Feykir


Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 02.04.2009, Blaðsíða 7
13/2009 Feykir 7 Pálmi Valgeirsson -Ingvi er einfaldlega vinur minn Á meðan á viðtalinu stóð hringdi Pálmi Valgeirsson vinur Ingva í hann. Þeir voru að plana eitthvað saman félagarnir. Ég fékk að heyra í Pálma og spurði hann hvernig þetta hafi snúið að honum. -Við Ingvi voru búnirað vera vinirsvo rosalega lengi að það kom aldrei neittannað til greina en að taka þátt í þessu með honum. Ég bý fyrir sunnan í vetur og því vorum við í miklu sambandi meðan hann var í meðferðinni. Hann hefur alltaf verið opinn gagnvart mér með þetta og það þýðir ekkert að vera með neina feimni í kringum þetta alltsaman. Þaðgerir bara illtverra. Ingvi er einfaldlega vinur minn hvortsem hann erinni á sjúkrahúsi eða ekki og ég hugsaði alltaf um hann sem slíkan en ekki sjúkling, segir Pálmi. vorum við hópur af fólki tengd við lyfjadælu að horfa á leikinn með miklum spenningi og látum á milli þess sem einn og einn skrapp til þess að æla. Eins var ég í meðferð þegar bankahrunið var. Það var svo sem ágætt að vera bara inni á sjúkrahúsi meðan það allt saman gekk yfir. Ég kippi mér ekki mikið upp við þetta krepputal allt saman. Inni á lyfjadeild ert þú ekki að horfa á grenjandi fólk allt í kringum þig heldur eru allir í baráttu og bjartsýni og þar eiga hjúkkurnar stóran þátt. Það var alveg sama á hverju gekk alltaf brostu þær og mér leið alltaf eins og ég væri prins þegar ég lá inni á sjúkrahúsi. En ég verð að koma því á framfæri að maturinn heima á sjúkrahúsinu er betri en annars staðar. Enda vinnur mamma í eldhúsinu hér, segir Ingvi og brosir. Ingvi segir mér að hann hafi valið rangan tíma til þess að veikjast og ég horfi á hann eitt spurningamerki. Er einhver einn tími réttari en annar til þess að standa í svona löguðu? -Já, hvað það varðar að þar sem ég var orðinn 18 ára þegar ég veikist áttu mamma og pabbi ekki nein réttindi til þess að taka þátt í þessu með mér. Tryggingar þeirra tóku ekki á þessu og þau áttu ekki rétt á veikindadögum í kringum veikindi mín. Þar komu vinnuveitendur þeirra, Árskóli og Sjúkrahúsið, inn í myndina. Þau gátu alltaf fengið frí og verið með mér til skiptis. Fyrir það langar mig að koma á framfæri þvílíkum þökkum til vinnu- veitenda þeirra. Sjálfur er ég á örorkulífeyri sem ég gæti ekki lifað af ef ég byggi ekki heima hjá mömmu og pabba. Ég skil ekki hvernig fólk á að geta lifað á þessu. Sl. nóvember var síðan kom- ið að háskammtameðferðinni, meðferð sem lét hinar sem á undan komu líta út eins og skemmtigöngu. -í þessari meðferð er allt kerfi líkamans keyrt niður í núll. Allt drepið og maður liggur í einangrun inni á stofu og allir sem koma að sinna manni eða í heimsókn eru með grímu. í blóðhreinsivélinni höfðu stofnfrumurnar verið fjarlægðar og á áttunda degi háskammtameðferðarinnar var þeim sprautað í mig aftur. Það tekur um fimmtán mínútur og í kjölfarið kemur rosalega vond lykt af manni og ég var með stöðugt óbragð í munninum. Þetta er ógeðsleg meðferð en ég varð sem betur fer ekki eins veikur og maður getur orðið og slapp nokkuð vel í gengum hana. Líklega hefur hjálpað mér þarna að ég var búin að vera