuð hugmynd Kielhofners um þróun færni í starfshlutverkum. A fyrsta stigi þessa þróunarferlis er einstak- lingurinn að prófa sig áfram við ýmis verkefni er tengjast starfinu. Á næsta stigi finnur einstaklingurinn að hann ræður við verkefnin og fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru. Á lokastigi hefur hann náð að byggja upp stöðuga starfsí- mynd og fullnægir eigin metnaðarþörf (Kielhofner, 1985; Dalhousie University, 1990). Námsumhverfi þarf að vera á þann veg að það bjóði upp á fjölbreytt tækifæri og stuðning við nemendur í gegnum þetta ferli. Mikilvægt er að gefa nemendum kost á að hafa áhrif á og stýra að nokkru leyti eigin námi í ljósi þeirrar staðreyndar að nám er lífstíðarverkefni (Dalhousie Uni- versity, 1996; Universtity of Western Ont- ario, 1997). Starf iðjuþjálfa krefst gagn- rýni og frumleika í hugsun, faglegrar rökleiðslu, leikni í mannlegum samskipt- um, ábyrgðarkenndar, sveigjanleika og þors og því er áríðandi að námið ýti und- ir og efli þessa eiginleika meðal nemenda (University of Western Ontario, 1997). Fjölbreytt reynsla nemanda undirbýr hann fyrir hin margvíslegu hlutverk iðju- þjálfans sem þjálfari, talsmaður, ráðgjafi, leiðbeinandi, fræðimaður, rannsóknarað- ili, skipuleggjandi þjónustu, stefnumót- andi eða stjórnandi. Nám í iðjuþjálfun er bæði fræðilegt og verklegt, en ákveðið jafnvægi þarf að ríkja milli breiddar og dýptar á mismun- andi þekkingarsviðum. Þekking iðju- þjálfa kemur frá iðjuvísindum, raunvís- indum, hug- og félagsvísindum og heil- brigðisvísindum. Þessi þekkingargrunn- ur gerir iðjuþjálfa færa um að greina og hafa áhrif á færni við iðju, andlega og líkamlega heilsu, aðlögun einstaklinga og hópa og afleiðingar sjúkdómsferlis. Markmið Iðjuþjálfunarbraut Háskólans á Akureyri hefur það að markmiði að veita nemend- um sínum þá bestu menntun sem mögu- leg er á hverjum tíma. Nemendur sem út- skrifast af iðjuþjálfunarbraut eiga að vera sjálfstæðir fagmenn sem sýna hollustu gagnvart iðjuþjálfun sem fræðigrein og starfi. Ennfremur að þeir líti á ögrun sem tækifæri til að eflast í hlutverki iðju- þjálfans. Iðjuþjálfunarbraut leggur áherslu á að nemendur tileinki sér þekkingu og atferli sem einkennist af: • gagnrýni í öflun og úrvinnslu upplýs- inga er varða færni skjólstæðinga, leiðir til að efla færni og annað er við- kemur þróun iðjuþjálfunar • faglegum samskiptum við skjólstæð- inga, aðstandendur þeirra, samstarfs- fólk og aðra • fagmennsku í vinnubrögðum bæði er varðar þjónustu við skjólstæðinga, sértæk verkefni og samstarf • faglegri rökleiðslu og íhugun sem leiðir ákvarðanatöku og mat í tengslum við þá þjónustu sem iðjuþjálfar veita Iðjuþjálfar útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri skulu við námslok búa yfir þekk- ingu, viðhorfum og leikni sem gerir þáfæra um að: • kynna hugmyndafræði og tilgang iðju- þjálfunar og umfang þeirrar þjónustu sem iðjuþjálfar veita • sýna fagmennsku og ábyrgð og starfa í samræmi við siðareglur Iðjuþjálfafé- lags íslands • ákvarða hvaða einstaklingar hafi gagn af þjónustu iðjuþjálfa, meta færni þeirra við daglega iðju og hæfni þeirra og aðstæður í tengslum við þau hlut- verk sem þeir gegna • skipuleggja innihald og fyrirkomulag IÐJUÞJÁLFINN 1/99 19

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.