Feykir


Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 08.01.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 01/2009 Tilnefningar Feykis Maður ársins á Norður- landi vestra Eins og síðustu tvö ár munum við kjósa mann ársins á Norðurlandi vestra. í fyrra voru það börnin á Skagaströnd sem hömpuðu titlinum og voru vel að honum komin. í ár, líkt og í íyrra, hefur hópur sest yfir tilnefningu 10 aðila sem þykja eiga nafnbótina skilið. Að þessu sinni fer kosningin fram á Feyki.is auk þess sem hægt verður að kjósa með því að senda tölvupóst á netfangið feykir@feykir.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt inn atkvæði sitt í síma 455-7176. Opnað verður fyrir kosningu í dag fimmtudag og verður opið í eina viku. Einungis er hægt að kjósa einu sinni á dag úr hverri IP tölu. Geirmundur Valtýsson 50 ár á sviði Geirmundurfagnaði á árinu 50 ára sviðsafmæli sínu. Hann hefur í hálfa öld skemmt góðglöðum íslendingum vel flestar helgar oftar en ekki bæði kvöldin og er enn að. Geirmundur hélt stóra tónleika í lok Sæluviku. Stefán Vagn Stefánsson fyrir að þora að skjóta þá Stefán Vagn Stefánsson kom til starfa sem yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki sl. vor. Stefán komst í heimspressuna íjúní þegar hann tók ákvörðun um að skjóta ekki bara einn heldurtvo ísbirni sem villtust hingað norður á Tröllaskaga. í kjölfarið varð mikil umræða þar sem fólk skiþtist í tvo hóþa. Annar hóþurinn sem við heimafólk tilheyrum kallaði hann hetju, hinn hópurinn kallaði hann skúrk. Lárus Ægir Guðmundsson fyrir stofnun styrktarsjóðs Lárus Ægir Guðmundsson stofnaði styrktarsjóð til eflingar menningar- og listalífi á Skagaströnd og Skagabyggð. Sjóðnum er einnig ætlað að greiða styrki til þeirra sem verða fyrir slysum eða alvarlegum veikindum og þarfnast aðstoðar. Stofnfé sjóðsins eru 50 milljónir króna og áætlað að styrkir úr honum geti numið allt að 5 milljónum á ári. Konurnar á bak við Spákonuarf Sþákonuarfur tók til starfa á Skagaströnd á síðasta ári. Erfyrirtækið stofnaðu utan um sögu Þórdísar spákonu, en hún var kvenskörungur sem getið er í nokkrum íslendinga- og þjóðsögum. Þórdís, sem hvoru tveggja var framsýn og fjölkunnug, bjó við rætur Spákonufells á Skagaströnd og er hún fyrsti íbúinn sem sögur fara af á þessum slóðum. Jakob Jóhann Jónsson þúsundþjalasmiður Jakob Jóhann Jónsson er framkvæmdastjóri Léttitækni á Blönduósi en fyrirtækið hélt á árinu áfram að eflast og styrkjast undir styrkri stjórn Jakobs sem er hugsuðurinn á bak við hönnun fyrirtækisins á vörum sem sérhannaðar eru til að létta fyrirtækjum vinnuna. Elín S Sigurðardóttir Málþing Elín S Sigurðardóttir hefur í samstarfi við aðra af miklu myndarskaþ byggt upp heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sem Elín veitir forstöðu. Elín hefur meðal annars hlotið fálkaorðu fyrir starf sitt í þágu safnsins. Elín og safnið héldu á haustmánuðum málþing í tilefni af 135 ára fæðingarafmæli Halldóru Bjarnadóttur. Hrafnhiidur Víglundsdóttir Selasetur íslands Hrafnhildur veitir Selasetri íslands forstöðu en undir hennar stjórn hefur setrið vakið verðskuldaða athygli auk þess að fá styrki til rannsókna á íslenska selastofninum. Gott fordæmi þess hvernig lítil hugmynd getur orðið að stóru fyrirtæki. Hulda Jónsdóttir fyrir viðburðinn Tískustúlkan 2008 Hulda Jónsdóttir er einstæð móður á Sauðárkróki sem upp á sitt einsdæmi hélt viðburðinn Tískustúlkan 2008. Hulda vann að því að finna stúlkur, finna Ijósmyndara og kynna keppina sem síðan var haldin með miklum myndarbragsl. haust. Hulda sýndi það og sannaði að lítil hugmynd þarf ekki mikið bákn á bak við sig til þess að verða að stórum veruleika. Björn Sigurðsson (Bangsi) hvunndagshetja Björn Sigurðsson, eða Bangsi eins og hann er kallaður, var tilnefndur sökum þess að vera maðurinn á bak við tjöldin. Björn er hugmyndasmiðurinn á bak við Verslunarminjasafnið auk þess að hafa verkstjórn með verkun á matfyrir hið margrómaða Fjöruhlaðborð. Bangsi þiggur ekkert fyrir vinnu sína og vill ekki láta mikið á sér þera. Mette Mannset hestakona Mette setti á árinu tvö heimsmet á kynbóta- sviðinu á stóðhestunum Kaþþa frá Kommu og Seið frá Flugumýri báðir eru hestarnir fjögura vetra. Mette er mikill fagmaður á sínu sviði og hefur á stuttum tíma með miklum dugnaði og áræðni skipta sér í fremstu röð knapa íslandshesta í heiminum. Frá Heilbrigðisstofnuninni Sérfræðingakomur Ragnar SÍgurÖSSOn augnlæknir veröur með móttöku 14.janúar. Tímapantanir mánudagínn 12. janúar frá kl. 9:30 - 10:30 í síma 455-4022 Gísli Ingvarsson húölæknir veröur meö móttöku 16. janúar Tímapantanir í síma 455-4022. Sigurður Albertsson, alm. skurölæknir 27. og 28. janúar Tímapantanir í síma 455-4022. jj Heilbrigðisstofnunm 'rMfjT** Sauðárkróki Gráhegri á Sauóárkróki mynd vikunnar Gráhegri heimsótti Sauðárkrók rétt fyrir jól og spókaði sig við Sauðána syðst í bænum. Hafði hann fyrst um sinn félagskap af hrafni nokkrum sem var forvitinn um þennan gest. En eins og allir vita getur krummi verið meinlegur vinur og því fékk hegrinn að kynnast þegar krummi gerðist heldur nærgönguil. Tóku þeir á loft og úr varð eltingaleikur í háloftunum. Endaði þessi eltingaleikur með því að hegrinn flaug með nokkra hrafna á eftir sér og hvarf hersingin sjónum blaðamanns eitthvert á haf út.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.