Feykir


Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 5
10/2009 Feyklr 5 Þrymur tók utandeildarbikarinn_ Þvymur íslandsmeist- ari annað árið í röð íþróttafélagið og upprennandi körfubolta- stórveldi, Þrymur, sem er eingöngu skipað Skagfirsk- um sveinum, unnu lið Boot Camp í úrslitaleik utan- deildar Breiðabliks f körfubolta um sfðustu helgi. Leikurinn endaði 45-44, eftir framlengingu og var æsispennandi eins og tölurnar gefa til kynna. Boðið var upp á frábæran leik þar sem ekkert var gefið eftir. Þrymur skoraði fyrstu tvær körfur leiksins en eftir það tóku leikmenn Boot Camp öll völd og héldu forystu sinni allan leikinn. Þegar staðan var 37-29 Boot Camp í vil og stutt tii leiksloka, breyttu Þrymsmenn vamarleik sínum og náðu að saxa forskotið niður og jafna 39- 39 sem voru lokatölur venjulegs leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. í ffamlengingunni héldu Boot Camp menn áfram að leiða leikinn og það var ekki fyrr en með ótrúlegu vinstri handar sniðskoti Gunnars Andréssonar frá Tungu þegar 30 sek. voru eftir sem Þrymsmenn komust yfir í fyrsta skipti frá því í byrjun leiks, 45-44. Síðustu andartök leiksins fóru fram á vítalínunni án þess að boltinn færi niður í körfuna og leikmenn Þryms og þeir fjölmörgu aðdáendur sem höfðu komið til að fylgjast með, fögnuðu ógurlega þegar flautan gall. Lið Boot Camp skartar einnig Skagflrðingi en þar er söngfuglinn og tölvuleikja- nördinn Sverrir Bergmann innan borðs, en hann mátti gera sér að góðu að þiggja silffið að þessu sinni. í fyrra vann Þrymur Molda- Gnúp í úrslitaleik og eru því meistarar undanfarinna tveggja ára í Utandeildinni en hún hófst með riðlakeppni í nóvember. Körfubolti Tindastóll komst ekki i urslitakeppnina Körfuknattleikslið Tindastóls tapaði á sunnudaginn fyrir Breiðablik 81 - 84 í úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Ekki hefur gengið vel hjá liðinu effir áraiuót og má segja að gengi liðsins fyrst á tímabilinu þegar þrír útlendinga voru í herbúðum þess hafi bjargað þeim frá falli. Hins vegar er ljósi punkturinn sá að liðið er vel mannað heima- mönnum sem eiga með réttu hvatningunni alla möguleika á því að ná langt næsta vetur. (ÁSKORENDAPENNINN ) Rakel Runólfsdóttir skrifar úr Húnaþingi vestra Nokkur orö um vináttu Á mínu æskuheimili á Siglufirði var sá siður hafður á að hleypa jólunum inn. Þrátt fyrir að klukkan væri orðin 18 á aðfangadegi voru jólin ekki komin í húsið fyrr en pabbi var búinn að opna útidyrnar og hleypa jólunum inn. Fjörugt ímyndunarafl bamshugans sá jólin fyrirsér koma inn um dyrnar, þau voru risastór, svo stór að þau fylltu húsið og það tók stundum töluverða stund að hleypa þeim öllum inn. Mérfinnst þetta skemmtilegur siður og það er líka gott að geta frestað jólunum um nokkrar mínútur þegar sósan er ekki alveg tilbúin eða einhver á í órabasli með flibbann sinn. Fyrir nokkuð mörgum árum eyddi ég aðfangadagskvöldi með tveimurvinum mínum á 3. hæð í blokk í Reykjavík. Þau sýndu því fullan skilning að ég þyrfti að viðhalda þessari venju og það stóð til að hleypa jólunum inn um svaladyrnar. Það gekk ekki að óskum því hurðin stóð á sér. Vinirnir fylgdust með og biðu þolinmóðir. Þegarþeirsáu aðjólin kæmustekki inn um svaladyrnar sagði