Feykir


Feykir - 01.10.2009, Side 9

Feykir - 01.10.2009, Side 9
36/2009 Feykir 9 (ÁSKORENDAPENNINN ) Arnbjörn Ólafsson skrifar á feróalagi Þaó pirraói mig aó ég hafi ekki svarað þeim fullum hálsi Veita hinn er vættki veit margr verðr af aurum api maðr er auðigr annarr óauðigr skylit þann vítka vár Eitt af því besta sem ég veit er þegar maður getur komið upp með hnyttið andsvar á augabragði. Þetta er svona svipuð tilfinning og að koma með krók á móti bragði (þá væntanlega orðbragði). Jafn ánægiulegt og það er, þá erfáttjafn pirrandi og verða kjaftstopp. Égvará leið f lyftunni á hótelinu mínu ÍVarsjá um daginn ásamt hóp af Hollendingum. Upp á síðkastið hef ég reynt að fara meðfram veggjum þegarég heyri í Hollendingum eða Bretum eriendis, en í þetta skiptið var ég króaður af í lyftu á leið upp á 36. hæð. Og það sem verra var, stóri lcelandair merkimiðinn á töskunni minni varöllum sýnilegur. Það var þá að sá Hollendinganna sem hefur greinilega fengið mest af Genever með morgunverðinum leit á mig ásakandi og sagði að við íslendingar hefðum átt að passa betur upp á peningana þeirra. Eins og ég hafi persónulega gengið um og leitað uppi bankareikninga á íslandi í eigu fólks með eftirnöfn sem hljóma eins og þau séu skrifuð með allt of mörgum sérhljóðum. En í þröngri lyftu fyrir framan þennan hóp af reiðum Hollendingum gat ég ekki gert annað en beðist afsökunar á þessu og að ég myndi vissulega bjóðast til að borga þeim persónulega tilbaka fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á hótelbarnum um kvöldið. (Hollendingar hafa alið af sér listamenn sem sneiða af sér eyrun til að sýna hrifningu sína á öðru fólki. Ef þeir gera það þegar þeir eru ástfangnir vil ég helst ekki hugsa til þess sem hálfdrukknir og blankir Hollendingar gera við mann sem þeir halda að hafi stolið af sér). Það er vissulega orðið erfitt að vera íslendingur í útlöndum. Eða með öðrum orðum þá er orðið erfitt að vera áberandi íslendingur í útlöndum. Það gerist æ sjaldnar að þú sjáir hópa af skríkjandi íslenskum mæðrum með H&M poka á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þú sérð okkur ekki lengur standandi á miðju Kóngsins Nýatorgi, eftir hádegisbjórinn á Nýhöfn, veifandi í kringum okkur á byggingarnar segandi öllum þeim sem áhuga hafa á að vita það að þetta sé nú allt í eigu íslendinga. íslendingar hafa ekki ömgglega ekki verið jafn óvinsælir í útlöndum síðan við bárum eftirnöfn eins og Harðráði, Blóðöxi og Hausakljúfr. Dæmi um þetta er sagan af íslendingum á ferðalagi í Mið- Austurlöndum skömmu eftir bankahrunið sem sögðust frekar vera frá Danmörku en frá íslandi (og þetta var eftir Múhameðsteikning- arnar í Jótlands- póstinum). En eftir þessa, að mér fannst, nær-dauða reynslu ílyftunni í Varsjá var ég eiginlega meira pirraður út í sjálfan mig, en yfir því að við séum ekkertvinsæl lengurí útlöndum. Það pirraði mig að ég hafi ekki svarað þeim fullum hálsi í stað þess að biðjast afsökunar á einhverju sem ég ber ekki ábyrgð á. Það var ekki fyrr en seinna um daginn þegar ég lá á hótelherberginu mínu og þorði ekki út, að mér datt í hug það sem ég hefði átt að segja. Þegar Hollendingar koma til okkar úti á götu og kvarta yfir því að við hefðum átt að passa betur upp á peningana þeirra, þá eigum við að kvarta yfir því að þeir hafi ekki passað betur upp á Önnu Frank. Ég beralvegjafn mikla ábyrgð á því að Vaan Vaarleegaaan missti sparnaðinn sinn, eins oghinn almenni Hollendingurbará því að Ijóstrað var upp um Önnu Frank. Þannig að ég legg til að við förum að svara fyrir okkur þegar útlendingar ásaka okkurfyrirað halda illa á peningunum þeirra. (Þá á ég við okkur sem berum ekki ábyrgð á eigum sparifjáreigenda, en ekki þessi 0,01% af þjóðinni sem gerir það. Þeir mega eftir sem áður alveg vera skömmustulegir þegar það er kvartað yfir þessum hlutum). Næst þegar Bretar segia okkur að skila aftur peningunum þeirra, þá skulum við minna þá ómetanleg menningarverðmæti nýlendanna