Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 3
32/2009 Feykir 3 Skagafjörður Viðurkenningar fyrir snyrtilegustu, fallegustu, myndarlegustu og... Glaðbeittur hópur. Umhverfisverólaun Skagafjarðar voru veitt s.l. fimmtudag við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans. Þar voru veitt verðlaun í sjö flokkum en Sveitarfélagiö Skagatjörður ásamt Soroptimistaklúbbi Skagafjaróar standa að verðlaununum. Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður Umhverfis- og samgöngunefndar bauð gesti velkomna og lýsti ánægju sinni með samstarf nefndar- innar og Soroptimista sem unnið hafa að þessu árlega verkefni s.l. fimm ár og taldi að umhverfisvitujid og tiltekt Skagfirðinga almennt hafi batnað. Aðalheiður Reynisdóttir gjaldkeri Soroptimista lýsti aðkomu klúbbfélaga að verkefninu og sagði að þær stöllur væru með nefið niður í öllum görðum og býlum. Farnar eru tvær skoðunarferðir um héraðið auk tveggja garðaskoðana og hafði Aðalheiður það á orði að vandasamara verði með hverju árinu að tilnefna í verðlaunin. Þó er eitt sem ekki er í lagi að mati hennar en það er iðnaðarsvæðið á Króknum sem tilfinnanlega vantaði „Soffíu frænku" á svæðið. Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2009 hljóta: Útvík Útvík í Staðarhreppi hinum forna sem myndarlegasta sveitarbýlið. Þar búa hjónin Árni Hafstað og Birgitte Bærendtsen. Melar Melar í Hjaltadal sem myndar- legasta sveitarbýlið án búskapar. Melar er nýbýli út frá Skúfsstöðum sem Sigurður Þorsteinsson fyrrverandi bóndi byggði. Birkihlíð 33 Fallegasta lóðin í þéttbýli þótti garðurinn að Birkihlíð 33 á Sauðárkróki en þar búa hjónin Heiðrún Friðriksdóttir og Sveinn Sigfússon. Sauðárkrókskirkja og Safnaðarheimilið Snyrtilegasta stofnunin þótti vera Sauðárkrókskirkja og eignir hennar þ.e. Safnaðar- heimilið og kirkjugarður. Brynjar Pálsson formaður sóknarnefndar tók við viður- kenningunni. Fisk Seafood Sjávarútvegsfyrirtækið Fisk Seafood hlaut verðlaun í flokknum fallegasta fyrirtækið og veitti Jón E Friðriksson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins viðurkenningunni móttöku. Að Reykjum Viðurkenningin, Einstakt framtak, féll Drangeyjar- jarlinum Jóni Eiríkssyni í skaut fyrir einstaka þrautsegju og baráttu við náttúruöfl en mikil uppbygging hefur átt sér stað að Reykjum á Reykjaströnd að tilstuðlan hans. Drekahlíð Drekahlíð á Sauðárkróki var valin fallegasta gatan í þéttbýli en þar hafa íbúar þótt samheldnir við að halda henni snyrtilegri hver á sinn hátt. Hcegt er að lesa nánar um Umhverfisverðlaunin og kíkja á myndir á Feykir.is IIVR OG PICIRIIICFUR! Herra Hundfúll er sæmilega sáttur við að tilkynna um sameiningu Feykis.is og Skagafjörður.com. Nýr vefur hefur verið opnaður á slóðinni www.feykir.is Frá lögreglunni á Sauðárkróki Aukið umferðareftirlit að skila árangri Alls hafa 212 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan aksturí umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki frá 1. júní sem er 17% aukning frá sama tímabili 2008. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum í umdæm- inu fækkað úr 26 í 18 sem er um 30% fækkun milli ára. Ein af ástæðum þessa er aukið um- ferðareftirlit, en lögreglan á Sauðárkróki hefur nú í sumar tekið þátt í sérstöku umferðar- eftirlitd Vegagerðarinnar, Um- ferðarstofu og Ríkislögreglu- stjóra. Aðal markmið þessa verkefnis er að fækka bana- slysum og alvarlegum slysum þannig að fjöldi sHkra tilfella á tímabilinu á hverja 100 þúsund íbúa, verði ekki meiri hér á landi en hjá þeim þjóðum sem bestum árangri hafa náð í umferðaröryggi. \^ðbótarmarkmið er að dragaúrlíkumáumferðarslysum og afleiðingum þeirra. Tímabilið sem samningurinn nær yfir er frá 11. mars 2009 til 10. mars 2011. Alls hafa 212 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki frá 1. júní sem er 17% aukning frá sama tímabili 2008. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum í um- dæminu fækkað úr 26 í 18 sem er um 30% fækkun milli ára. Ein af ástæðum þessa er aukið umferðareftirlit, en lögreglan á Sauðárkróki hefur nú í sumar tekið þátt í sérstöku umferðar- eftirliti Vegagerðarinnar, Um- ferðarstofu og Ríkislögreglu- stjóra. Sönghópur Félags eldri borgara í Skagafirði auglýsir eftir söngfólki í allar raddir Góður og líflegur félagsskapur. Pau sem hafa áhuga hafi samband við Jóhónnu söngstjóra í síma 694 4222. Æfingar hefjast 76. september. Stjórnin LANDSMOT HESTAMANNA 2010 Viltu leigja húsið, bústaðinn, tjald- eða hjólhýsið þitt í nokkra daga næsta sumar? Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 28. júní - 4. júlí 2010. Að venju sækja þúsundir gesta mótið heim og þessa dagana er fjöldi erlendra gesta að skipuleggja ferð sína hingað til lands á Landsmót næsta sumar. Þeim sem áhuga hafa á að leigja út húsnæði, tjöld, felli- eða hjólhýsi fyrir gesti Landsmóts er bent á að skrá sig sem fyrst hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Norðurlandi vestra í síma 455 6161 eða að senda tölvupóst á netfangið: info@skagafjordur.is Allar nánari upplýsingar eru veittar af starfsmönnum Upplýsingamiðstöðvarinnar sem staðsett er í Varmahlíð. Mótstjórn LANDSM0T SKAGAFJÖRÐUR 2010 28. JÚNÍ - 4. JÚLÍ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.