Feykir


Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 11
03/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Helga Ólína kokkar Krakkarnir kalla þetta "Subway" kökurnar Það er Helga Ólína Aradóttir sérkennari á Skagaströnd sem býður lesendum Feykis til veislu og segir: -Þar sem margir eru nú að spá í línurnar eftir jólin koma hérna uppskriftir sem ættu að geta talist vera í hollari kantinum. Svolítinn undirbúning þarf fyrir pönnukökurnar en vonandi er hann þess virði. Síðan er uppskrift að salati og hollum spelt ostabollum. Ég hef um nokkurt skeið séð um, ásamt fleirum, erobik/kvennaleikfimi þannig að mér fannst ég líka þurfa að sýna smá fyrirmynd og velja frekar hollar uppskriftir;-) Að lokum læddi ég með uppskrift sem ég er oft beðin um en óhætt er víst að segja að hún falli ekki undir flokkinn “hollar” uppskriftir. Ég skora síðan á bóndahjónin á Hóli þau Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur og Björn Björnsson. Fylltar kjúklinm- karrýpönnukokur (crepes) Pönnukökudeig 4 dl. hveiti 1 tsk. salt 'A tsk. lyftiduft 4 dl. mjólk ‘A matarolía 2egg 2-3 dl. vatn Þurrefnin sett í skál, mjólk og matarolíu hrært saman við. Eggjunum bætt út í og hrært vel. Vatninu er síðan bætt í smátt og smátt þar til deigið verður fremur þunnt. Útbúin er venjuleg karrýsósa en höfð í sterkara lagi. Einnig er hægt að nota eftirfarandi sósu: Karrýsósa: 50 gr. smjör 1 pk. Toro karrýsósa 1-2 msk. karrý (eftirsmekk) ‘A Itr. vatn (gœti þurft aðeins meira) Smjörið er brætt, duftinu ásamt karrýi hrært saman við. Vatninu bætt við smátt og smátt þar til hæfilega þunn sósa er tilbúin. Fylling: 1 paprika - skorin í bita 1 blaðlaukur - skorinn í bita Soðin hrísgrjón Kaldur kjúklingur (gott að nota kjúklingaafganga) Ostsneiðar Aðferð: Deigi er hellt á stóra pönnu og þegar yfirborðið fer aðeins að þorna/bakast er karrýsósu smurt yfir alla pönnukökuna. Því næst eru hrísgrjón sett á helminginn af kökunni, paprika og blaðlaukur þar ofan á ásamt kjúklingnum og síðast eru ostur settur yflr allt saman. Að lokum er helmingurinn, sem aðeins er með sósu á, settur yfir þ.e. útbúinn hálfmáni. Bakað áfram í örlitla stund. Best er að snúa hálfmánanum aðeins við þannig að báðar hliðar bakist vel og osturinn nái að bráðna. Gott eitt og sér eða með fersku salati. Auðvelt er að skipta út kjúklingnum fyrir t.d. skinku, ananas og þá er upplagt að setja hvítlaukssósu í stað karrýsósunnar. Pastasalat Iceberg eða jöklasalat ‘A haus - rifið niðurfrekar gróft 2-3 tómatar skornir í báta 'A rauðlaukur skorinn í sneiðar 1 gulpaprika 1 rauð paprika Nokkur jarðarber 2 kiwi Furuhnetur - létt ristaðar Ostur - Havarti (ekki krydd) ogBrie - skornir í bita 2 bollar soðið pasta Öllu blandað saman í skál og 2 msk. Olivu olía og 1 msk. Balsamikedik hrært saman og dreift yfir. Ostabollur 2 pk. þurrger 1 Itr. súrmjólk 200gr. hunang 1 msk. salt 200gr. rifinn ostur 500 gr. spelt 700gr. hveiti Hunang og súrmjólk hitað saman í u.