Feykir


Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 03/2009 Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli skrifar Nokkur orð til umhugsunar fyrir Islandspóst Mikil afturför hefur orðið í þjónustu íslandspósts í fremri hluta Skagafjarðar sfðustu árin. Er undirritaður fluttist í Skagafjörð, fyrir meira en tveimur áratugum, var starfrækt í Varmahlíð fyrsta flokks pósthús undir sama þaki og bankinn. Fyrir nokkrum árum var pósthúsið lagt niður og póstafgreiðsla flutt yfir í Kaupfélagið sem lagði til aðstöðu fyrir hana. Þar var póstafgreiðslan til 1. des sl. er henni var lokað. Ekki var lokunin kynnt á neinn máta, t.d. með bréfi til íbúa á þjónustusvæðinu. Nú er því staðan þannig að engin afgreiðsla er fyrir póst í Varmahlíð, en póstkassi hangir að vísu enn uppi á vegg, og í hann getur fólk látið frímerkt bréf. Landpóstinum er ætlað að sinna póstþjónustunni framvegis. Ekki verður annað séð en að hér sé um verulega afturför að ræða. I samtali, sem undirritaður átti við það á leið um og jafnvel þurfa að gera sér sérstakaferð til þess, ef svo ber undir. Ekki verður séð að íslandspóstur hafi haff stór útgjöld til þessa vegna póstafgreiðslu í Varmahlíð, þar sem KS lagði til ódýra aðstöðu og afgreiðslufólk sá um póstafgreiðslu. Póstafgreiðslan þar, þó ekki væri fullkomin var þó betri en ekki neitt. Þannig er þá þjónustan, sem íslandspóstur býður íbúum fram - Skagafjarðar upp á því herrans ári 2009. Óneitanlega minnir það mig nokkuð á póstþjónustu á uppvaxtarárum mínum austur á Héraði fýrir um 50 árum. Kannski við séum að verða búin að fara í hring. Ekki hef ég séð orð frá sveitarstjórn Skagafjarðar um þetta mál, svo væntanlega er hún því samþykk. Að auki er búið að stytta opnunartíma KB - banka í Varmahlíð verulega yfir vetrartímann og sveitarstjórn lætur sem ekkert sé. Krafa okkar hlýtur að vera, að póstafgreiðsla verði opnuð á ný i Varmahlíð. Til þess eru öll skilyrði. Annað er ekki sæmandi ríkisfyrirtækinu íslandspósti, sem á að sjá öllum landsamönnum fyrir póstþjónustuá sem skilvísastan hátt, nema markmið þess sé að veita lélega þjónustu, sem er auðvitað markmið í sjálfu sér. Ólafur Hallgrímsson, Mælifelli. Rúnar Kristjánsson í þjóðlegum anda Að horfa til baka og hugsa til þeirrn sem heiðruðu land sitt ogþjóð, í orði og verki og virtu hvert merki sem vaxtaðiframtíðarsjóð, - það kallarfram viðhorfin virðingarháu og veitir svo öfluga sýn, til lifandi starfa ogþjóðlegra þarfa ogþar eru verkefnin brýn. Með sjálfstæði landsins og Sögunnar anda er sigurinn besti í höfn. Á skildinum hreina má skínandi greina hin skuldlausufortíðarnöfn. Þarsjáum viðfordœmin fegurstu tala ogfylgjum þeim anda sem best. Svo heiður ogskylda meðgöfgina gilda þargeti okkur vakið og hresst. Og íslenska blóðið sem í okkur rennur sé aldrei í hjartanu dautt. Með þjóðlegum gæðum það ólgi í œðum og andi þar lifandi rautt. Frá kynslóðum liðnum þar kjarninn ségefinn og krafturinn vökull og hress. Ogskilum því landinu heilu oghöldnu afhöndum til erfingja þess. póstmeistarann á Sauðárkróki um þetta mál, gerði hún lítið úr hlutverki póstafgreiðslu í Varmahlíð og taldi, að landpóstur ætti að geta veitt sams konar þjónustu eða jafnvel betri, því hægt væri að hringja í hann og biðja hann að koma og taka pakka, hann væri útbúinn “bæði með posa og sjóð,” eins og hún komst að orði. Ekki lét hún þess getið að hann þyrffi líka að hafa vog meðferðis til að vigta pakkana, því varla mun honum ætlað að slá á hvað á að borga undir þá. Ég vil taka það