í lyfjameðferð í ár og hafði sam- hliða henni alltaf verið duglegur að labba. Ég fór alltaf í göngutúr þar sem ég fór upp á efstu brú og gekk síðan neðri Skógarhlíðina eins og það er kallað fyrir ofan Nafirnar, kom síðan niður á golfvöllinn og gekk Nafirnar aftur heim. Þetta voru góðir göngutúrar sem ég átti þarna einn með sjálfum mér. Síðan reyndi ég að hjóla og lyfta eins og ég gat, segir Ingvi. Þrátt fyrir að vera í einangrun fékk Ingvi að fara út af stofunni sem hann lá á þegar umferð var lítil á sjúkrahúsinu og þá þurfti hann að vera með grímu. Að öðru leiti lá hann bara inni á stofu, megnaði ekki að lesa né vera í tölvunni en gat haff kveikt á sjónvarpi. -Ég gat horft á sjónvarpið en náði samt ekki að fylgjast með því sem var að gerast. Það eina sem ég gat var að liggja og láta tímann líða. Þetta er svona eins og að fá 50 falda flensu fyrir utan háan hita. Það eitt að fara í sturtu voru mikil átök og eins þurfti ég að herða mig upp í að fara að pissa. Magnleysið var algjört. Sumir verða mjög veikir af þessari meðferð, fá sýkingar og eru þá lengi að ná sér en eins og áður sagði slapp ég nokkuð vel. Ég náði að borða allan tímann meðan á þessu stóð og var því fljótur í gang aftur og var komin í sjúkraþjálfun 15. desember og tók síðan þátt í jólamóti Molduxa í körfubolta. Það var nú reyndar meira til þess að vera með heldur en af ein- hverri alvöru. Þegar háskammtameðferð- inni lauk fór Ingvi í geislameð- ferð sem hann segir að hafi ekki reynt mikið á sig miðað við það sem á undan hefur gengið og núna 18. mars fór hann í stóra rannsókn sem kom mjög vel út. Ég spyr Ingva út í framtíðina. -Hún er eins og hún var fyrir þetta, óráðin. Ég er svolítið kærulaus að eðlisfari og það hefur ekkert breyst. Ætli ég fari ekki bara í lækninn þar sem ég er búinn með þetta verklega, segir Ingvi og hlær. -Nei, ekki séns, æi ég veit ekki hvað ég ætla að gera. Ég ætla að fara suður í háskóla á næsta ári og leigja íbúð með Pálma vini mínum. Ég missti af tveimur árum og ætla að bæta mér það rækilega upp. Ætli ég noti ekki sumarið í sumar til þess að ná upp þreki og heilsu og fari síðan bara í skóla í haust. Hver eru þín ráð til ungmenna sem lenda í þeirri aðstöðu að vinur þeirra veikist alvarlega? -Ég veit það ekki. Hringja í hann bara, maður þarf að vera mikið veikur til þess að geta ekki tekið á móti símtali. Það er mjög létt fyrir þann veika að hverfa, hanga bara heima í tölvunni eða eitthvað. Þá er gott að eiga góða vini sem koma í heimsókn eða draga mann út. Pálmi, æskuvinur minn, hefur verið duglegur við að heimsækja mig og hann var sá eini sem heimsótti mig í háskammtameðferðinni. Við fórum síðan saman til Boston þegar geislameðferðinni lauk. Eins vildi ég alls ekki láta vorkenna mér eða koma fram við mig eins og sjúklinginn Ingva. Það er ömurlegt, segir Ingvi að lokum. Guömundurjensson og Sigríður Stefánsdóttir Maður leyfði sér ekki að vera svartsýnn Foreldrar Ingva þau Guðmundur Jensson og Sigri'ður Stefánsddttir, hafa staðið þétt að baki syni sínum síðustu 18 mánuði. Þar sem Ingvi var orðinn 18 ára þegar hann veiktist stdðu þau uppi réttlaus með öllu. -Hann var orðinn fuilorðinn þegar hann veiktist