þ.b. 37°c. Gerið sett í fremur stóra skál og súrmjólkur- blöndunni hellt yfir. Salti bætt út í og látið bíða aðeins. Hveiti, spelt og ostur sett út í og hnoðað vel saman. Látið lyffa sér í 30 mínútur. Búnar til bollur úr deiginu sem raðað er á bökunarplötu og látnar lyfta sér í ca. 20 mínútur. Penslað með blöndu af eggi og mjólk. Bakað við 170°c. Þar til þær verða ljósbrúnar. Þessa uppskrift fann ég einhvern tímann í Gestgjafanum og hún hefur alveg slegið í gegn, sérstak- lega hjá yngri kynslóðinni. Krakkarnir kalla þetta gjarnan “Subway” kökurnar. “Súkkulaðibita- hlunkar” 150 gr. smjör/smjörlíki 200 gr. púðursykur 50 gr. sykur 1 pakki Royal vanillubúðingsduft 1 tsk. vanillusykur 2egg 270 gr. hveiti 1 tsk. matarsódi 1 poki súkkulaðidropar Hrærið smjöri, púðursykri, sykri, vanillusykri og búðingsdufti mjög vel saman. Eggjum bætt í, einu í einu, hrært vel í á milli. Hveiti, matarsódi og súkkulaði hrært saman við en ekki hræra lengi, deigið á að verða samfellt. Ein kúfuð matskeið (líka gott að nota ískúlu skeið) af deigi sett á plötu sem er klædd bökunarpappír og bakað í 12 - 14 mínútur við 180°c. Kökurnar eru bakaðar ljósbrúnar. Þær lyfta sér töluvert og falla svo þegar þær eru teknar úr ofninum. Eiga að vera frekar linar. (eiga að verða u.þ.b.24 kökur, fer eftir stærð) Verði ykkur að góðu! Feróanefnd Feróafélags Skagfiróinga Útivist og ferðamennska Útívist, útivera og ferðalög geta skapað töfrandi stemningu. Útivist hefur færst í aukana siðastliðin ár og margir hafa gert útivist að lífstíl sínum. Útivera er holl fyrir líkama og sál. Börn njóta góðs af útiverunni og stundirnar úti í náttúrunni sameina fjölskylduna. Síðastliðið sumar naut ég þeirrar lukku að fá að vera leiðsögumaður mismunandi hópa fólks á ferðalagi um Græn- land. Allir áttu það sameiginlegt að hafa áhuga á náttúru og útivist. Aldur ferðamannanna var frá 5 ára börnum til 87 ára manns. Aldursforsetinn nefndi aldur sinn og hversu afstæður aldur væri í útivist. Hann ferðaðist um eins og unglamb, enda farið ófáar ferðir í réttir og hlaupið um heimahaga sína frá barnæsku. Yngsta barnið í hópnum heillaðist af umhverfinu og tók eftir öllu því agnarsmáa sem við hin fullorðnu gleymdum að veita athygli. Aldursforsetinn og barnið skildu eftir hugleiðingu í huga mínum eítir sumarið. Hugleiðingu sem varð síðan að útivistarheiti mínu fyrir þetta nýja ár. Stundum erum við svo upptekin af áfangastaðnum að við gleymum að njóta sjálfrar ferðarinnar. Til eru mismunandi hópar útivistarfólks. Stefnan er oft sett hátt hjá okkur, við þjálfum okkur og að lokum er stefnan sett á markmiðið. Stundum tekst vel til, stundumekki. Við megum ekki gleyma að upplifa töfrana sem gerast í augnablikinu. Því ef við förum okkur of geyst þá gæti verið að við missum af þeim. Njótum ferðarinnar hvert á veg sem við erum komin. Árið 2009 er runnið upp, mörg tækifæri í útivist og ferðamennsku koma með nýja árinu. Þar má nefna að Ferðafélag Skagfirðinga hefúr unnið hörðum höndum að metnaðar- fullri dagskrá. Ferðirnar eru við allra hæfi, jafnt byrjenda sem lengra kominna. Þann 24. janúar næstkomandi mun Ferðafélag íslands gefa út árlegan ferðabækling sinn. Þar eru allar skipulagðar ferðir á landinu settar í einn bækling. Nú getum við í Skagafirði, eins og áður, verið stolt af okkar framlagi til þessa bæklings. Hvetjum við því alla til að kynna sér dagskrána og skrá sig í ferðir sem við bjóðum upp á í ár. Bækling Ferðafélags íslands má nálgast á vefsíðu Félagsins: www.fi.is/ Nú tökum við fram göngu- skóna, gerum útivistarfötin okkar klár og sameinumst öll í skemmtilegum ferðum árið 2009! Fyrir höndferðanefndar Ferðafélags Skagfirðinga Pálína Ósk Hraundal

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.