Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 10
"ÍO Feykir 32/2009 Hvöt á EM Ævintýraferð Hvatar til Austurríkis í sumar LiðHvatariEMifutsal. Hvatarmenn á Blönduósi urðu sl. vetur íslandsmeistarar í futsal sem er innanhússfótbolti með samræmdum alþjóðlegum reglum. Þessi árangur drengjanna gaf þeim kost á að taka þátt í Evrópumóti í futsal sem fram fór í Austurríki 18. - 23. ágúst s.l. Kári Kárason Hvatarmaður ritaði ferðasögu liðsins sem birtist á Feyki.is en við höfum hér í styttri útgáfu. Þaö fór um auman Húnvetninginn Jæja, þá er ætlunin að skrifa stutta en innihaldsríka ferða- sögu, af ferð meistaraflokks Hvatar á Evrópumót UEFA í Futsal. Til að gera langa sögu stutta, þá gerðist það markverðasta að hamborgar- arnir á sportsbarnum á Kastrup kosta 4.500 kr með vatni. Morguninn 19. ágúst var hreint út sagt æðislegur. Sólin skein sem aldrei fyrr og við blasti eitt það fallegasta umhverfi sem undirritaður hefur augu barið. Trjám vaxnar brekkur á alla kanta og kyrrð sem myndi gera alla dofna. Annars beið stíf áætlun fyrir allan daginn og hófst hann með fundi með yfirvöldum UEFA. Það verður að segjast eins og er að það fór um auman Húnvetninginn að standa fyrir framan fjölda manns og kynna sig og lið okkar, en með smá gríni um smæð Blönduóss og að hérna væru rúmt prósent af heildaríbúafjölda heimahag- ana, uppskar maður hlátur og þar með voru allir vegir færir. Fyrsti leikurinn var gegn Asa Tel Aviv. Það verður að segjast eins og er að smá stress var í gangi því á fyrstu mínútunni gátum við ekki neitt og var því hægðarleikur fyrir liðsmenn Asa að setja á okkur mark Vaknaði þá liðið og náðum að skora mark stuttu Hvatarmenn njóta útsýnis afsvölum hótelsins. síðar en þar var á ferðinni Brynjar Guðjónsson. Almennt vorum við betri aðilinn í seinni hálfleiknum og hefðum geta unnið leikinn hefði smá heppni gegnið til liðs við Hvöt, stangarskot og all mörg skot í hliðarnetið er sönnun þess. Þegar fiautað var tO leiksloka vorum við eftir allt saman sáttir, lögðum okkur fram en töpuðum fyrir fínum strákum frá ísrael sem brutu ekki einu sinni á okkur í öllum leiknum. Gott lið og enginn skömm að tapa fyrir þeim. Út stoltu Hvatarhjarta sendi ég kveöju neim Ef einhver hefði sagt mér í síðust viku, frá skipulagningu mótsins, hefði ég eflaust ekki trúað honum. En hér er hver hreyfing okkar skipulögð að einhverju eða öllu leyti. Dæmi: AUir meðlimir og „viðhang- endur" fótboltaliðanna fengu hálsspjöld sem við þurfum að bera 24-7, eða allan daginn. Þessi spj öld eru líka aðgangskort að keppnissvæðunum og sam- komum tengdum þeim. Öryggisgæslan er svo veigamikil að hellingur af öryggisvörðum loka hreinlega höllinni og t.d. þegar við komum í rútunni til leiks, þá er stoppað fyrir framan bláan dregil sem liggur inn í höllina, þar eru tveir fflefldir öryggis- verðir og passa að einungis þeir sem eru með hálsspjöld komist inn. Þegar inn í höllina er komið þ.e.a.s á búningsklefagang, má alltaf gera ráð fyrir að rekast á öryggisvörð sem enn aftur athugar hvort einhver sem ekki ber spjald. Þegar hingað er komið er komið á svæði þar sem UEFA ræður ríkjum og allt sem hér gerist, þarf að passa inn í regluvirki UEFA. Regluvirki UEFA er rammgert og höfum við aðeins fengið að kenna á þvi, en ég tek samt fram að KSÍ og staðarhaldarar hafa lagt sig virkilega fram við að aðstoða okkur. Sem dæmi þá er harð- bannað að vera í nærbuxum (þ.e.a.s. ef þær eru notaðar) sem eru að öðrum lit en keppnis- búningurinn og tékka dómarar á þessu fyrir leik, auk þess sem athugað er með