annar þeirra “getum við ekki bara hleyþt þeim inn um gluggann?” ég hafði aldrei heyrt aðra eins vitleysu "inn um gluggannl! Þau komast ekkert inn um gluggann” sagði ég heldur hneyksluð. Ég átti ekki annarra kosta völ en að hleypa jólunum inn um aðalinnganginn inn í blokkina. En þá þyrftu jólin að fara í gegnum þrennardyr. Mér fannst ómögulegt að hleypa jólunum inn um aðaldymarog láta þau svo bíða í anddyrinu meðan ég opnaði með lykli eða hringdi dyrabjöllunni til þess að láta vinina hleypa mér ogjólunum inn um millidyrnar. Það fór því svo að ég oþnaði aðaldyrnar á meðan annarvinurinn hélt millihurðinni og hinn sá til þess að dyrnar að íbúðinni væm opnar þegarjólin kæmust upp á þriðju hæð. Við höfum eflaust minnt um margt á þá Bakkabræður en vinirnir töldu það ekki eftir sér að taka þátt í þessu með mér og án þeirra hjálpar hefði ég verið jólalaus um jólin. Ég skora á séra Sigurð Grétarsson, sóknarprest á Hvammstanga. ( MITT LIÐ Langar í Liverpool- klósettpappír Nafn: Vignir Kjartansson. Heimili: Skagfiróingabrautin á Króknum. En uppeldistilraunimar fóru fram á Skógargötuni og síðar ÍTúnahverfinu. Starf: Það er slátrun, viðhaldsvinna, verkstjóm o.fl. hjá Afurðarstöð KS (sláturhúsinu). Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum? Það er hið stórgóða, yfirburða lið Manchester United, sem hefur marga fjöruna sopið í gegnum tíðina s.s lent í flugslysi, keypt Paul Ince, selt Jaap Staam og er nú í eigu ameriskra uppskafninga! Karakter liðsins er soldið eins og íslenska sauðkindin, gefast aldrei upp, seiglan endalaus. Hefur þú einhverntíman lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Hvem einasta helv.... virkan dag síðan 20.des 1998, (þann dag byrjaði ég að vinna á sláturhúsinu). Fólk virðist bara ekki skilja þetta. Hver er uppáhaldsleikmaður- inn fyrr og síðar? Ryan Giggs, lifandi goðsögn, frábær leikmaðursem verðurgaman að sjá hvemig sagan dæmir. Síðan má nefna snillinga einsog Steve Bruce, Eric Cantona, Roy Keane, Mark Huges, Gary Pallister og ekki má nú gleyma Ole Gunnar Solskjer og Bryan Robson, listinn er endalaus. Og lang-lang-lang- lang besti knattspymustjórinn. Hefur Þú faríð á leik með liðinu þínu? Nei ekki ennþá, en það styttist alltaf í það vona ég. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já eina könnu.En mig hefur lengi langað í hlut sem tengist öðru liði, neflilega Uverpool-klósettpappír. Hvernig gengur að ala aðra fjölskydumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? Hann Víkingur Ævar minn heldur að sjálfsögðu með Man.Utd, konan er afar áhugalaus um knatt-spymu yfirieitt og ég erviss um að Vigdís Kolka kemur ekki til með að eiga sér lið. Hún stoppar aldrei nógu lengi fym'r framan sjónvarpið til að mynda sér skoðun. Hefur þú einhvem tímann skipt um uppáhaldsfélag? Verð nú að viðurkenna örlítil bemskubrek. Hélt með Tottenham, en náði síðan áttum með hjálp bróður míns, en hann sagði að Tottenham væri bara drasl og ég ætti að skipta um lið, sem ég og gerði.(En samt ekki á þann hátt sem hann vildi, hann heldur með Leeds sem eru í 2. deild). Þetta var um svipað leyti og Ferguson kom á Old-trafford. Uppáhaldsmálsháttur: Afvond- um lögum versna siðir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.