Feykir


Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 03/2009 Skagafjörður____________ Ódýrar skólamáltðir í Skagafirói Neytendasamtökin könnuðu verð á skólamálta'ðum grunnskóla í 18 sveitarfélögum vfðs vegar um landið. Öll sveitarfélögin bjóða upp á heitan hádegismat en misjafnt er hvort maturinn er eldaður í skólunum eða hitaður upp. Skólar í Skagafirði komu vel út í könnuninni hvað verð snertir. í mörgum skólum er boðið upp á þann möguleika að kaupa stakar máltíðir, þ.e. vera ekki fast í mánaðar- eða annaráskrift heldur velja úr einstaka daga. Verð er yfirleitt aðeins hærra með þessu fyrirkomulagi. Athyglisvert er að aðeins tvö sveitarfélög innheimta lægra verð fyrir yngstu börnin (1.-3. bekkur) en það er á Hornafirði og i Skagafirði. Þó má ætla að yngstu börnin borði mun minna en ungling- arnir. í sumum sveitarfélögum er munur á verði milli skóla s.s. á ísafirði og í Borgarbyggð og vert er að nefna að í grunnskólanum í Varmahlíð er boðið upp á morgunverð, hádegismat og siðdegis- hressingu fyrir um 300 kr. á dag. Leiðari Nýja ísland - Reiða ísland ? Sá yðar sem syndlaus er kastifyrsta steininum, kemur oftar en ekki upp í huga mér þessa dagana. Ástæðan er einfóld. Hún er sú að ég óttast að hið margumtalaða nýja ísland verði um leið reiða ísland. Það eru allir svo reiðir, reiðir við útrásarvíkinga, reiðir við stjórnvöld og kannski pínu reiðir við sjálfan sig fyrir að hafa tekið myntkörfulán eða yfirdrátt. Ég hallast sjálf alltaf meir og meir að því að það sem gerðist var mannlegt eðli, kannski og jafnvel örugglega í svartri mynd, en mannlegt eðli. Hvert okkar myndi afþakka launahækkun, hvert okkar myndi ekki nýta sér það tækifæri að geta grætt örlítið meira með lítilli sem engri áhættu, hvert okkar kannast ekki við það að langa stundum í svolítið meira dót, eða í eina góða utanlandsferð. Framundan eru að mínu mati spennandi tímar, tímar upphyggingar, tímar endurreisnar tímar endurskoðaðra lífsgilda. Tímar nýrra tækifæra. Eyðileggjum ekkiþá framtíðarsýn sem getur orðið með því að vera með augunföst í baksýnisspeglinum. Einmitt við þær aðstæður geta verstu árekstrarnir orðið. Gerum fortíðina upp, hratt og örugglega, lærum af henni, gleymum henni ekki en geymum hana þess í stað í reynslubankanum. Látum reiðina ekki skapa Nýja ísland. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 4557171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Skagafjörður Ibúalýðræði í verki íbúaþing er hluti af vinnu við endurskoóun á aðalskipu- lagi fyrir Sauðárkrók og það er vettvangur þar sem allir fbúar hafa tækifæri til að koma sfnum hugmyndum og ábendingum á framfæri. Þar er safnað saman þeirri miklu þekkingu og visku sem býr í einu samfélagi. Feykir hafði samband við Áskel Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóra hjá Sveitarfél- aginu Skagafirði og forvitnaðist örlítið meira um þingið. -Við viljum fá íbúa til þess að mæta, tjá sig, taka þátt og koma með hugmyndir, segir Áskell Heiðar þegar hann er beðinn í stuttu máli að útskýra tilgang þingsins. Niðurstöður þingsins verða síðan hafðar til hliðsjónar við gerð framtíðar- skipulags fyrir Sauðárkrók, auk þess sem þær munu nýtast við stefnumörkun hjá sveitar- félaginu. Það sama verður síðan gert fyrir Hóla og aðra þéttbýliskjarna síðar. Gangi okkar áætlanir eftir verðum við með nýjan aðalskipulagsupp- drátt fyrir Sauðárkróki á haust- dögum. Hvað hlutverk íbúanna varðar þá segir Áskell Heiðar að gert sé ráð fyrir að íbúarnir geti sent inn hugmyndir og erindi sem síðan verða þá tekin á dagskrá íbúaþingsins. -Við erum að fara af stað með kynninguna á þinginu nú í þessari viku en ætlum ekki að fullmóta dagskrá þess fyrr en á síðustu dögunum fyrir þingið. Dagskráin verður þannig til í samstarfi og í takt við hugmyndir íbúanna og