Feykir


Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 7
10/2009 FeykJr 7 vegna þess að fyrrum íþrótta- menn á Nýja Sjálandi fóru gjarnan í yfirmannsstöður íþróttaklúbba og félaga án þess að hafa til þess aðra þekkingu en þá sem þeir höfðu á íþróttinni sjálfri. Þetta varð til þess að klúbbar og mannvirki voru illa rekin og það vantaði alla fagþekkingu. Þvi var þetta nám sett af stað en þarna var kennt bæði þjálfun, stjórnun og rekstur íþróttamannvirkja, útskýrir Sævar. Námið kláraði hann fyrir misskilning á tveimur árum. -Þetta er þriggja ára nám en tengdafaðir bróður míns hafði komið mér inn í hraðferð fýrir einhvern misskilning sem leiðréttist ekki fyrr en ég var lagður af stað í námið, segir Sævar og hlær. -Ég vissi ekki i hverju ég var eiginlega lentur þegar ég byrjaði í náminu enda var það mjög strembið en ég kláraði það á styttri tíma fyrir vikið, bætir hann við. Að námi loknu fór Sævar að vinna með Lindu systur sinni og saman ráku og þau og áttu Baðhúsið og síðar Sporthúsið. -Sporthúsið seldum við fýrir rúmu ári síðan og þar fór nánast allur minn eignarhlutur, eign mín í Baðhúsinu í dag er aðallega að nafninu til. Ég tel að vinnan sem ég er kominn í í dag sé hárrétt skref fyrir mig. Ég var búinn að vera í hinu starfinu í langan tíma og var farin að þarfnast breytinga og ögrunar í lífinu. Hins vegar er mikið úr því starfi sem ég get nýtt mér i dag bæði við gerð fjárhagsáætlana, vaktaplana og starfsmanna- viðtala. Ekki veitir af því þetta þrennt er stór hluti af mínu starfi en sveitarfélagið rekur í dag 12 íþróttamannvikri og þau verða 13 þegar sundlaugin á Hofsósi verður klár. Auk þess að vinna við íþróttahlutann af Sumar- og Vetrar-TÍM á móti Ivano sem er með tómstundahlutann á sinni könnu, segir Sævar að lokum. Það að fá að vinna við þetta starf eru eiginlega hálfgerð forréttindi fyrir svona íþrótta- og heilsuáhugamann eins og mig, en að fá að vinna við áhugamál sína alla daga hlýtur að vera draumur hvers manns. Það er ljóst að hinn nýi íþróttafulltrúi Skagfirðinga mun hafa í nógu að snúast því til viðbótar við allt ofantalið hefúr hann fyrir hönd sveitarfélagsins tekið sæti í undirbúningsnefnd fyrir Unglingalandsmót 2009 sem haldið verður á Sauðárkróki ísumar. HESTAUMFJÖLLUN Feykis Ís-Landsmót___________ Glæsileg tilþrif á ísnum Hans Kjerúlfog Sigurfrá Hólabaki. Mynd: Hallrún Asgrímsdóttir Stærsta fsmót sem haldið hefur verið utan dyra fór fram í blíðskaparveðri á laugardag á Svínavatni. Mótið gekk vel f alla staði og glæsileg hross sýndu afburðatilþrif. Töltið var afar spennandi en eftir að Freyðir frá Hafsteinsstöðum missti skeifu fyrir síðustu yfirferðina voru úrslit ráðin. Sigurður Sigurð- arson og Freyðir voru lang efstir eftir hæga töltið og hraðabreytingar þannig að vonbrigðin hljóta að hafa verið mikil hjá Sigurði. Vignir Siggeirsson var á heimaræktuðum gæðingi Óm frá Hemlu. Þeir báru af í tölti og skeiði og áttu frábæra sýningu. Vignir kom annar inn í úrslit á eftir Hinriki Bragasyni og Straumi frá Breiðholti. Helstu úrslit urðu eftirfar- andi: B - flokkur úrslit 1. Hans Friðrik Kjerúlf Sigur frá Hólabaki 6v. sótróðurstjöm. 8,74 2. Árni Björn Pálsson Kjarni frá Auðsholtshjáleigu 6v. jarpur 8,67 3. Lena Zielinski Gola frá Þjórsárb. 