Feykir


Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 3
10/2009 Feykir 3 Blönduós Húnaþing vestra Háskólasetur stofnad Skúli Skúlason og Arnar Þór Sævarsson við undirritun samningsins. Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, skrifuðu í sfðustu viku undir sam- komulag um uppbyggingu háskólaseturs á Blönduósi. Skúli Skúlason sagði við þetta tækifæri að Hólaskóli hefði hug á að einbeita sér í auknu mæli að uppbyggingu fræðasetra á landsbyggðinni. Menntamálaráðuneytið leggur til árlega styrk til Blönduósbæjar að upphæð 17 milljónir króna á forsendum Norðvesturnefndar sem svar- aði á vegum forsætisráðu- neytis árið 2008. Er þetta fjármagn lagt til stofnkostnaðar og reksturs setursins. Háskólinn á Hólum mun ráða tvo sérfræðinga annars vegar á sviði strandmenningar og hafíss og hins vegar á sviði textílfræða og íslensks heimilis- iðnaðar. Verða sérfræðingarnir hluti af stafsliði ferðamála- deildar Hóla með aðsetur á Blönduósi. Blönduós Mótmæla áformum Flugstoða Bæjarráð Blönduóss mótmælir harðlega áformum Flugstoða um niðurskurð á rekstri flugvallar á Blönduósi en tilkynnt var fyrir skömmu um sparnaðarráðstafanir á flugvöllum landsins. -Flugvöllurinn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í ferðaþjónustu, einkaflugi og áformum um uppbyggingu iðnaðar í Austur-Húna- vatnssýslu, segir í bókun bæjarráðs á síðasta fundi. I marsmánuði er ætlunin að hætta rekstri á aðflugs- hallaljósum, radíovita og markvita flugvallarins sam- kvæmt tilkynningu frá Flugstoðum. -Með þessum niðurskurði er verið að skerða nauðsynlegt sjúkra- og öryggisnet fyrir íbúa sýslunnar en fullljóst er að flugvöllurinn getur engan vegið þjónað sjúkraflugi né öðru flugi gangi þessar tillögur eftir, segir ennfremur í fýrrgreindri bókun. Skagaljörður Hús frítímans hugsan- lega leigt undir viðburði Hús fn'b'mans var formlega opnað almenningi f sfðustu viku. Húsið er stórt með miklum salarkynnum og hefur Félags- og tómstunda- nefnd fengið erindi þess efnis að hugsanlega verði húsið í undantekningar- tiifellum leigt fyrir viðburði. Samþykkti nefndin að leggjast ekki gegn því að húsið verði leigt fyrir viðburði þegar aðrir salir í einkarekstri eru uppteknir og þegar það rekst ekki á við starfsemi hússins. Sértekjur, sem koma inn vegna þessa, skulu renna í sjóð til uppbyggingar á starfseminni. Var málinu í framhaldinu vísað til byggðarráðs til umsagnar. Ný kjötvinnsla á Hvammstanga Fyrir helgi var opnað nýtt fyrirtæki á Hvammstanga sem ætti að gleðja mannsins maga. Fyrirtækið heitir Kjöthornið og verður starfrækt í kjöt- afgreiðslunni í pakkhúsport- inu. Á boðstólnum verður ýmiskonar þjónusta s.s. úrbeining, hökkun, pökkun, söltun og kryddun. Einnig verður ýmislegt góðgæti í fermingarveisluna, eða bara hvaða veislu sem er. Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Smáskfpanám við Fjölbrautaskóla Norðurlands á vorönn 2009 Ef næg þátttaka fæst mun FNV bjóða fram smáskipanám sem veitir réttindi á skip eða báta allt að 12m. skráningarlengd. Kennslan fer fram á tímabilinu frá apríl til maí 2009 um kvöld og helgar. Um er að ræða 105 kennslustundir. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans í síma 455-8000. Skólameistari Jódal <& fjöl d land: SVLSU Sælkerahátíð helgina 19. - 22. mars 2009 Landsbyggðin skartar sínu fegursta þessa björtu vetrardaga og það er lag að lyfta sér á kreik, borða góðan mat, syngja og dansa og vera glaður. Góðir gestgjafar og úrvals matgæðingar bjóða upp á fjölbreyttar kræsingar og skemmtilegheit helgina 19. - 22. mars. Landsbyggðin lifir og rokkar, vertu með því það er skemmtilegra að vera glaður! Vestfirðir: Veitingastaðurinn við Pollinn, Hótel (safirði ® 456 3360 Norðurland: Hótel Varmahlíð ® 453 8170 Sel - Hótel Mývatn, Skútustöðum ® 464 4164 Austurland: Hótel Hérað, Egilsstöðum ® 471 1500 Hótel Höfn, Hornafirði ® 478 1240 Suðurland: Rauða húsið, Eyrarbakka ® 483 3330 Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri ® 487 4900 Suðumes: Flughótel Keflavík ® 421 5222 Vesturland: Hótel Glymur, Hvalfirði ® 430 3100 Hótel Hamar, Borgarnesi ® 433 6600 Pantaðu borð/gistingu í tíma! glYmurl ^taf jörður W HOFN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.