Feykir


Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 22.01.2009, Blaðsíða 7
03/2009 Feykir 7 Norðvestlendingar ársins 2008 Bangsi tekurvið viðurkenningu sinni úrhendi Guðnýjar Jóhannesdóttir, blaðamanns. Stella í Gröf, Heimir á Sauðadalsá, Jón Ágúst og Ásta ásamt Skúla Þórðarsyni. losa þuríti húsnæðið. Verslunin sjálf hafi verið orðin svo gömul að hún hafi verið safni líkust. -Auðvitað var eitthvað sem þurfti að henda en pabbi hafði aldrei hent neinu. Ég hirti svolítið af lagernum og brot af því er á verslunarminjasafninu, útskýrir Bangsi. Það hefur aldrei komið til greina að þú tækir reksturinn yfir? -Nei, ég held að ég hafi ekki haft áhuga á því, svarar Bangsi um hæl. Rækjan kom meó uppgang og bjartsýni Bangsi er mikill áhugamaður um gamla muni og nægjusamur er hann talinn vera. Sigríður safnsstjóri laumar því að mér að dóttir hennar hafi gefið Bangsa útvarp íyrir yfir 30 árum og útvarpið eigi hann enn og það hafi eitt þjónað hlutverki útvarps á heimili hans allan þennan tíma. Ég spyr Bangsa því hvað honum finnist um lífsstíl unga fólksins. -Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta eru svo breyttir tímar. Fólkið er gott en ég er hræddur um að það sé svolítið verið að plata fólk gagnavart lánum og þess háttar, fólk hefur beinlínis verið hvatt til þess að skuldsetja sig, svarar Bangsi. En þú sjálfur, hefur þú tekið lán? -Nei, aldrei. Ég þurfti einu sinni á því að halda og þá var mér neitað um það sem var svo sem allt í lagi. Aðspurður segir Bangsi að mikið hafi breyst á Hvammstanga í hans tíð. Rækjan hafi á sínum tíma komið með mikinn uppgang og bjartsýni en nú hafi heldur dregið úr henni og bjartsýninni með. -Hér hefur mikið breyst og margt sem maður er búin að fá sem áður var ekki. Hér er gott að vera þó ég sé auðvitað ekki viðræðuhæfur um þetta, hef aldrei annars staðar búið. Hverjar telur þú hafa verið mestu breytingarnar hér til batnaðar í þinni tíð? -Það var þegar við fengum höfnina, hitaveituna og síðan þegar rækjan fór að veiðast. Hún er reyndar hætt að veiðast núna og aðeins unnið með innflutta rækju. En ég er ekki frá því að nú sé að koma tími þar sem unga fólkið okkar vill koma aftur heim og það mun gera það fái það atvinnu og skilyrði til þess að snúa aftur. Eitt af fjölmörgum gæluverk- efnum Bangsa er uppbygging myllu upp við Hvamm en þar hefur hann í félagi við annan byggt upp gamla myllu sem einu sinni var. Mylluna láta þeir síðan ganga á sumrin þegar vatn er í ánni gestum og gangandi til mikillar ánægju. Ég spyr Bangsa svona að lokum hvort hann sé ekki sannkallaður þúsundþjalasmiður? -Það getur verið. Ég veit það ekki, held samt ekki, svarar hinn hógværi maður ársins að lokum. Stefán Vagn Stefánsson Sprengju- sérfræoingur í Sérsveitinni Páll Friðriksson, blaðamaður, afhendir Stefáni Vagni viðurkenningu sína. Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki deilir titlinum Noróvestlendingur ársins meö Birni Siguróssyni „Bangsa" á Hvammstanga. Stefán var útnefndur fyrir það að „þora að skjóta þá“ en það var þegar hvítabirnir voru skotnir í sumar í Skagafirði og stóð hann þá í eldlínunni og tók ákvarðanir í samvinnu við sérfræðinga og ráðherra hvernig standa ætti að málum. Stefán Vagn er sonur Stefáns Guðmundssonar fyrrverandi alþingismanns og Sigríðar Hrafnhildar Stefánsdóttur sem nú er látin. Hann er í sambúð með Hrafnhildi Guðjónsdóttur og eiga þau þrjú börn, Söru Líf, Atla Dag og Sigríði Hrafnhildi. Árið 1997 hóf Stefán störf hjá lögreglunni á Sauðárkróki í sumarstarfi og segist hálfþart- inn hafa verið plataður í það en sjái ekki eftir þeirri ákvörðun. Árið 1998 hóf hann nám í Lögregluskólanum og útskrif- aðist þaðan árið 2000. Fljótlega sótti Stefán nýliðanámskeið í Víkingasveitina sem var mikil þrekraun, að sögn Stefáns. -Við byrjuðum tólf en við vorum sex sem útskrifuðust. Árið 2004 fór ég í breskan herskóla og lærði að meðhöndla og aftengja hryðjuverkasprengj- ur og starfaði eftir það sem sprengjusérfræðingur hjá Sér- sveitinni. Árið 2006 fór ég til Noregs í grunnkúrs hjá norska hernum og í framhaldi af því tók ég þátt í friðargæslu í Afganistan í sex mánuði. Þegar ég kom heim frá Afganistan bauðst mér að vinna í nýstofnaðri greining- ardeild Ríkislögreglustjóra og var þar þangað til mér bauðst að koma á Krókinn og starfa sem yfirlögregluþjónn í eitt ár. Ráðningu þinni lýkur 1. apríl næstkomandi, hvað tekur þá við? -Mér þótti mjög gott að fá tækifæri til að koma á Krókinn aftur en hvað framtíðin ber í skauti sér er erfitt að segja. Ég hef mikinn áhuga á að starfa hér áfram. Hvaða viðbrögð hefur þú fengið við nafnbótinni Norðvestlend- ingur ársins? -Ég hef fengið góð viðbrögð. Ég vil líta á þetta sem viðurkenningu til allra þeirra sem komu að aðgerðunum við Þverárfjallsveg og við Hraun þar sem ég tel að unnið hafi verið mjög gott starf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.