Feykir


Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 01/2009 Sauðárkrókur Skagafjörður Keppt um köku ársins Karsten Rummelhoff bakarameistari hjá Sauóárkróksbakan er nú að undirbúa sig fyrir keppnina Kaka ársins sem fram fer í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi í dag fimmtudag. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem bakarí af lands- byggðinni tekur þátt, en hingað til hafa einungis bakarí af höfuðborgarsvæðinu sent inn kökur. Þegar blaðamaður leit við í Sauðárkróksbakaríi s.l. þriðjudagsmorgun, var Karsten að undirbúa sig fyrir keppnina. Kakan eða tertan er hans eigin hugmynd en ekki er komið nafn á hana ennþá. Sú kaka sem verður kaka ársins verður seld í öllum bakaríum landsins en Róbert Óttarsson yfirbakari lofar því að hvernig sem fer með kökurnar hans Karstens þá munu þær alltaf fást í Sauðárkróksbakaríi. Leiðari Gleðilegt nýtt ár ÞráttJyrir að ég hafi byrjað nýársdag með tárum er ég sannfærð um að árið verður gott. Ég er kannski svolítið innst inni eins og stelpan í áramótaskaupinu sem neitaði að sjá hið leiðinlega í kreppunni og ákvað að líta á hana sem ævintýri. Ég vona samt að skynsemi mín sé örlítið meiri en hennar. En ástæða þess að ég byrjaði nýja árið með tárum var einfaldlega sú að ég fór að horfa á ávarp forseta, þetta hljómar verr en það er, og á sama tíma horfði ég á vejfréttir á vísiþar sem ég horfði á baráttuna um Borgina. Ávarpiforseta lauk og það eina sem ég man var að hann bað mig afsökunar á því að hafa verið vinur banka- og auðmanna. Ætliþau fariþá ekki aftur íþotunni með JóniÁsgeiri? Nei, ég segi bara svona enn komin útfyrir efnið. En alla vega á sama tima og ég horfði á bardagann um Borgina á netinu, slagsmál milli þjóna og tæknimanna og grímuklæddra mótmælanda ómaðiþjóðsöngurinn um stofuna. Þar sem ég verð ætíð meyr um ára/nót táraðist ég yfir stöðu lands og þjóðar. Ekki endilega kreppunni heldur að við séum þangað kominn að óbreyttir borgarar séu að slást um hluti sem þeir ekki einu sinni skilja. Að óbreyttir borgarar, sem hafa haftþaðfyrir atvinnu að mótmæla öllu síðustu 10 árin, séu að stefna öryggi borgaranna í hættu. Að við séum svo önnum kafin við að leita sökudólga að við viljum ekki standa saman í að leita lausna. Ég hefsagt það áður og segiþað enn; sameinaðir stöndum vér, sundraðirföllum vér. Efvið snúum bökum saman, hættum að horfa á hið neikvæða og reynum að finna hiðjákvæða tel ég að kreppan geti orðið mun styttri en ella og muni þráttfyrir allt skila okkur sem betriþjóð. Ég segi því; Gleðilegt ár tækifæranna Guóný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprentis © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprentis © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325krónurmeð vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Hjartastuðtæki til björgunarsveita Á dögunum afhenti ungur björgunarsveitarmaður Björgvin Jónsson, björgunarsveitunum á Hofsósi og Sauðárkróki hjartastuðtæki að gjöf, sem hann hafði safnað fyrir með framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Hugmyndin að söfnuninni sagði Björgvin vera þá að á einum rýnifundi, sem sveitirnar halda reglulega, hafi sprottið upp umræða um nauðsyn þess fyrir björgunarsveitir að eiga slík tæki. Björgvin fór á stúfana í forsvari björgunarsveitanna tveggja, leitaði til fyrirtækja og einstaklinga og viðbrögðin voru mjög góð. Stuðtækin eru létt og fyirferðarlítil, talar við og leiðbeinir notandanum á íslensku þannig að allir geta notað þau. Forsvarsmenn björgunar- sveitanna sem tóku við tækjunum úr hendi Björgvins þökkuðu honum kærlega fyrir og vildu að það kæmi skýrt fram að þetta hafi verið algerlega sjálfstætt framtak Björgvins. Norðurland vestra Ibúum fjölgar Ibúum á Norðurlandi vestra fjölgaði árið 2008. Er þetta í fyrsta skipti í fjölmörg ár þar sem fbúum svæóisins fjölgar. Þrátt fyrir heildaríjölgun ibúa er íbúafækkun í fjórum sveitarfélögum af sjö. Af sveit- arfélögunum í Húnavatns- sýslum er eingöngu um íbúa- fjölgun að ræða í einu af fimm. Hins vegar fjölgar íbúum í báðum sveitarfélögum Skaga- fjarðar um samtals 63. Blönduós Hvítabirnan til sýnis Haffssetrið á Blönduósi tók nýverið við hvítabirnunni sem felld var við Hraun á Skaga sfðastliðið sumar til varðveislu eftir að lokið var við að stoppa hana upp. Birnan er í eigu Náttúru- fræðistofnunar Islands og verður hún varðveitt á Hafíssetrinu á Blönduósi en starfssemi þess er yfir sumar- mánuðina. Safninu hafa borist margar óskir um að hún verði til sýnis í vetur og hefur henni verið komið fýrir í glerbúri á bæjarskrifstofúnni á Blönduósi, Hnjúkabyggð 33 og er öllum velkomið að koma og skoða hana þar. Ámundakinn________ Hlutir í staðarð- greiðslu Ámundakinn hefur fallið frá þeirra ákvörðun aðalfundar fyrirtækisins frá 16. má sl. að greiða hluthöfum út 1% arð. Þess í stað hefur stjórn félagsins samþykkt að bjóða hluthöfum að fá arð sinn greiddan með hlutabréfum í félaginu á genginu 1,1 í stað greiðslu með peningum. Var ákvörðun þessi tekin í ljósi yfirstandandi efna- hagsfárviðris sem valdið hefúr miklum hækkunum á lána- skuldbindingum félagsins. Austur Húnavatnssýsla SöngUr, grinog glensí Húnaveri Karlakór Bólstaðahlíðar- hrepps, Samkórinn Björk og kór Blönduós- kirkju munu standa fyrir sönghátíð f félags- heimilinu Húnvaveri nk. laugardag. Hátíðarhöldin hefjast eftir mjaltir og fréttir eða um hálf níu. Boðið verður upp á söng í hæfilegu samblandi við grín og glens. Eftir skemmtunina munu strákarnir í Vönum mönnum síðan sjá um að leika fyrir dansi. Myndagáta Feykis Lausnin Góð þátttaka var í myndagátu Feykis sem birtist í Jólablaðinu. Rétt lausn gátunnar er: Heimasœtunni á Hrauni á Skaga var brugðið þegar áburðarsekkur í ceðarvarpinu reyndist vera hvítabjörn. Dregnir voru út þrír vinningshafar og hljóta þeir að launum tveggja mánaða áskrift að Feyki. Þeir eru: Helgi Þorleifsson Hólatúniö, 550 Sauðárkróki María Gréta Ólafsdóttir NeðraÁsi3,551 Sauðárkróki Eydis Sigurðardóttir Syðri Grund, 541 Blönduósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.