Feykir


Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 07.05.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 18/2009 Menning I lokin voru kvenfélagskonur kallaðar upp og kórinn söng eitt lag þeim til heiðurs. myndir ÖÞ: Dagur Jónasson sem er ættaður úr Fljótum afhenti gjafir sem íris Jónsdóttir formaður Kvennfélagsins veitti viðtöku. Reykjavíkur söng í Karlakór Karlakór Reykjavíkur var á söngferóalagi á Norðurlandi um síðust helgi. Hann hélt tónleika í Siglufjarðarkirkju á föstudagskvöldinu. í hádeginu á laugardag gerði kórinn stans í félags- heimilinu Ketilási f Fljótum. Þar var kórmönnum sem voru tæplega 60 talsins, boðið í léttan hádegisverð og í staðinn söng kórinn nokkur lög fyrir heimafólk. Það var kvenfélagið Framtíðin sem bauð kórnum og raunar öllum sveitungum til málsverðar í tilefni af 70 ára afmæli félagsins á þessu ári. Þorri íbúa sveitarinnar og nokkuð af burtfluttum sveitungum mætti og var mikil ánægja með söng kórsins. Þetta var óvenjulegur konsert án undirleiks en ánæjuleg Ketilási heimsók að sögn kórmanna. Þeir færðu Kvenfélaginu sögu kórsins að gjöf og afhentu einnig liðlega 30 hljómdiska með söng kórsins sem vildu að dreift yrði á öll heimili í sveitinni. Formaður kórsins lét þess getið þegar hann ávarpaði heimafólk að hann hefði sem unglingur verið í sveit í Fljótum og þá m.a. tekið þátt í að byggja félagsheimilið. Úr Fljótum héldu kórmenn til Blönduóss þar sem þeir voru með tónleika í kirkjunni síðar um daginn. ÖÞ: Skagafjörður Víðimelsbræður segja upp 5 manns Víðimelsbræður á Sauðárkróki sögðu nú um mánaðarmótin upp 5 af sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Ástæða uppsagnarinnar er óviss verkefnastaða framundan. Að sögn Jóns Árnasonar hafa tilboð í þau verk sem boðin eru út verið í algjöru rugli. -Verkin eru að fara á þetta 40 - 50% af kostnaðaráætlun og það hlýtur hver heilvita maður að sjá að slíkt getur ekki gengið upp til lengdar, segir Jón. Víðimelsbræður voru með samning við Vegagerðina um snj ómokstur yfir vetrartímann en sá samningur rann út núna 1. maí. Verkið hefur verið boðið út að nýju og eru Víðimelsbræður meðal þeirra sem nú bjóða í verkið. -Þessar uppsagnir núna eru neyðar- ráðstöfun og við munum ráða mannskapin aftur skapist fyrir þá verkefni. Þeir eru allir með þriggja mánaða uppsagnafrest nema einn sem er með mánuð. Við höfum næg verkefni út júní en eftir það er allt í óvissu, segir Jón. Víðimelsbræður eru þessa dagana að ljúka vinnu við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki en fyrirtækið náði fyrr í vetur að semja við Siglingamálastofnun og sveitarfélagið Skagafjörð um að fá að hægja á því verki. -Við áttum upphaflega að ljúka því verki 1. mars en fengum að hægja á okkur til þess að hafa vinnu fyrir mannskapinn. Hefði það leyfi ekki fengist hefði ég einfaldlega þurft að segja mönnum upp fyr. Skagaströnd Nýtt Fræðasetur væntanlegt Stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla íslands á Norðurlandi vestra með aðsetur á Skagaströnd. Er setrinu ætlað að verða vettvangur fyrir samstarf Háskólaíslandsviðsveitarfélög á Norðurlandi vestra, stofnanir, fyrirtæki, félagasasmtök og einstaklinga. Meginhlutverk setursins er að efla starfsemi Háskóla íslands á Norðurlandi vestra með rannsóknum í íslenskri sagnfræði. -Starfsmaðurinn mun verða sagnfræðingur og einbeita sér að því sem kallast munnleg saga. Eitt af vandamálum nútímans er að fólk er að stórum hluta hætt að senda sendibréf og því er hætt við að sagnfræðingar framtíðarinnar hafi úr litlu að moða nema reynt sé að vinna munnlegar sagnir í ritað mál svo til jafnóðum, segir Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Fræðasetra Háskóla íslands. -Starfsmaðurinn mun safna þessum munnlegu upplýsingum og mun hann líta helst til sinnar heimabyggðar og héraðsins þó svo að starf hans verði ekki endielga eingöngu bundið við það. Það liggur á söfnum víða á landinu mikið magn af gömlum kasettum sem þarf að vinna úr og að líkindum mun sú úrvinnsla að hluta koma í hlut viðkomandi starfsmanns, bætir Rögnvaldur við. Stofnun um munnlega sögu er búin að vera til staðar lengi á vegum Háskóla íslands og sagnfræðideildar og er nú þegar starfsmaður í 1/2 starfi við þá deild. Mun við nýja Fræðasetur starfa náið með þeim starfsmanni. Að sögn Rögnvaldar er litið á starfið sem framtíðarstarf en það kom til á aukafjárlögum og var á Norðvesturáætlun. Hins vegar sé ekkert öruggt eins og staðan er í dag og því þurfi hið nýja setur að vinna hart að því að sanna tilverurétt sinn. AÐSENTEFNI Sæluvikuljóð Um héraðs sviðið straumar léttir leika, menn líta hátt og sýna stöðu keika og minna helst á sveitar sinnar fjöll. Það breytist allt við sæluviku svipinn því sérhver maður verður töfrum gripinn er skagfirsk menning skeiðar fram um völl. Og héraðið með yl frá öllum sóknum, á undir Nöfum - höfuðstað á Króknum, þar sungin eru sæluvikuljóð. Um hugardjúpin dansa minningarnar sem draga fram og vekja kynningamar sem hlýrri gleði skila í skagfirskt blóð. Með bros á vör og blik í augum ganga um blómaslóðir þeir sem grípa og fanga hvert augnablik af ævintýra seið. Það skilst sem fýrr og skjótt það landinn metur, að Skagfirðingar kunna flestum betur að skemmta sér og öðrum lífs á leið. Bestu kveðjur Rúnar Kristjánsson AÐSENTEFNI Takk Miðgarður Okkur hjónum auðnaðist að fara á kóramótið í Miðgarði laugardaginn 2. maí, síðasta dag Sæluviku. Þetta var hin besta skemmtun og ekkert að því að fá dálítið uppbrot á hinum hefðbundna fjórradda söng, en framkoma og flutningur rokkkarlakórsins Fjallabræðra verður ekki síður eftirminnilegur en annað sem þarna gerðist. Það er fagnaðarefni að sjá og skynja hvað vel hefur tekist til með breytingar og endurgerð hússins og hvað hlj ómburðurinn er góður. Þó að vanti rúmgott bílastæði á réttum stað fyrir ffaman húsið verður ekki síst að nefna hvað vel hefúr tekist til með aðgengismál fýrir það fólk sem þarna kann að eiga erindi og er í hjólastólum. í þvi efhi hefur tekist mjög vel til, bæði með rampana úti og stigalyfturnar inni. Prýðilega gott í umgengni og auðvelt í notlcun. tanda á mér. Takk Miðgarður Lilla og Jón Karlsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.