þeirra sem liggja á þjóðminjasafninu í London. Þegar Daninn kemurog kvartar yfir því að við skulum hafa rekið verslunarhúsin þeirra í þrot, skulum við segja þeim að vera ánægðir með að við höfum ekki náð að rífa koparþakið af Magasin du Nord og bræða yfir í kirkjuklukkur. Magasin hefði litið meira út eins og íslensk bygging með rauðu bárujárnsþaki. Ogvið Hollendingana. Ég gerði upp skuldina við þá á hótelbarnum, þannig að þeir ættu ekki að verða til vandræða. Framhaldssagan : Önnur saga Aóalsmannsvatns-aftakan Molduxar hafa tekið áskorun Feykis og birta hér og í nœstu þremur blöðum á eftir söguna Aðalsmannsvatns-aftakan, íslensk glœpasaga. Fyrsti hlutinn er skrifaður afAlfreði Guðmundssyni, í nœstu viku birtisthluti eftirÁrna Egils- son því ncest eftir Ágúst Guðmundsson en það mun verða Margeir Friðriksson sem klárar söguna. Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Haustlitirnir farnir að skarta sínu fegursta, enda átti þetta ógleymanlega atvik sér stað um nónbil þann 6. september árið 2003. Stillt veður var úti og heitt miðað við árstíma. Ég sat á steini og var að narta í súkkulaði. í kíkinum mínum sá ég að grár Landrover jeppi ók hægt en örugglega inn Mælifellsdalinn. Allt í einu heyrðist skothvellur í fjarska og stuttu síðar sveigði bifreiðin útaf og stoppaði úti í mýrarkeldu. Enginn mannvera var sjáanleg f næsta nágrenni. Það fór hrollur um mig þar sem ég var staddur einn í fjallgöngu á Mælifellshnjúki. Hvað var eiginlega að gerast? Var virkilega verið að skjóta á einhvern. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Átti ég að fara niður og kanna málið eða átti ég að halda áfram fjallgöngu minni? Ég varð órólegur og ónotalegur hrollur lék um líkama minn. Hvað gat ég gert? Ég kíkti aftur og sá engar mannaferðir við jeppann. Engin hreyfmg var sjáanieg á veginum í næsta nágrenni. Ég tók upp símann og ætlaði að hringja í neyðarlínuna en það var ekkert símasamband. Ég ákvað að halda af stað að Landrover bifreiðinni. Á leiðinni niður fór ég að hugsa um hver þetta gæti verið f bílnum. Ég átti að þekkja þennan bíl. Auðvitað vissi ég það, þetta var Pálmi Steins á Varmafelli. Hann var sá eini í Lýtingsstaðahreppi sem átti svona bíl. Ég hraðaði göngu minni og síðar hljóp ég við fót og óðfluga var ég kominn að bifreið minni. Ég ók í hendingskasti að gamla Landrovernum og eitt vakti undrun mína; það virtist vera ryk framundan, eins og á veginum lengra í átt að Hveravöllum. Er ég kom að sjálfrennireiðinni með gamla númerinu K - 129, þá var ég viss í minni sök að þetta var hann Pálmi putti eins og hann var kallaður af þeim sem þekktu hann. Viðurnefnið fékk hann fyrir það að vera með puttana í sumu sem hann átti ekki að vera með þá í, en í daglegu máli er það nefnt að vera fingralangur. Ég velti því ískalt fyrir mér, hvort ég væri kannski skotmark akkúrat á þessari stundu, en ég hleypti í mig kjarki og fór skjálfandi að bílnum og sá kringlótt gat á framrúðunni, en mér til mikillar furðu þá var enginn sjáanlegur í bílnum. Blóðslóð var nærri bílnum og einnig var blóð í bílnum er ég leit inn í hann. Ég skildi ekkert í því hvað var í gangi. Þetta var afar dularfúllt allt saman. Ég tók upp símann og hringdi í 112 og nú náði ég loksins sambandi og mér var gefið samband við lögreglustjórann á Sauðárkróki, hann Friðrik Jónsson, oft nefndur Frikki frakki, vegna hispurslausrar framkomu hans. Ég greindi honum frá því atviki sem ég var vitni af. Hann fyrirskipaði mér að vera kyrr á staðnum, þar til hann kæmi á vettvang. Árið 1989 var grein í einu águst- blaði Feykis um ágreining milli bænda í Skagafirði og úr Húnavatnssýslu um afnotarétt að Aðalsmannsvatni, sem er staðsett 16 km. suðvestur af Mælifellshnjúk. Greindu menn um, hvort Aðalsmannsvatn eða Bugavatn, eins og það er stundum nefnt, tilheyrði Svartárdal eða Blöndudal í Húnavatnssýslu eða Mælifellsdal í Skagafirði... Alfreð Guðmundsson

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.