6v. rauðstjömótt 8,66 A - flokkur úrslit 1. Vignir Siggeirsson Ómur frá Hemlu 8v. rauður 8,82 2. Jón Pétur Ólafsson Fróði frá Staðartungu 7v. bleikálóttur 8,54 3. Sölvi Sigurðarson Seyðir frá Hafsteinsstöðum 8v. rauður8,47 Tölt - úrslit 1. Hans Friðrik Kjerúlf Sigur frá Hólabaki 6v sótróður8,00 2. Lena Zielinski Gola frá Þjórsárb. 6v. rauðstjörnótt 7,83 3. Valdimar Bergstað Leiknirfrá Vakurstöðum 9v. brúnn 7,67 ( KNAPAKYNNING 1 Árni Björn Pálsson AmiBjörnPálssoner skólasveinn á Hólum á hestabraut sem kemur náttúrulega engum á óvart. Hann hefur starfað sem tamningamaður og lögheimilið er í Reykjavík en Ámi býr núna á Hólum eins og gefur að skilja. Ámi er nýliði í KS-deildinni en vann sér þátttökurétt í vetur og vermir núna 7. sætið íheildarstigakeppninni. En hvaða hestum skyldi Ámi tefla fram í KS-deildinni í vetur? -Ég mun mæta með Ás frá Hvoli í skeiðið, hann er brúnn 9 vetra. Hans besti tími er 22,23 sek. í 250m skeiði sem var besti tími ásins 2008 í þeirri grein, og 7,43 í lOOm skeiði. Ás er algjör uppáhalds hestur hjá mér og sérstakur karakter. Eigandi Áss er Kári Stefánsson. í fimmgang kem ég með Boða frá Breiðabólstað, sem er brúnn 7. vetra. Boða á ég sjálfur og hef verið að keppa svolítið á honum. Hann er mjögjafn og góður alhliða hestur sem er alltaf að bæta sig. Boði hefur hæst náð 7,05 ífimmgangi. En það eróvíst hvaða hesta ég mæti með í aðrar greinar eins og er. Var mikið lagt á sig til að komast í keppnina? -Ég get nú ekki sagt það. Ég ákvað til gamans að taka þátt að þessu sinni, og gerði þetta eingöngu til gamans. Ég er í námi núna þannig að það er númer eitt. Hjátrúin hefur ekki verið að hrella þá knapa sem hingað til hafa verið kynntir á Feyki. En Árni Björn vill hafa suma hluti á hreinu. -Já reiðvettlingamir verða að vera í lagi og algjört lykilatriði að það hafi gengið vel með þá áður. Nú hefur KS-deildin farið vel af stað og mikill áhugi á henni. Hvernig ætli gesti Norðurlands iítist á framtakið? -Keppnin leggst vel í mig. Gaman að sjá hvað það er mikil gróska í hestamennskunni á Norðurlandi og KS-deildin ertilvalinn vettvangur fyrir hestaíþróttamenn á Norðurlandi til að koma sér á framfæri. Frábærtframtak nokkurra vaskra manna. Hefurðu sett þér markmið í keppninni? -Ég fór í veðmál við Berg á Narfastöðum og vonast til þess að geta uppfyllt þær kröfur sem hann setti, en þá verð ég líka að spýta í lófana. KS-deildin______________ Sannkölluð veisla í töltkeppninni í síöustu viku fór fram töitkeppni f KS-deildinni í Svaóastaðahöllinni á Sauöárkróki. Keppnin var hörð og eftir æsispennandi forkeppni stóð Ólafur Magnússon uppi sem sigurvegari, eftir að dómarar höfðu ákveðið sætaröðun. Bjarni Jónasson vann sig upp úr B- úrslitum og endaði á verðlaunapalli í 5. sæti. Stiga- skorið var hátt að þessu sinni hjá efstu keppendum og var það almennt álit áhorfenda að um sannkallaða veislu hafi verið að ræða. Þórarinn Eymundsson leiðir keppnina með 16 stig. Helstu úrslit urðu eftir- farandi: 1 Ólafur Magnússon 7,72 2 Mette Mannseth 7,72 3 Þórarinn Eymundsson 7,61 4 Sölvi Sigurðarson 7,44 5 Bjarni Jónasson 7,33 Stigasöfnun eftir tvær keppnir eru þannig: Þórarinn Eymundsson stendur efstur í KS-deildinni að loknum tveimur umferðum. 1 Þórarinn Eymundsson 16 2 Mette Mannseth 15 3 Ólafur Magnússon 14 4 Sölvi Sigurðarson 13 5 Bjarni Jónasson 8 6 Magnús B Magnússon 5 7 Árni B Pálsson 5 8 ísólfur Líndal 1 9 Erlingur Ingvarsson 1

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.