Feykir


Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 18.06.2009, Blaðsíða 10
lO Feykir 24/2009 Fjöllistahópur Skagafjarðar Öóruvísi vinnuskóli Nokkrir unglingar í Skagafirði munu nú í sumar skipa fjöllistahóp vinnuskóla Skagafjarðar. Verkefni krakkanna eru mismun- andi en nú þegar hafa þau farið í leikskólana á Sauðárkróki og lesið fyrir börnin og lesið ljóð fyrir eldri borgara. Prentað og plastað ljóð sem eru daglega sett í heitu pottana í sundlaugunum. Síðastliðinn föstudag fóru krakkarnir í Skagfirðingabúð og spurðu nokkra aðila spurninga. Afraksturinn má lesa hér í Feyki. Krakkarnir vilja koma því á framfæri að ef einhverjir eru með hugmyndir til þeirra þá sé hægt að koma þeim í hugmyndakassa krakkanna sem er í anddyrinu í Skaffó. SPURNING DAGSINS Sindri Aldur: 19 ára Hvar býrð þú: Sauðárkrókur 1. Hvað finnst þér um félagsstörf í Skagafirði? -Mér finnst þau betri en þau voru, t.d. hafa Félag ungra framsókn- armanna og Leikfélag Sauðár- króks bætt sig mikið. 2. Ætlar þú tU útlanda í sumar? Nei. 3. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Að ég ætti fleiri óskir sagði Sindri hugsi. 4. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Hann er hvítur og blár. SPURNING DAGSINS Aldur: Held að ég sé 42 :) Hvar býrð þú: Sauðárkróki 1. Hvað finnst þér um félagsstörf í Skagafirði? Mér finnst þau vel á vegi stödd. 2. Ætlar þú til útlanda í sumar? Nei. 3. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Bara að hafa áfram gaman í lífinu. 4. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Hann er bleikur, sker sig út úr hjá öllum körlunum sem eru á heimilinu :) SPURNING DAGSINS Ásdís Sif Aldur: 16 ára Hvar býrð þú: Á Sauðárkróki 1. Hvað finnst þér um félagsstörf í Skagafirði? Fín bara. 2. Ætlar þú til útlanda í sumar? Nei, ég er að vinna. 3. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Að fá milljón óskir. 4. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Fjólublár. SPURNING DAGSINS Birgitta Aldur: 41 Hvar býrð þú: Varmahlíð 1. Hvað finnst þér um félagsstörf í Skagafirði? Ágæt, má bæta fyrir fólkið í Varmahlíð. 2. Ætlar þú til útlanda í sumar? Nei. 3. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Vera hraust og hamingjusöm. 4. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Grænn. Róbert SPURNING DAGSINS 1. Hvað finnst þér um félagsstörf í Skagafirði? Ég þykist halda að þau séu mjög góð. 2. Ætlar þú til útlanda í sumar? Nei, bara til Skagafjarðar. 3. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Veiða vel í veiðiferð sem ég er í. „Kannski einn ísbjörn,, skaut félagi hans inn í og hló. 4. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? Hann er grænn. Aldur: 49 ára Hvar býrð þú: Akureyri

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.