Feykir


Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 19.03.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 11/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Þuríður Harpa Sigurðardóttir er á leið í stofnfrumumeðferö á Indlandi Ég óska þess aö geta staöiö aftur upp Þuriöur keyrir um á sérútbúnum bíl. Þuríður Harpa Siguróardóttir, framkvæmdastýra Nýprents, lenti í alvarlegu hestaslysi vorió 2007. með þeim afleióingum aó hún lamaðist frá bringspölum og nióur. Þuríður fer nú síðsumars til Delhí á Indlandi þar sem hún hyggst leita bóta meina sinna. Meðferð þessi mun að öllu óbreyttu kosta Þuríði 25 - 30 milljónir og hafa vinir hennar í samráói við Þuríði hrint af staö heilmikilli söfnun henni til handa. Þuríður lýsir sjálfri sér sem venjulegri íslenskri konu. -Ég er 42 ára í sambúð með góðum og traustum manni og á með honum þrjú börn á aldrinum 13-22 ára. Ég er grafískur hönnuður og hef unnið sem slíkur í 20 ár. Áhugamálin hafa verið margvísleg en skemmti- legast hefur mér þótt að stunda útivist, á hestbaki, á skíðum, gangandi á fjöll eða skokkandi. Líf mitt var einmitt á þeirri leið fyrir tveim árum að ég gæti virkilega farið að gefa mér meiri tíma fyrir mig og mína en á augnabliki tók líf mitt nýja stefnu. Ég var nýbúin að fagna þeim tímamótum að verða fertug og ferma miðbarnið þegar ógæfan dundi yfir, segir Þuríður. Þuríður og maður hennar, Árni Friðriksson, voru í reiðtúr þann 26. apríl 2007 þegar hrossið sem hún var á trylltist. -Eg kastaðist af baki og lenti á brjóstbakinu ofan á grjótnibbu. Ég hryggbrotnaði, rifbeins- brotnaði og lamaðist frá brjóstum. Það var einkennileg tilfinning að finna allt í einu ekkert fyrir neðri hluta líkamans. Mi'g óraði þá ekki fyrir því að það yrði hlutskipti mitt. Ég fór í aðgerð á Landspítalanum morguninn eftir og var mínum nánustu þá tjáð að ég yrði trúlega í hjólastól það sem eftir væri ævinnar. Síðan tók við 6 mánaða endurhæfing á Grensás. Að henni lokinni kom ég heim í hjólastól, sem er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Sem betur fer eru hendurnar heilar og því gat ég snúið aftur í mitt gamla starf, segir Þuríður alvörugefin. Eftir að heim kom upplifði Þuríður sig vera í aðstæðum sem hún hefur enn ekki fundið leið út úr. - Ég geri það sem ég get til að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er en að sjálfsögðu er ég ekki sátt með hlutskipti mitt, ég vil ekki vera bundin í hjólastól. Ég hóf því leit að leið til að fá einhverja bót. Eftir nokkra leit komst ég í samband við lækni í Indlandi sem hefur þróað meðferð sem byggist á stofnfrumum úr fóstri. Eftir að hafa skoðað þessa meðferð vel og haft samband við annað fólk í sömu stöðu sem hefur notið meðferðarinnar, ákvað ég að athuga hvort ég væri hæf. Indverski læknirinn dr. Geeta Shroff er búin að yfirfara mín gögn og segir að ég hafi von um að fá einhverja lækningu. Með vonina að vopni legg ég af stað í ferðalag til að fá kannski mátt í fæturnar á ný, eða til að geta pissað án hjálpartækja aftur. Ferðalag vonar Þuríður leggur áherslu á að ferð hennar til Indlands sé upp á von en ekki óvon. - Ég fer af því ég er viss um að fá eitthvað til baka og mér er sama þó það verði kannski ekki annað en hreyfa tærnar, það er þess virði. Ég fer af því að ég er viss um að ryðja braut fyrir aðra hér á landi. Hugsið ykkur ef ég get sýnt fram á að þessi meðferð skilar mér, lamaðri manneskjunni, einhverju til baka, hvers virði það verður fyrir aðra sem eins er ástatt fyrir hér á íslandi og ekki bara fyrir lamaða heldur líka fyrir fjölskyldurnar og vinina sem standa að lömuðum einstaklingi. Þjóðfélagið í heild, segir Þuríður og leggur þunga áherslu á orð sín. Hún heldur áfram; -Bráðum legg ég upp í ferðalag, ferðalag sem varðað er vonum og óskum. Ég óska þess að ég fái aftur kraft í neðri helming líkamans. Ég óska þess að ég geti einhvern tímann aftur náð í kaffibolla upp í skáp, að það að ná í ostinn í ísskápinn verði aftur einfalt, að finna að ég þurfi á salernið og geta notað það eins og áður, að geta gengið úti í góða veðrinu á sumri eða vetri. Að njóta þess að standa í sturtunni og finna vatnið streyma niður bakið og fæturna. Það er svo margt sem ég vildi geta gert eins og áður, helst vildi ég fá aftur líf mitt eins og það var, en ég geri mér grein fyrir að það er harla ólíklegt að nokkuð verði eins og áður. Ömurlegt að finna ekki fyrir fótunum Aðspurð segist Þuríður gera sér grein fyrir að það sé erfitt fyrir aðra að setja sig í hennar spor. -Ég get ekki ætlast til að fólk viti hvað það er ömurlegt að geta ekki fundið til í fótunum, né notið þeirrar vellíðunar sem fylgir t.d. að stinga fótunum í kalt vatna eftir langa göngu. Að teygja úr fótunum eftir góðan nætursvefn, eða hreinlega að geta lagst útaf á kvöldin án þess að detta aftur fyrir sig vegna þess að kvið- og bakvöðvar eru ekki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.