fram að landpóstur okkar hér fremra er duglegur bílstjóri og leysir starfs sitt samviskulega af hendi, en hræddur er ég um að honum myndi vart endast dagurinn fyrir póstferð ef hann þyrfti að fara heim á marga bæi í slíkum erindagjörðum. Kannski reiknar íslandspóstur ekki með því að fólk á þessu svæði þurfi að senda frá sér pakka nema i mesta lagi fyrir jól. Sannleikurinn er sá að fólk mun hér effir póstleggja sína pakka á Sauðárkróki þegar ( ÁSKORENDAPENNINN ) Hjördís Gísladóttir Hjaröarhaga skagafirði skrifar Aö meqa vera - eöa ekki Hún Sólborg frænka mín handan Vatna skoraði á mig að skrifa nokkur orð í Feyki. Ekki get ég verið að skorast undan því. Þeir sem gleggst til þekkja eiga eflaust von á að hér komi hvassyrtur pistill um daglegar misþyrmingar á íslenskri tungu í fjölmiðlum, jafnt á neti sem á pappír. En - ég ætla að róa á allt önnur mið. Hún frænka mín lagði út af félagsmálum. Éger - ólíkt flestu mínu fólki - viðurkenndur félagsskítur. Það stendursvartá hvítu í fleiri en einu niðjatali. Stundum hefur komið fyrir að nemendur mínir hafi áhyggjur af þessu og finnist það jafnvel illa sagt um kennarann sinn. En það er alls ekki svo, heldur dagsatt. Ég til dæmis geng helst ekki af fúsum og frjálsum vilja í nokkurt félag eða samtök. Eitt sinn reyndi ég þó að gera á þessu bragarbót og gekk í félag nokkurt hér í Skagafirði, fljótlega eftir að ég flutti í héraðið. Og víst má halda fram að mér hafi verið meö vel tekið, því óðara var kallað eftir vinnuframlagi mínu í þágu félagsins - reyndar í meiri mæli en mér þótti hóflegt og sagði mig því fljótlega aftur úr viðkomandi félagi. Þrátt fyrir að hafa gefið sjálfri mér fögur fyrirheit um að reyna ekki aftur að ganga gegn félagsskítlegu eðli mínu, lét ég þó einu sinni glepjast. Þá var hart að mér lagt að taka þátt ítilteknum viðburði, á þeirri forsendu að ég ætti eiginmann í ákveðnum félagsskap. Nú skyldu makarallra íþeim hópi taka sig saman um að syngja blítt fyrir sína betri helminga og mátti þá einu gilda hvort lagvísi væri til staðar eða ekki, aðalatriðið væri að allir tækju þátt. Ég ákvað því að taka mig saman í andlitinu og láta mig hafa að mæta á fyrstu æfingu. Hópurinn varstór og fyrirséð að nokkuð yrði fyrir því haft að stilla saman strengina. Eftir nokkrar atlögur að fyrsta lagi sló stjórnandinn af, horfði beint á mig og álíka lagvissa vinkonu mína mérvið hlið og sagði: „Ef égværi þið, myndi ég bara þegja og hlusta". Er ekki að orðlengja að ég lét mig fljótlega hverfa úr þessum félagsskap. Hvað á líka laglaus Húnvetningur með að opna sinn munn innan um skagfirska söngfugla? Ég lærði mína lexíu og síðan þá hef ég lagt mig fram um að þegja bara og hlusta. Og til þess gefast reyndar mýmörg tækifæri. Mig langarað Ijúka þessum pistli með að segja frá einu slíku, frá nýliðinni jólaföstu. Þá bar það til tíðinda að ung grannkona mín hringdi og bauð mérá tónleika í Héðinsminni. Sem betur fer hafði ég tök á að fara og njóta einhverra yndislegustu tónleika sem ég hef nokkurn tíma sótt. Flest byggðu atriðin á þessum tónleikum á fiðluspili misungra flytjenda, sem allirstóðu sig með prýði. Ekki er síður minnisstæður Ijóðaflutningur heldur eldri bræðra hér úr Blönduhlíðinni. En það sem þó ber hæst í mínum huga frá þessum tónleikum var samsöngurinn, þarsem systkini fiðluspilaranna fengu að vera með á sviðinu og syngja, hvert með sínu nefi. Að því rituðu skora ég á hann Friðrik smákórstjórnanda í Skriðu að taka við kefíinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.