Feykir


Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 12.03.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 10/2009 Miðja íslands heimsótt og vígó Lögmálum náttúrunnar ögrað á upptjúnnuðum tryllitækjum Skiptabakki, hús Ferðaklúbbsins á Goðdalafjalli. Ferðakúbburinn 4x4 stóð fyrir því að reisa myndarlegan minnisvarða úr stuðlabergi á þeim stað er Landmælingar íslands höfðu reiknað út að væri miðja Islands. Hann reyndist vera í Skagafirði, norðaustan við Hofsjökul við Illviðrishnjúka. Um síðustu helgi var staðurinn og minnisvarðinn vígður við hátíðlega athöfn að heiðnum og kristnum sið og var blaðamanni Feykis boðið að slást í hóp Skagafjarðar- deildar 4x4 og verða vitni að vígslunni svo og að kynnast þeim heimi sem jeppakarlar og konur lifa í. Mikill spenningur var í mönnum fyrir athöfninni enda í annað sinn sem reynt var að framkvæma hana. Eins og allir vita er allra veðra von á hálendi íslands og fyrir ári síðan kynntust menn því þegar vigslan átti að fara fram, en vegna veðurs komust færri en til stóð. Sunnanmenn voru með í sínum fórum skjöldinn sem skrúfa átti á steininn góða og segir til um að þarna sé Miðjan en þeir komust ekki alla leið. Þetta fannst Skagfirðingunum heldur aumt því þeir biðu þá eftir þeim við steininn sem átti að vígja. En nú var sem sagt komið að því að reyna aftur. Algjör sykur Skagfirðingar voru búnir að melda sig í ferðina á lójeppum sem allir voru útbúnir til stórra átaka. Flestir lögðu af stað seinnipart á föstudegi og ætluðu að gista í Skiptabakka en hinir lögðu af stað snemma á laugardagsmorgni. Blaða- maður var í þeim hópi sem fór á föstudegi og það verður að segjast að spenningurinn var mikill enda í fyrsta sinn sem hann fer í alvöru jeppatúr. í Lýtingstaðarhreppi hin- um forna var ferðinni heitið að jeppaslóð sem liggur upp Goðdalafjallið. Þegar á slóðina var komið ruku allir út úr bílunum og létu loftið leka úr dekkjunum. 3 pund heyrðist í einum en annar sagðist ætla að vera með þrjúoghálft hjá sér. Gott þeir eru allavega nálægt hvor öðrum hugsaði ég- Ferðin hófst þegar dekkin litu út fyrir að vera í ólagi og þeyst var af stað yfir móa og mela og skafla sem ófærir eru venjulegum jeppum hvað þá svokölluðum slyddujeppum. Enginn skafl virtist svo mikill að ekki var fært yfir hann fyrr en komið var að gili einu en þar gátu menn reynt tækin sín af alvöru. Snjórinn var laus í sér og ég heyrði að hann var kallaður „algjör sykur“. Eftir nokkra stund og spól voru allir komnir yfir og á leið í Skiptabakka. Skiptabakki var upphaflega gangnamannakofi, staðsettur á Goðdalafjalli en 4x4 í Skagafirði fengu hann leigðan sem þróaðist þó þannig að þeir eignuðust hann. Nú er þetta myndarhús, svefnskáli með kojum og matarborði, eldhús og klósett í viðbyggingu sem byggð var fyrir nokkrum árum og svo rúmgóð forstofa sem reist var síðasta sumar. Þar fer vel um klúbbfélaga og greinilegt að hugsað er vel um húsið enda félagsmenn allir hagir bæði á tré ogjárn. Kveikt var upp í olíuelda- vélinni og gashiturum og lagað kaffi. Fengu menn sér að borða og skiptust á sögum fram á kvöld sem flestar snerust um bíla og ferðalög þó pólitík hafi eitthvað borið á góma. Farið var í koju upp úr miðnætti því upp skyldu allir Fjölmennt lið var mætt til að vígja Miðjuna. klukkan sjö og lagt af stað að miðju íslands klukkan 9 að staðartíma. Menn vildu fara tímanlega af stað því búist var við þungri færð og meiri sykri. Eins og á Facebook Um morguninn eftir fengu menn sér árbít, gengu frá dóti og húsi og lagt af stað yfir Jökulsá vestari sem rennur rétt neðan við húsið. Ég trúði því varla að þar væri hin rosalega jökulsá sem maður þekkir neðar í héraðinu því þarna rann hún undir klakabrynju ósýnileg ókunnugum rnann- inum. Yfir fóru bílarnir áreynslulaust og stefnan tekin lengra inn á hálendið. Nú var bjart yfir að líta, útsýni gott og dagurinn rétt að byrja. Engan sá ég veginn enda ekki um hann hugsað af bílstjóranum sem í þeim bíl sem ég var farþegi með var formaður klúbbsins og heitir Hilmar Baldursson mjólkur- fræðingur. Hann er ekki alveg ókunnugur þessu svæði enda alinn upp á þessum slóðum og hefur farið ófáar ferðirnar á öllum árstímum. En hann fræðir mig á því að tækin sem hann hefur í mælaborðinu séu ómissandi enda keyrt eftir GPS tæki sem sýnir nákvæmlega hvar og hvert á að aka. Nákvæmnin er slík að það sést ef farið er fáa metra frá slóðinni sem búið er að merkja inn á tækið. Annað sem mikið er notað er talstöðin. Þar fara fram samskipti sem eru hvoru tveggja sem öryggisatriði og hins vegar algjörlega gagns- laus en gerir ferðina skemmti- legri og sameinar hópinn með smá athugasemdum á borð við það sem maður þekkir á Facebook og verða ekki raktar hér. Ferðin gekk vonum framar og færðin betri en menn bjuggust við í upphafi. Nokkrum sinnum var stoppað og teygt úr sér spáð i hlutina eins og gengur og í og með beðið eftir þeim sem lögðu af stað fýrr um morguninn úr byggð en þeir bættust þó fljótlega í hópinn svo nú voru saman komin sextán gull- fallegir jeppar. Rammgöldróttur landeigandi Engar hindranir töfðu trylli- tækin að ráði en útsýnið fór þverrandi með éljum og þoku á stöku stað þó ekki væri veðrið vont. Á köflum sást lítið annað en birtan þó að stundum grillti í hóla og hæðirogjafnvellllviðrahnjúka sem keyrt var fram hjá þegar áfanganum var náð. Miðjunni náðum við fyrir klukkan ellefu, langt á undan áætlun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.