Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Side 21

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Side 21
þjónustu í samræmi við þarfir og markmið skjólstæðinga • veita þjónustu við hæfi og sem er innan ramma samspils iðju, einstak- lings og umhverfis • meta þá þjónustu sem veitt hefur verið • stuðla að gæðaþróun í iðjuþjálfun Námslíkan Námslrkaninu er ætlað að sýna hvernig þau sjónarmið er varða iðjuþjálfun og nám eru samþætt markmiðum brautar- innar. Líkan af námi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri lýsir bæði inni- haldi og ferli námsins (sjá 1. mynd). Auk þess dregur það fram þau atriði í umhverfinu sem hafa áhrif á mótun nemanda og sýnir til hvaða vísinda- sviða þekking og reynsla eru sótt. Þá sýnir líkanið einnig hvernig samspil þekkingar og reynslu á námsferlinum gefur nemendum tækifæri til að byggja upp sterka starfsímynd og fagvitund. I líkaninu kemur fram hvernig námið er leitt af fræðasýn iðjuþjálfa með iðju- hugtakið að leiðarljósi. Þá endurspeglar það einnig viðhorf iðjuþjálfa til heilsu og hvernig þjónusta iðjuþjálfa byggir á traustum hugmyndafræðilegum grunni. Þetta líkan byggir meðal annars á hug- myndum frá eldra líkani af íslensku námi í iðjuþjálfun (Maguire o. fl., 1995) og líkani af iðjuþjálfunarnámi við há- Nám í iðjuþjálfun er bæði fræðilegt og verklegt og ákveðið jafnvægi þarf að ríkja milli breiddar og dýptar á mismunandi þekkingarsviðum. Þekk- ing iðjuþjálfa kemur frá iðjuvísind- um, raunvísindum, hug- og félags- vísindum og heilbrigðisvísindum. skólann í Western Ontario í Kanada (University of Western Ontario, 1997). Kennsluaðferðir í kennslu á iðjuþjálfunarbraut er tekið tillit til þess að fólk lærir á mismunandi hátt og nýtir sér því hina ýmsu kennslu- hætti misvel (Kolb, 1984). Jafnframt er lögð áhersla á að nemendur styrki þá námshætti sem eru þeim síður tamir. Til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda er í kennslunni leitast við að gefa nemendum viðfangsefni sem krefj- ast bæði reynslu og rökhugsunar ásamt því að hvetja ýmist til íhugunar eða að- gerða. Kennsla fer fram í ýmsu formi. Not- aðir eru hefðbundnir fyrirlestrar, verk- legir tímar, umræðutímar og sjálfvalin, sjálfstýrð einstaklings- og hópverkefni. Nemendur fá þjálfun í að gera grein fyr- ir viðfangsefnum í bæði töluðu og rit- uðu máli og skila verkefnum ýmist skrif- lega eða munnlega. Töluvert er um ein- staklingsleiðsögn, einkanlega í verk- námi. Áhersla á sjálfstýrt nám eykst er á námið líður og nemendur öðlast meira öryggi ásamt því ráða yfir fjöl- breyttari leiðum til úrlausnar. Jafn- framt eru viðfangsefni í náminu skipulögð á þann veg að þau gera sí- auknar kröfur til gagnrýni í hugsun, samskipta, rökleiðslu og faglegra vinnubragða. Til að efla bæði sundur- leita (divergent) og samleita (convergent) hugsun eru notaðar mismunandi að- ferðir við úrlausnir vandamála svo sem PBL (problem-based learning) og vinna með lesin, leikin eða raunveruleg skjól- stæðingstilfelli. Samþætting þessara að- ferða hvetur nemandann til að skoða viðfangsefni út frá mismunandi sjónar- hornum og íhuga ólíkar leiðir áður en ákveðin leið er valin (University of Western Ontario, 1997). í verknámi er lögð áhersla á að nem- endur kynnist mismunandi starfsum- hverfi og skjólstæðingshópum er kunna að kalla á ólíka nálgun og vinnubrögð. Með því móti gefst nemendum tækifæri til að þróa og samþætta mismunandi leiðir í faglegri rökleiðslu (Mattingly og Fleming, 1994). Námsskipulag Nám í iðjuþjálfun tekur fjögur ár og lýk- ur með BS prófi. Námið er 120 námsein- ingar eða um það bil 30 einingar á ári. Nemandi verður að ljúka fyrri hluta, það 2. mynd: Námsferli Eininqar 2. ár 3. ár 4. ár Ein. samt. Verknám og IV IÐJUÞJÁLFINN 1/99 21

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.