og því áttum við engan rétt en við fylgdum honum eftir alla leið, hann skyldi ekki þurfa að gera þetta einn og dstuddur, segir Guðmundur. -Við fengum alltaf frí þegar á þurfti að halda og eins voru vinnufélagar okkar og vinnuveitendur okkur dmetanlegur stuðningur í gegnum þetta allt saman, bætir Sigríður við. Þau hjón eru sammála um að veikindi Ingva hafi verið þeim mikil reynsla og eitthvað sem allir foreldrar vilji vera lausir við. En skyldu þau aldrei hafa orðið svartsýn í þessari löngu baráttu? -Kannski hugsaði maður einhvern tímann eitthvað, en maður leyfði sér ekki að verða svartsýnn, segir Signður. Aðspurð segja þau hjón að eflaust hefði þeim fallist hendur hefðu þau í upphafi gert sér grein fýrir því sem framundan var þegar Ingvi greindist. -Þetta átti bara að taka átta mánuði og vera nokkuð einfalt tilfelli þar sem þetta var staðbundið æxli og ekkert búið að dreifa sér. En við vorum heppin með það að læknirinn hans er alveg yndisleg og hún hjálpaði okkur í gegnum þetta allt saman. Nú ræddum við ingvi aðeins um vinina og hvemig margir hurfu þegar hann veiktist hvernig upplifðuð þið þetta? -Okkurfannst hann standa svolítið einn í þessu með okkur og að krakkarnir hefðu máttvera duglegri við að hringja. Hann dró sigsvolítið inn ískel og var löngum stundum einn hér heima. Við vorum kannski svolítið ráðalaus með það að við vissum ekki hvort hann vildi að við værum eitthvað að skipta okkur af þessu. Pálmi var duglegur að koma og vareins og alltaf, segir SigríðurogGuðmundur á orðið. -Auðvitað voru krakkarnir líka hrædd og vissu ekki hvernig þau áttu að taka á þessum. Kannski hefðum við mátt vera duglegri við að hjálpa þeim í gegnum þetta, bætir Guðmundurvið. Hvað með ykkur? Hvaðan fenguð þið stuðning? -Við höfum mikinn stuðning hvort af öðru og eins frá ættingjum ogvinum. Eins kunnum við að meta það fólk sem kom og spurði okkur beint frétta, hlýtt handtak og jafnvel faðmlag var líka vel þegið. Guðmundurmissti tvíburabróður sinn úr krabbameini og nokkrum árum seinna lést móðir hans og ekki löngu áður en Ingvi veiktist missti Sigríður pabba sinn. Fjölskyldan hefur því fengið að kynnast erfiðleikum. -Maður lærir af þessu að taka bara einn dag íeinu ogað ílífinu er ekki neitt sjálfgefið og því ber að fagna hverjum degi. Við höfum til dæmis ekki miklar áhyggjuraf kreppunni, segja þau hjón. Framundan eru bjartari tímar. Þeir feðgar fara núna um helgina til Manchester á fótboltaleik en ferðin var ákveðin þegar Ingvi veiktist. -Ég sagði þá strax við hann að þegar þessu yrði öllu lokið færum við saman á leikfeðgar og nú er komið að því, segir Guðmundur brosandi. -Við vorum búin að panta fjölskylduferð til útlanda síðasta sumar en þá kom í Ijós að meðferðin yrði lengri og ferðin var því afpöntuð. Við eigum hana bara inni, bætir Sigríður við. Þau hjón vilja að lokum koma á framfæri þökkum til Magga Svavars og Rögnu sem lánuðu þeim íbúð sína í Reykjavík þegar á þurfti að halda. -Það var ómetanlegurstuðningur að geta alltaf gengið að íbúðinni vísri þegarvið þurftum að fara suður og fyrir það og svo margt annað erum við þakklát, segja þau hjón að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.