skartgripi o.s.frv. En nú er komið af því að ræða aðeins um leikinn, en leikurinn í dag var gegn gestgjöfunum hérna í Austuriki. Að sjálfsögðu var vel sótt á völlinn og því miður voru fáir á okkarbandi. Ég býst við því að þegar þið lesið þetta, þá vitið þið líka að við töpuðum naum- lega 5-4, en með stóru Hvatar- hjarta get ég sagt að sjaldan hef ég verið stoltari Hvatarmaður. Þvílíkur karakter sem býr í drengjunum okkar, þvflík orka og gleði. Ég get sagt ykkur lesendur góðir að forráðamenn UEFA á þessu móti hreinlega dýrka drengina okkar og ettir hvern leik hafa þeir komið til okkar til þess að hæla okkar leik og þrautseigju. Á meðan hin liðin hafa 3 lið til skiptanna þá erum við að keyra á 10 mönnum. Éggetsagtogskrifað að sama hvernig leikurinn á móti Armeníu-strákunum fer þá förum við héðan með kassann úti með stolt í hjarta og bjarta minningu í brjósti. Og hana nú. Átti að hella okkur fulla fyrir leik Þið getið ekki trúað þvi sem hérna er að gerast. Á meðan flest lið hérna eru að koma fram við andstæðinga af virðingu, þá eru liðsmenn Armena á annari línu. í gær, í og eftir hófið hjá UEFA, reyndu þeir hvað þeir gátu til þess að bera í okkur vínföng og settu síðan punktinn yfir i-ið með því að bjóða mér og Gissuri upp í herbergi þar sem átti að hella í okkur Armenískt Koníak Það hefði geta orðið slæmt þar sem hann er leikmaður, þjálfari og fyrirliði liðsins. Allan daginn mátti finna fyrir vaxandi spennu þar sem ísraelarnir voru að vingast við okkur á fullu og þjálfarinn jafhvel kom að tali við mig til að gefa mér hint um leikinn o.s.frv. Á hinn bóginn var það þannig að þegar Armenarnir sáu að við vorum að tala við ísraelana þá voru þeir mættir til þess að vingast við okkar og þannig mætti lengi telja. Inn í þessa jöfnu bættustu síðan dómararnir sem voru kammó við okkur en forðuðust Armenana. AUaveganna þá var það vitað fyrir leikinn að Armenar þurftu að sigra okkur stórt til að tryggja sig áfram. Jæja, ræðum leikinn, en hann byrjaði ekki vel strax í búningsklefa, en Brynjar þurfti að draga sig út úr liðinu vegna meiðsla í baki, varamönnunum fækkaði þá frá 5 niður í 4 og það var slæmt. Frá stúkunni mátti heyra að her manna á bandi Armenana voru mættir og á göngunum var augnaráð Armenana þannig að einum varð að orði „ bíddu við erum við að fara út í heilagt stríð eða fótboltaleik". Þegar inná völlin var komið varð strax ljóst að fáir ef nokkrir voru á okkar bandi og einnig varð það ljóst að við vorum ekki af fara að tala neitt saman inná vellinum, þvflíkur var hávaðinn frá áhorfendurm Armenanna. Armenarnir spiluðu þennan leik af skynsemi stíluðu mikið inn á það að fiska brot á okkur fyrir afar litíar sakir. Þannigað í restina vorum við að fá mörg víti á okkur vegna „ brota" sem voru engan veginn að hjálpa til. Frosti fékk snemma gult fyrir að handleikaboltann utan vítateigs. En til að ljúka þessu með leikinn þá töpuðum við 7-0 og þar af voru mörkin úr vítunum 4. En það er alltaf hægt að finna ljós í myrkrinu en Stefán skoraði sitt fyrsta Evrópumark í dag, að vísu í eigið mark en Evrópumark er Evrópumark í kvöld ætlum við að gefa okkar manni honum Nick, harðfisk, opal nammi og opal snafs.auk þess sem við af- hendum honum hvatartreyju þar sem við höfum allir skifað nafn okkar auk persónulegrar skilaboða til Nick Vonandi mun honum líka við veigarnar og treyjuna. Ég vona að þið lesendur hafi haft gaman af ferðssögu okkar og fengið innsýn í veru okkar á Evrópumótinu í Futsa. Með Hvatarkveðju, KáriK

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.