Feykir


Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 13/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Ingvi Guðmundsson hefur síðustu 18 mánuói barist við Hodgkins sjúkdóminn Tók þessu sem hverju ööru verkefni Ingvi fórgjarnan í langa göngutúra á Nöfunum á meðan á meðferð stóð. Ingvi Guðmundsson á Sauóárkróki verður 21 árs á þessu ári. Ingvi hefur síðustu 18 mánuói barist við Hodgkins sjúkdóminn en á dögunum lauk hann geislameóferó og fékk í kjölfarió á henni jákvæöa læknisskoóun. Ingvi deilir hér sögu sinni meö lesendum Feykis. Hann er ekki þrekinn ungi maðurinn sem kemur til dyra í Raftahlíðinni og ósjálfrátt hrekkur út úr mér þegar ég hef heilsað; -Þú ert bara ekki að verða að neinu. Ingvi horfir á mig, glottir og svarið kemur um hæl; -Ég get alveg farið í þykkri föt fyrir þig. -Ha nei þú ert fínn svona, hrekkur út úr mér og ég dauðskammast mín fyrir fyrri athugasemd mína. Við fáum okkur sæti inni í stofú og sem vel upp alinn ungur maður býður Ingvi mér upp á kaffi sem ég afþakka og við fáum okkur sitt hvort vatnsglasið. Ég byrja viðtalið á því að spyrja Ingva hvernig meinið hafi greinst. -Ég greindist í ágúst árið 2007 en hafði samt verið drulluslappur allt sumarið og í raun veturinn þar á undan. Þetta stigmagnaðist alltaf þetta byrjaði þannig að ég var alltaf þreyttur og þurfti að sofa rosalega mikið. Ég var í skóla og körfubolta og varð alltaf slappari og slappari. Um sumarið fór ég að léttast og leit hreinlega orðið illa út. Eins var ég alltaf með þyngsli fyrir brjósti þegar ég var að anda, rifjar Ingvi upp. í ágúst verður Ingvi síðan veikur, fær hita og verður að eigin sögn handónýtur. -Ég fór til læknis sem setti mig í myndatöku þar sem eitthvað kom í ljós við vinstra lungað. Hann telur því að ég sé með lungnabólgu og setur mig á sýklalyf. Þegar ég var búin að vera á sýklalyfjum í þrjár vikur án árangurs var ég sendur til Akureyrar í sýnatöku. Þegar niðurstaðan úr þeirri sýnatöku lá fyrir var hringt i Ingva og honum greint frá því að hann væri með Hodgkins sjúkdóm eða eitlakrabbamein. -Læknirinn talaði fyrst við mig en fékk síðan að tala við pabba. Sjálfur vissi ég að það væri eitthvað annað og meira að hrjá mig en lungnabólga það gat bara ekki annað verið, segir Ingvi. Ég spyr hann í framhaldinu hvernig hafi verið að fá þessar fréttir. -Það var ekki skemmtilegt eiginlega svolítið fúlt en samt líka alveg léttir þvi ég var búinn að vera hundveikur svo lengi. Læknirinn sagði jafnframt að þetta ætti að vera auðlæknanlegt. Ég fékk að vita að ég ætti að fara í meðferð, 16 lyfjagjafir á tveggja vikna fresti og síðan átti þessu að vera lokið þann 28. apríl 2008. Ég horfði þvi bara á dagatalið og tók þessu sem hverju öðru verkefni. Ég grenjaði mig ekkert í svefn eða neitt þannig heldur tók þessu bara eins og hverju öðru verkefni. Ég var ekkert að fara að deyja úr þessu. Ég held að þetta hafi verið mun erfiðara fyrir mömmu, pabba og systur mína sem er að verða 25 ára og er í Háskólanum og því ein fyrir sunnan. Þessi fyrsta lyfjameðferð fór fram á Akureyri og fór Ingvi þá norður með pabba sínum snemma morguns og kom til baka að kvöldi. Meðferðin sjálf tók fjóra til fimm tíma og segist Ingvi hafa orðið veikur af þeirri meðferð. -Ég byrjaði að æla meðan verið var að dæla þessu í mig. Keyrði síðan heim og stoppaði þá tvisvar, þrisvar á leiðinni til þess að æla og síðan