Feykir


Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 03.09.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 32/2009 Eydís Ósk Indrióadóttir í Feykisviótali Líf iö breyttist á einu augabragöi Eydís Ósk Indriðadóttir frá Grafarkoti í Húnaþingi vestra veiktist illa síðastliðið vor með þeim afleiðingum að hún eyddi sex vikum á spítala og á tímabili var tvísýnt um líf hennar. Eydís hefur í sumar náð ótrúlegum bata og horfir bjartsýn fram á veg. Feykir settist niður með Eydísi og fékk að heyra sögu hennar sem við deilum nú með lesendum. Eydís Ósk er nemi í Land- búnaðarháskóla íslands á Hvanneyri þar sem hún leggur stund á búvísindi og hestafræði. Eydís Ósk á litla dóttur, Júlíu Jöru, og voru þær mæðgur heima í páskafríi þegar Eydís veikist. -Ég hélt að ég væri með ælupest en ég fékk ofsalegar höfuðkvalir og kastaði upp. Ég var búin að vera veik heima í fjóra daga því ég vildi ekki vera að fara til læknis út af ælupest, rifjar Eydís upp. -Það var síðan á laugardaginn fyrir páska að þau foreldrar mínir gefast upp og hringja á lækni enda þurftu þau orðið að hafa lokað fyrir alla glugga því ég þoldi ekki neina birtu. Ég var farin að hallast að því að þetta væri frekar mígreni enda var ég með stöðug uppköst og gat orðið varla svo mikið sem hreyft augun án þess að þurfa að kasta upp. Eins voru öll verkjalyf hætt að verka en ég var bæði að taka parkodín forte og eins ibufen 600 mg, tvær af hvoru. Eftir að læknirinn kom þurfti hann ekki að líta nema einu sinni á mig til að sjá að hann vildi leggja mig beint inn sem og hann gerði. Ég var lögð inn hér á Hvammstanga þar sem ég lá í einn sólarhring áður en ég var fiutt í skyndi á Akranes þá komin með 42 gráðu hita. Á Akranesi stoppaði ég ekki nema rétt nóttina því mér hrakaði mjög og var flutt þaðan til Reykjavíkur þar sem ég var lögð inn á gjörgæslu- deild. Sjálf man ég ekki eftir Akranesi né fyrstu tveimur vikunum á spítalanum fyrir sunnan. Mér er sagt að líf mitt hafi staðið tæpt á tímabili og það sem bjargaði mér að líkindum var hversu vel Ágúst Oddsson, læknirinn hér heima, stóð sig í upphafi þegar hann lagði mig inn og setti mig strax á sýklalyf. Erfitt aö qeta ekki faómaó barnið sitt Eins og áður segir var það heilabólga sem varð til þess að Eydís varð eins ofboðslega veik og raun bar vitni en hvað olli bólgunum er ekki að fullu ljóst. -Læknirinn talaði um herpisveiruna, þessa sem veldur frunsum, og eins endur- tekna hlaupabólu. Það var því ekki endilega eitthvað eitt sérstakt heldur sambland að mörgu sem veldur veikindum jafn alvarlegum og í mínu tilfelli, úrskýrir Eydís. Veikindin tóku verulega á Eydísi en eitt af því sem henni þótti erfitt var að gera ekki sinnt þriggja ára dóttur sinni. - Ég man eftir atviki á sjúkra- húsinu þar sem pabbi kom með hana í heimsókn til mín. Ég var ofboðslega glöð að sjá hana en var svo veik að ég gat ekki einu sinni tekið utan um hana heldur lá bara þarna. Ég held svei mér þá að mér þyki tilhugsunin erfiðari í dag en upplifunin var á sínum tíma. Það er erfitt fyrir móður að geta ekki einu sinni tekið utan um barnið sitt. Eins eftir að ég kom heim þá var ég svo veikburða bæði andlega og líkamlega að ég gat lítið hugsað um hana. Eydís var allt í allt sex vikur frá heimili sínu. Fjórar vikur á Landspítalanum og síðan í tvær vikur á Grensás þar sem hún fór í endurhæfingu. Hún var síðan útskrifuð þann 14. maí. -Endurhæfingin á Grens- ás fólst bæði í heíðbundinni sjúkraþjálfun þar sem ég var mjög máttfarin eftir veikindin og eins í iðjuþjálfun. Þar reyndi á að æfa hugann, sem tók á því ég hafði hvorki mikið þol né þolinmæði tO þess að takast á við þetta. Iðjuþjálfinn kvartaði yfir því að ef ég gæti ekki hlutina einn, tveir og þrír þá gafst ég einfaldlega upp og hætti. Nú varst þú á öðru ári á Hvanneyri þegar þú veiktist hvernig fór þetta með námið? -Kennaraelskurnar mínar héldu opnum fyrir mig fögunum og ég var að taka prófin í þeim núna rétt um daginn en ég er að taka tvær bs-gráður. Það að taka prófin núna reyndist erfiðara en ég hélt. Ég er ofboðslega eirðarlaus eftir veikindin og á erfitt með að setjast niður og einbeita mér að einhverju einu. Ég er engu að síður að vonast til þess að þetta hafi gengið. Eins er talsverður tími síðan ég var í þessu fögum svo það var mikið sem ég þurfti að rifja upp. Eydís segir að veikindin hafi breytt sér mjög mikið og hún hugsi allt öðruvísi í dag en hún gerði áður. Eins þurfi lítið til þess að gleðja hana. -Þá fer ég strax að hlæja og mér finnst allt svo ofboðslega skemmtilegt í dag. í sumar var ég að ríða yfir Þingeyrarsand og ég hreinlega táraðist yfir því hvað þetta var allt æðislegt. Hrossin voru frábær, veðrið var æðislegt og þetta var í einu orði sagt dásamlegt allt saman, segir Eydís og hlær sínum smitandi hlátri. Síðan verður hún allt í einu alvarleg og heldur áfram; -Þetta er ótrú- lega erfitt allt saman. I raun mun erfiðara en ég hefði ímyndað mér. Ég get ekki enn tekið þátt í öllu eins og ég vildi. Ég starfa hægar en áður, hugsa hægar ogþarf í raun umhugsun við einföldustu hluti sem ég hreinlega framkvæmdi hér áður. Eins er ég ofsalega við- kvæm og lítil í mér. Ætli megi ekki segja að ég sé lífhrædd eftir veikindin. Kannski er það líka af því að batinn var ekki alveg hnökralaus því eftir að ég kom af Grensás fór ég aftur að fá mikla ógleði og í fimm vikur langaði mig lítið að borða og ég var stöðugt með ógleði og vanlíðan. Sem varð til þess að í endaðan júní var ég lögð inn á aftur, enda náði ég ekki að koma meltingunni í gang á nýjan leik. Það að vera lögð inn aftur var ofsalegt sjokk fyrir mig, enda hafði ég ekki einu sinni ímyndað mér að það gæti gerst. En eftir fimm daga á sjúkrahúsi vildi ég heldur ekki fara þaðan því ég var svo hrædd um að allt færi í sama farið þegar heim kæmi, rifjar Eydís upp. Áður en Eydís útskrifaðist af Grensás talaði við hana kona þar inni um að hún yrði að passa upp á andlegu hliðina og mætti búast við að fá eftir á sjokk en það gerðist í flest öllum tilfellum. -Það gekk eftir að þegar heim kom hrundi ég andlega en þar sem ég hafði verið vöruð við því var ég betur í stakk búin að takast á við það auk þess sem það hjálpaði mér að vera opinská með líðan mína sem ég tel að hafi hjálpað

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.