munu viðhorf þeirra skila sér inn í vinnuna. Við erum auðvitað með ákveðið upplegg líka en viljum fá ábendingar um hvað sé nauðsynlegt að hafa í huga þegar þessi mál eru rædd. Á þinginu verður boðið upp á barnagæslu og léttar veitingar verða til sölu á vægu verði. Áhugasamir geta snúið sér til Áskels Heiðars, annað hvort með tölvupósti á netfangið heidar@skagafjordur.is eða í síma 455 6065. Blönduós Fjárhagsætlun samþykkt Bæjarstjórn Blönduósbæjar samþykkti fjárhagsáætlun 2009 á fundi sfnum þann 13. janúar 2009. Áætlunin er unnin við óvenjulegar kringumstæður, efnahags- kerfi landsins hefur orðið fyrir stærri áföllum en áður hefur þekkst og mikil óvissa er f fjármálum nkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja. Áhrif á rekstur Blönduós- bæjar koma fram í minni tekjum auk þess sem fjármagnskostnaður vex samhliða aukinni verðbólgu. Bæjarfúlltrúar á Blönduósi tóku höndum saman um gerð fjárhagsáædunar og voru sam- stíga í þeirri vinnu. Unnin var greining á öllum stofnunum og hagrætt í rekstri í samstarfi við starfsmenn deildanna. Náðist umtalsverður árangur af þeirri vinnu sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði. Markmiðið við gerð ijárhagsáætlunarinnar er að treysta stoðir samfélagsins og halda áfram með þau verkefni sem eru í vinnslu. Helstu verkefni ársins verða að halda áfram byggingu sundlaugar og er stefnt að því að opna hana 2010. Þáverður unnið að endurbótum í dreifi- kerfi vatnsveitunnar og fráveit- unnar m.a. á Hólabraut og í Brautarhvammi. Haldið verður áfram frágangi skólalóðar og aðkomu að íþróttahúsi. Álagningarprósenta útsvars verður 13,28%. Álagningastofn- ar fasteignaskatts eru óbreyttir en fasteignamat hækkaði um 5%. Sorpgjöld hækka um rúm 20%. Tekjur eru áætlaðar 609 milljónir. Útgjöld með afskrift- um er áætlaðar 569 milljónir. Afskriftir eru áætlaðar tæpar 43 milljónir. Hagnaður af rekstri án fjármagnskostnaðar er því áætlaður 40 milljónir króna. Niðurstöður áætlunar- innar að teknu tilliti til vaxta og verðbóta er 15 milljón króna tap. Veltufé frá rekstri er 56 milljónir. Gert er ráð fýrir fjárfestingum upp á um 138 milljónir á árinu. Skuldir við lánastofnanir eru tæpir 692 milljónir og skuldir og skuldbindingar samtals 831 milljónir. Fastafjár- munir eru tæpir 1.117 milljónir og fastafjármunir og eignir eru samtals 1.276 milljónir. Gert er ráð fyrir lántökum upp á 120 milljónir og að afborganir lána verði um 100 milljónir. Skagafjörður______ SævarPé ráðinn íþrétta- fulttrúi Sævar Pétursson hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi á Fnstundasviði. Hann var valinn úr hópi ta'u umsækjenda. Sævar er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Baðhússins og Sporthússins sl. 10 ár. Hann hefur auk þess mikla reynslu og þekkingu af íþróttastarfi og kemur til starfa á næstu vikum. Sævar er fæddur Hús- víkingur og alinn upp á Vopnafirði og fólki til ffekari glöggvunar er hann bróðir Lindu P fegurðardrottningar. Landbúnaðarstyrkir Þróunar- verkefni styrkt Framleiðnisjóður landb-únaðarins auglýsir styrki til rannsóknar- og þróunarverkefna á sviði landbúnaðar á árinu 2009. Lögð er áhersla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar. Umsóknum skal skilað fyrir 20. febrúar n.k. Stefht er að því að ljúka afgreiðslu umsókna í apríl n.k. Ath. að sérstök viðfangsefni á sviði þróunarverkefna einstakra búgreina falla einnig innan hins auglýsta skilafrests. Söngvakeppni RÚV EriaGígja afram Lag Erlu Gfgju Þorvalds- dóttur Vomótt, stórvel flutt af dóttur dóttur hennar Hreindfsi Ylvu, flaug á laugardagskvöld í gegnum undankeppni Eurovision. Helgina sem úrslitin fara fram verður Erla Gígja sjötug og því ekki hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf en þetta.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.