var þessi ógleði f svona tvo til þrjá daga á eftir. Á meðan reyndi ég að borða sem mest af hafragraut því það er gott að æla honum. Þessi meðferð var samt ekki sterkasta lyfjameðferð sem ég hef farið i og það er í raun erfitt að lýsa hvernig mér leið, útskýrir Ingvi. Á meðan á meðferðinni stóð hélt Ingvi áfram í skólanum og lauk stúdentsprófi. -Ég fór í meðferð aðra vikuna og í skóla hina vikuna. Síðan reyndi ég að vera duglegur að hreyfa mig og halda mér í einhverju formi, útskýrir Ingvi. Hvað með vinina? Hvernig tóku þeir þessu? -Það vissu í raun fáir hvernig þeir áttu að taka þessu. Sjálfur grínaðist ég mikið með þetta, ég tók bara þann pól í hæðina. Ég gaf heldur ekkert alltof mikið færi á mér með þetta. Ég er frekar lokaður að eðlisfari og það breyttist ekkert við þetta. Ég var ekkert að ræða þetta of mikið við vinina en kunni vel að meta þá sem héldu áfram að koma, hanga með mér, fara á rúntinn eða taka mynd bara svona eins og áður. Er ekki ágætt þegar maður er orðinn tvítugur að fara að átta sig á því hverj ireruvinirmannsog hverj ir ekki, segir Ingvi. í mars var aftur tekið sýni og í þeirri sýnatöku kom ekkert í ljós og allt útlit var fyrir að Ingvi hefði sigrað meinið. -Ég var ekkert að gleðjast neitt svakalega yfir þessu því ég vissi sjálfur að þetta var ekki búið. Líklega hafa þeir bara hitt á dauðan vef þegar sýnið var tekið. En sjálfúr fann ég alltaf að það var eitthvað þarna enn þá, segir Ingvi og síðar kom í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Meinið hafi jú minnkað en var ekki horfið. Ingvi segir að fréttirnar hafi fýrir hann sjálfan ekki verið neitt svakalegar. Lík- lega hafi þær verið erfiðari fyrir þá sem stóðu honum nærri. Nú tók við svokölluð ICE meðferð. Meðferð sem stóð í þrjá daga á þriggja vikna fresti. -í þessari meðferð fékk ég öðruvísi velgjuvarnalyf þannig að ég ældi minna en í þessari meðferð fauk hárið. Meðferðinni fylgdu jú einhverjar aukaverkanir en þær eru leikur einn miðað við háskammtameðferðina sem ég fór síðar í, segir Ingvi. Ice meðferðin sló örlítið meira á meinið en ekki nægjanlega mikið og því var ákveðið að freista gæfúnnar með svokall- aðri háskammtameðferð. -Til þess að geta farið í þá meðferð þarf sjúklingurinn að vera með hreinan merg. Það eru því ekki margir sem geta farið í þessa meðferð. Áður en ég fór í meðferðina þurfti ég að fara í vél þar sem stofnfrumum var safnað og fór allt blóðið í líkamanum í rúma 12 hringi, og frumurnar sigtaðar út. Ég sat þarna heilan dag í þessari vél með tvær slöngur í líkamanum. Ein sem flutti blóðið út og önnur sem skilaði því aftur inn. Hvernig var að sitja í svona vél? -Það var alls ekkert skelfilegt. Enda varð ég ekki veikur af henni. Það var oft erfiðara að fara í lyfjameðferðina þar sem maður labbaði ágædega hress inn á sjúkrahús og kom þaðan út hundveikur. Það fer oftast á hinn veginn þegar maður fer til læknis, fer veikur inn en kemur hress út. Áfram hélt meðferðin hjá Ingva og samhliða því að ljúka meðferð númer tvö var hann undirbúinn undir háskammtameðferðina, og fór í tvær lyfjagjafir í viðbót þar sem svipuð lyf og í háskammtameðferðinni voru notuð, nema bara í minna magni. -Auðvitað var þetta allt svolítið spes upplifun. Sem dæmi þá var ég í lyfjameðferð þegar fsland vann Spán í handbolta í undanúrslitum á ÓL. Þama

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.